8.2.2007 | 12:33
Lífið er samt gott
Í gær fór ég til vinar míns sem ég hef ekki hitt í 25 ár. Við vorum mjög nánir árum saman. Svo fluttist hann til útlanda og við skrifuðumst bara á. Fyrir nokkrum vikum settist hann aftur að á Íslandi.
Með mér í heimsókninni var annar vinur minn sem líka hafði þekkt þennan mann.
Það var bara eins og við hefðum hist í gær. Við náðum svo frábærlega vel saman og allir gömlu taktarnir og þessi sérstaki húmor sem myndast alltaf milli vina var á sínum stað eins og aldrei hefði verið neinn aðskilnaður.
Úti skein sólin.
Mikið var þetta gaman. Af hverju ná sumir svona vel saman en aðrir ekki? Hvað veldur vináttu milli manna?
Veit ekki. En maður finnur þetta jafnvel á blogginu að maður dregst meira að sumum en öðrum. Ýmsir hafa margt gott að segja um samfélagsmál og maður les þá en þeir toga mann ekkert sérstaklega að sér sem persónur. En svo eru einhverjir aðrir sem gera það þó maður sé jafnvel oft ósammála skoðunum þeirra. Bara. Ég hef gaman að því fara inn á þá sem ekki eru sí og æ kynntir á forsíðunni og þá finn ég stundum alveg frábærar persónur á blogginu.
En líka marga hálfvita!
Mér finnst konur blogga skemmtilegar en karlmmen svona yfirleitt. Þær eru meira þær sjálfar en ekki einhverjir besservisserar um þjóðfélagmálin.
Ég sjálfur? Jú, ég brúka stundum stólpakjaft um eitthvað sem er að gerast í þjóðlífinu. Tek eftir því að þá eykst lesturinn á síðunni. En það sem ég vildi nú helst forðast á blogginu mínu er að það verði eins og ég sé að skrifa einhverjar helvítis blaðagreinar í stórum stíl. Má vera ein og ein. Meira gaman að velta sér upp úr sjálfhverfunni!
Skemmtilegast er samt alltaf að skrifa um blessað veðrið! Það finnst öðrum þó ekki mest gaman að lesa. Lesturinn á síðunni minni hrundi þessa viku sem ég flaggaði bara veðrinu á henni og hefur ekki jafnað sig fyrr en allra síðustu daga.
Þá veit ég hvað ég að að gera til að fá að vera í friði.
Blogga bara um veðrið!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það er snjókoma og von á meiri snjó hér í kvöld. Hefur ekki snjóað svona hér í meira en 10 ár. Svo falleg öll stóru trén hérna íklædd þessari fallegu vetrarkápu.
Bara smá svona veður fyrir þig af því að ég sveit að þú elskar alls konar veður.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 20:48
Hvar í veröldinni hefur ekki snjóað meira í 10 ár? Það þætti mér gaman að vita.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2007 kl. 21:29
Blogg án raka:
Góð vinátta er gjöf Guðs, einn flötur á víðerni kærleika Krists sem hefur engan endi. Kærleikur Krists er ást, vinátta, heiðarleiki, góðgirni, manngöfgi o.s. frv.
Með kveðju. Takk fyrir gott blogg.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 8.2.2007 kl. 21:32
Er hætt að rigna á Íslandi?
Ólafur Þórðarson, 9.2.2007 kl. 03:28
Hér hefur snjóað soldið. En ekkert til vandræða!
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.2.2007 kl. 11:42
Mér finnst snjórinn fallegur, en hann er mér til vandræða, þar sem ég get ekki lengur verið úti í sól og snjó nema með sólgleraugu.
Þetta kemur víst til út af lata skjaldkirtlinum mínum.
Svava frá Strandbergi , 9.2.2007 kl. 18:04
Mér finnst vinir eins og hér var líst allra allra fallegast... meira að segja fallegri en snjórinn
Heiða B. Heiðars, 9.2.2007 kl. 22:35
Sammála þér sem endranær. Takk!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.