25.5.2011 | 14:03
Kuldamet fyrir norðan
Í nótt fór frostið á Grímsstöðum á Fjöllum niður í 8,0 stig. Það er mesta frost sem mælst hefur þennan dag og á þessum árstíma á mannaðri veðurstöð.
Meðalhiti mánaðarins er nú minna en eitt stig yfir meðallagi í Reykjavík en er hálft stig yfir því á Akureyri. Enginn alvöru hlýindi eru boðuð framundan og þó hlýni sums staðar í einn eða tvo daga virðist sem aftur sæki í kuldafar út mánuðinn. Kannski lafir þó mánuðurinn í hitameðallaginu að lokun.
Mest snjódýpt í morgun var 8 cm á rafstöðinni við Skeiðsfoss í Fjótum. Jörð er ekki talin alhvít þar sem mest hefur snjóað á norðausturlandi. Snjóinn tekur hratt upp. Í dag var talið alautt í Neskaupstað en í gærmorgun var þar alhvítt og sjódýpt 12 cm.
Á einhverjum netfréttamiðli las ég að í gær hafi snjódýptin verið 60 cm á Egilsstöðum. Ekki fylgdu frekari skýringar. Á þessum slóðum eru ekki neinar snjódýptarmælingar sem koma inn á vef Veðurstofunnar.
Á vef Veðurstofunnar koma upplýsingar frá ýmsum mönnuðum úrkomustöðvum, en þar eru líka gerðar snjódýptarmælingar, afar óreglulega og sumar stöðvar mega heita nánast dauðar og engar eða fáar hafa verið alveg samfelldar t.d. í þessum mánuði á vefnum. Allra verst er Stafafell í Lóni.
Nú efast ég ekki um að athugunarmenn geri athuganir og skrái þær. En þeir hirða ekki um að koma athugununum til Veðurstofunnar. Þeir fá samt greitt fyrir að gera athuganir og þeir hljóta að gera sér ljóst að athuganirnar eru hluti af almannatengslum stofnunarinnar sem þeir eru að starfa fyrir - ekki einkamál milli þeirra og hennar- og birtast almenningi á vef Veðurstofunnar þegar þær berast þangað. Að koma skráningunni áleiðis hlýtur því að vera ein af þeim skyldum sem athugunarmenn gangast undir þegar þeir taka athuganir að sér - fyrir borgun.
Og ég segi því bara þó það hljómi kannski harkalega: Þegar athugunarmenn senda ekki upplýsingar sem birtast þá ekki á vef Veðurstofunnar eru þeir einfaldega að bregðast skyldum sínum við almenning.
Annars virðist líka vera einhver óregla á ýmsum mönnuðum veðurathugunarstöðvum öðrum en úrkomustöðvum. Það eru alltaf að koma þar eyður en slíkar eyður voru sjaldgæfar hér áður fyrr.
Höfn í Hornafirði er sérlega slæm.
Jafnvel Stórhöfði, sem var lengst af ein af öruggustu veðurathugunarstöðvunum, er stundum að klikka. En aldrei klikkar nú Dalatanginn! Gaman af heimsókninni þangað í Landanum.
Reykir í Hrútafirði og Miðfjarðarnes eru stundum stopular og í minna mæli Hjarðarland og jafnvel Hæll i Hreppum og stundum Eyrarbakki. Upp á síðastastið hafa Bolungarvík og Æðey verið að hlaupa út undan sér. Í dag Bergsstaðir.
Ég undra mig svo á því hvers vegna Þverfjall er aldrei inni í yfirliti um köldustu fjallastöðvar þó þar sé einmitt alloft mesti kuldinn, ekki síst síðustu daga. Er þetta eitthvað afbrigðileg stöð?
Það mætti fara að endurnýja töflurnar fyrir mönnuðu stöðvarnar sem sumar eru reyndar hættar. Þar er greint frá hámarks og lágmarkshita og úrkomumagni frá klukkan 9-9 og frá kl 18 til 18. Mér finnst að úrkoman mætti alltaf vera frá klukkan 9-9 en aldrei hámarks og lágmarkshitinn. Hann ætti að vera frá kl. 9-18 og svo aftur á morgnana frá kl. 18-9. Það er alveg út í hött fyrir almenning og beinlínis villandi að hafa þessar tölur frá kl. 9-9 og frá 18-18. Úrkoman mætti gjarnan líka koma frá kl. 9-18.
Þetta er nú annars meira nöldrið og skal verða langt til annars slíks!
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 26.5.2011 kl. 00:49 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þú getur borið hitastig á Þverárfjalli við opinberar tölur á Blönduósi og einnig sjálfvirka stöð á Skagaströnd;
http://vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=7
Þó hún sé ekki opinber má ugglaust draga einhvern lærdóm af tölum sem þar fást, ekki síst í samanburði.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.5.2011 kl. 14:42
Ég er ekki að tala um Þverárfjall á Skaga heldur Þverfjall á Vestfjörðum milli Önundarfjarðar og Skutuslfjarðar. Upplýsingar þaðan má sjá bæði á kortum og á sérstökum lista, frá klukkustund til klukkustundar eins og aðrar sjálfvirar stöðvar á vegum VÍ. En hún er hins vegar aldrei tekin með á öðrum sérlista sem Veðurstofan birtir um mesta kulda sem mælst hefur á fjallastöðvum, þar koma tölur sem eiga að vera mesti kuldi á fjöllum frá öðrum fjallastöðvum þó þær séu lægri en mælst hefur á Þverfjalli sem alltaf er bara sleppt. En stundum mælist þar mesta frost á öllu landinu en kemur ekki fram á dagshitametalista Veðurstofunnar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2011 kl. 14:56
Svona getur maður nú hlaupið á sig. Þverárnar eru svo margar sem og dalirnir og fjöllin sem við þær eru kennd.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.5.2011 kl. 15:00
Ég er alltaf að hlaupa á mig og bulla!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2011 kl. 15:03
Dægurkuldamet voru einnig slegin á sjálfvirkum stöðvum. Í gær (24.) sló Brúarjökull með -12,7 stig út eldra met (-7,7) frá Gagnheiði 2005 og í dag sló sama stöð út sig sjálfa frá 2006 (-10,5),með -13,8 stigum.
Þverfjall er meðal fáeinna stöðva sem sleppt er í listum vegna þess að þar var fullmikið af trufluðum tölum þegar farið var að birta listann reglulega, Straumnesviti er einnig í þessum sama flokki og fáeinar fleiri.
Trausti Jónsson, 25.5.2011 kl. 17:37
Datt eitthvað svona svo sem í hug með Þverfjall. Trufluð og verulega afbrigðileg stöð!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2011 kl. 18:17
Sæll Sigurður Þór
Takk fyrir fróðleikan hér blogginu þínu. Ég og faðir minn förum mjög reglulega hér inn.
Sé að þú ert að gagnrýna réttilega okkur Veðurathugunarmenn um óreglu í sendingu veðurskeyta.
Mín skýring á óreglu hér á Stórhöfða er sú að faðir minn fór fyrir nokkrum árum á eftirlaun. Og ég hef síðan verið einn með veðurathugarnir á Stórhöfða. Og það tekur ansi á andlega hliðina að vera í þessu starfi einn. Og ég er bara ekki að neina þessu lengur. Enda er ég að hugsa alvarlega um veru mína í þessu starfi. Svo eru launin líka ekki uppá marga fiska. Það sem heldur mér gangandi er metnaður og þrjóska.
Ég viðurkenni óreglu hjá mér á veðurskeyti frá Stórhöfða núorðið. Enn þau berast flest öll til höfuðstöðvarirnar þótt seint sé.
Kveðja, Pálmi Freyr
Pálmi Freyr Óskarsson, 27.5.2011 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.