6.2.2007 | 17:22
Meira um Breiðavík - og sitthvað fleira
Það er frábært af Ingibjörgu Sólrúnu að taka Breiðavíkurmálið upp á Alþingi og Vilhjálmi borgarstjóra að bregðast líka strax við. Svo sjáum við hvað setur. Öllum er hrikalega brugðið. Og að sjá Lalla Johns gráta er eitthvað sem enginn getur gleymt.
Eins og ég hef nefnt hér á síðunni hefur ástandið í Breiðavík áður verið dregið fram, ekki aðeins í gömlum skýrslum og blaðafrásögnum, heldur líka í bókinni "Staddu þig drengur" eftir Stefán Unnsteinsson sem kom út árið 1980. En það er eins og þjóðin hafi ekki treyst sér til að gera upp við þessa atburði fyrr en núna.
En víkjum nú að öðru hitamáli. Hádegisviðtalið á Stöð tvö í gær við Harald Ólafsson var mjög merkilegt. Þar var ekki aðeins farið í nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um gróðurhúsáhrifin heldur líka sagt frá könnun Haraldar og nemenda hans á breytingum á veðurfarinu sem vænst er á okkar eigin landi.
Hitna mun meira inn til landsins en við strendur og kemur það ekki á óvart. En kannski meira það að vetur eru ekki taldir hlýna sérlega mikið og heldur ekki sumarið en hins vegar vorin og haustin. Þetta þýðir lengri sumur. Ástæðan fyrir tiltölulega lítilli vetrarhlýunun felst í því að búist er við aukinni norðanátt á vetrum. Og ástæðan fyrir því er aftur sú að draga mun úr sunnanátt með lægðagangi á vetrum en þær eiga fyrst og fremst uppruna sinn í kuldanum, eða mismun kulda og hita, þegar kuldinn minnkar og hitinn eykst, minnka andstæðurnar og fóðrið fyrir lægðir með suðrænt loft. Hins vegar var sagt að norðanveður munu verða jafnvel enn harðari en áður og meiri úrkoma að vetrarlagi fyrir norðan en þá bjart og þurrt fyrir sunnan eins og gerist vanalega við slíkar aðstæður. Snjór mun þá væntanlega aukast til fjalla og jafnvel í sumum snjóasveitum fyrir norðan.
En norðanáttinn hlýtur að verða nokkru hlýrri en hún hefur lengst af verið vegna hlýnunar sjálfs lofthjúpsins og þá ekki síst á norðlægum slóðum.
Gaman væri að vita eitthvað meira um þessar rannsóknir.
Nú er skammdegið áreiðanlega búið. Í gær skein sólin í 6 klukkustundir og 18 mínútur og ekki skinið lengur síðan 29. október og ekki mun hún skína minna í dag blessunin.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 23:15 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Góða kvöldið. Loksins hitti formaður Samfylgingarinnar beint í mark í málefnum þeirra sem minna mega sín. Ekki var nú frumkvæðinu fyrir að fara en gat ekki annað en dansað með öllum hinum. (Steinunn Valdís hefur sýnt meira frumkvæði með launahækkun sinni til þeirra lægstu þegar hún var borgarstjóri)
Ingibjörg hefði átt að sinna jafnaðarstefnunni betur, taka forystuna í þessu tortryggilega liði sínu (þingmönnum) að eigin sögn. Allir eiga rétt á því að bæta sig. Það er bara svo erfitt fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að taka forystunar og bæta sig því hún er alltaf að skjóta sjálfa sig í fæturna. Hefur fengið sín tækifæri í pólitíkinni en ekki endalaust.
Segi ekki að hún eigi að fara "á bak eldavélina með okkur Guðna Ágústssyni "
Hún gæri orðið óperustjóri í væantlegri tónlistarhöll?
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 6.2.2007 kl. 20:28
Mér finnst skammdegið vera búið í lok febrúar og í apríl er vorið handan við hornið.
Ég elska vorið með sínu nýútsprungnu ljósgrænu laufblöð á trjám og runnum.
Svava frá Strandbergi , 6.2.2007 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.