Kuldaboli stangar Evrópu

Rétt eftir miðnætti komst hitinn á Eskifirði í 16 stig. Núna er þar fimm stiga frost. Umskiptin eru ansi harkaleg.

Eftir að kuldinn hefur gjörsigrað landið á morgun mildast ofurlítið  í svip en síðan kemur alvöru kuldinn og víða mun líklega snjóa. Það lítur svo út fyrir hörkukulda og norðaustan átt fram yfir jól.

En kuldaboli er ekki aðeins að stanga okkur. Hann veður nú yfir alla Evrópu eins og naut í flagi!

Á kortinu hér fyrir neðan má sjá þetta myndrænt. Svarta núll stigs línan í 850 hPa fletinum er  þar á hádegi suður um allt. Á Miðjarðarhafsströnd Frakklands er nú  með kvöldinu komið frost við sjávarmál. Vindstraumar sjást líka greinilega á kortunum og ekki eru það suðrænir þeyvindar. Neðra kortið sýnir stöðu mála eftir sólarhring. Það gæti farið að snjóa í Atlasfjöllum í Afríku.

euro4_00hr_1048325.png

euro4_24hr.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband