Vorar samt

Varpaðu frá þér vetrarkvíða.
Vorsins finnst þér langt að bíða.
En það kemur hægt og hægt.
Storminn þunga hreggs og hríða
hefir kannske bráðum lægt.
Við því búinn vertu sjálfur:
Vorið fer um lönd og álfur.
En því miðar hægt og hægt.

Jón Magnússon

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já Sigurður, þetta er gott ljóð, en ég samdi þetta ungur að árum:

Það er vorhugur í fólki

Það er líf í þessum bæ

og er ég geng um strætinn hlýleg

ég kyrja lítiið lag

því þá staðnæmist ég hérna

við að horfa á lífsins leik

ég er hlutlaus áhorfandi

þegar að gleðin er við völd.

 

Ég er umvafinn af fólki

ég er gagntekinn  af þrá

er ég hlusta  á gáskaleikinn

fyllist  sál mín hýrri brá

þá er sól hér sest til viða

viðrar  sál mín votan hljóm

ég geng spertur mína leið

fullur lífsins hugar ró!

Með kveðju

Guðmundur Júlíusson 

Guðmundur Júlíusson, 19.3.2011 kl. 01:56

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Samdi þetta í morgun :)

Fólska hríðin fjörðinn ber
og fjöllin lemur.
Veturinn hann verður hér
uns vorið kemur.

Höskuldur Búi Jónsson, 19.3.2011 kl. 12:41

3 identicon

 Hann Guðmundur sem vinnur með mér sagði að vorið kæmi á Miðvikudaginn.

ó hvað veturinn er voða langur

stanslaus vindur, krapi og éljagangur

en bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,

á miðvikudag kl 9, sagði Guðmundur frá  Bala

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 13:03

4 identicon

 Hér kemur brot úr fallegu vorljóði eftir Indriða Þorkelsson á Fjalli:

Kom þú margblessað vor, með hinn dýrlega draum
Þegar duftið er frjógvað á ný,
Þegar lyftist hver brún, þegar leysir hvern straum
Þegar ljóðar hver söngfugl við ský.
-----

Þegar litkast hver tó,  þegar lauf skrýðir björk,
Þegar lækurinn syngur í hlíð.
Hvað þau firnindin víð og hin mannskæða mörk
Verða mjúk undir fæti og hlý.

----    

Auk thess legg ég til ad Gunnar Stefánsson á RÙV lesi vorljód í útvarpinu eins og hér um árid og velji thau af sinni alkunnu snilld og smekkvísi.                                                

S.H. (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 09:53

5 identicon

  ...Verða mjúk undir fæti og þýð... átti thetta ad vera:)

S.H. (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:41

6 identicon

Élið úti eitur grátt,

eins og Fukusíma.

Eilíf er sú vestanátt,

uppi á okkar tíma.

Óðinn (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband