Im wunderschönen Monat Mai ...

Það er ekki hægt að hrópa húrra fyrir veðrinu núna. Í Reykjavík var fimm stiga hiti og sólarlaust á hádegi. Hvergi á landinu var hlýrra en átta stig. Á norðanverðu landinu, frá Vestfjörðum til  Austfjarða, var hitinn kringum frostmark og víða snjóél.

Um miðja vikuna á víst að snúast í sunnanátt með rigningu og hlýnar þá allmjög fyrir norðan. En varla er hægt að tala um sérstök hlýindi miðað við síðustu daga í maí.

Og fyrir okkur á höfuðborgarsvæðinu verða umskiptin ekki til bóta. Sæmilegt veður hefur verið hér undanfarið, sól og yfir tíu stiga hiti um hádaginn, en þegar sunnanáttin kemur verður hún skítköld og leiðinleg, hiti verður líklega alltaf undir tíu stigum í Reykjavík. Þar er meðalhiti mánaðarins þó enn 1,4 stig yfir meðallagi. 

Ekki bætir þetta eldgos úr skák með öskufalli víða um land ofan í vorgróðurinn en þá auðvitað mest kringum Kirkjubæjarklaustur sem er einhver sumarbesti staður landsins við eðlilegar kringumstæður.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband