Og hvar er þá réttlætið?

Miklu ljótara en ráðherrahneykslið í sjónvarpsfréttunum um Byrgið var að heyra í Kastljósi frásögn Bárðar R. Jónssonar þýðanda á níðingsskapnum sem viðgekkst árum saman á vistheimilinu í Breiðavík. 

Þótt þetta sé í fyrsta sinn sem slíkur vitnisburður kemur fram opinberlega hefur þetta þó verið á ýmsra vitorði í næstum því hálfa öld. 

Bárður efast um að réttlætið nái nokkru sinni fram að ganga. 

En getur þessi fyrirmyndarþjóð látið slíkt viðgangast? Er það ekki siðferðileg skylda þjóðfélagsins, líka stjórnmálamannanna, að bæta þetta ranglæti? 

Ofan á líkamlegar barsmíðar virðist þarna hafa verið framið kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum, jafnvel í stórum stíl árum saman. Skiptir það kannski engu máli af því að það voru drengir sem áttu í hlut?

Við getum ekki bara litið undan og látið sem ekkert sé.  

Og hafi Bárður þökk fyrir að segja frá þessu af öðru eins æðruleysi og jafnarðargeði og hann gerði.

Viðbót: Það segir reyndar á textavarpinu að svartri skýrslu  um ástandið á Breiðavíkurheimilinu hafi verið stungið undir stól árið 1975. Hverjir stungu henni undir stól? Má ekki grafa það upp? Er það kannski nornaveiðar og "leit að sökudólgum"? Hvað með sálarheill drengjanna sem stungið var undir stól með skýrslunni? Skipti hún engu máli? Svarið liggur í augum uppi. Hún skipti stjórnvöld sem þá voru engu máli. Skýrslunni var vitanlega stungið undir stólinn einmitt til þess að hlífa stjórnvöldum í óþægilegu máli. Börnin skiptu þau alls engu máli.  

Alls engu máli. 

Og svo er  það spurningin. Hvar er Breiðavík nútímans, sem Bárður telur víst að sé til? Og ef hún finnst: ætli nokkur beri ábyrgð á henni? Kannski Framsóknarflokkurinn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband