28.9.2011 | 10:30
Afhverju ekki átak gegn dýraníði
Í þessari frétt á Vísi is. segir dýralæknirinn og bæjarfulltrúinn Eyrún Arnardóttir á Egilsstöðum að þar séu um 100 villikettir. Hún hefur líklega talið þá samviskusamlega. Hún heldur að þessir útlagar, sem oft eru kannski heimiliskettir sem reknir hafa verið út á guð og gaddinn, geti verið heimilsköttum hættulegir. Henni finnst því rétt að fara í átak gegn þeim.
Sem sagt útrýma þeim.
Hún segir líka frá því að á hverju ári komi upp nokkur tilvik þar sem köttum, bæði villiköttum og heimilsköttum, sé misþyrmt. Og dýralæknirinn telur að þar séu fullorðnir menn að verki sem viti alveg hvað þeir eru að gera.
Stöldrum nú við.
Fyrsta spurningin sem vaknar er auðvitað sú hverjir séu heimilsköttum hættulegri, villikettir eða manneskjur.
Svarið blasir við.
Sú spurning vaknar líka hvers vegna í ósköpunum sé ekki farið í átak gegn dýraníði á Egilsstöðum- og annars staðar- þegar vitað er að á hverju ári komi upp nokkur tilvik af úthugsuðu dýraníði í bænum? Þetta er sem sagt viðvarandi ástand sem bæjaryfirvöld hafa ekki brugðist við. Ekki lyft litla fingri.
Hvers konar mannúð og mórall ríkir eiginlega á Egilsstöðum?
Og hvað segir það um bæjarbraginn og reyndar um íslenskt þjóðfélag í heild að það sé látið líðast ár eftir ár að dýrum sé misþyrmt af fullorðnu fólki án þess að minnsta tilraun sé gerð til þess að hafa uppi á níðingunum og draga þá fyrir dómstóla?
Hvers vegna í ósköpunum sker þessi dýralæknir í valdastöðu sem bæjarfulltrúi ekki upp herör gegn níðingunum, gerendunum, í stað þess að efna til átaks gegn fórnarlömbunum, köttunum?
Þessi frétt, þar sem hvergi örlar á nauðsyn þess að sporna gegn dýraníði, en blessuð dýrin eru séð sem þau er vandræðunum valda og það af þeim sem síst skyldi, birtir ófagra mynd af ástandi dýraverndunarmála í landinu.
Hvort ætti að valda þjóðfélaginu meiri áhyggjum og meiri viðbrögðum, það að villikettir og aðrir kettir séu mönnum stundum til ama eða það að á hverju einasta ári sé dýrum misþyrmt á úthugsaðan og kaldrifjaðan hátt?
Í stað herfarar gegn fjórfætlingum, sem fylgt hafa manninum frá öndverðu, væri nær að gera röggsamlegt og hávært átak gegn hvers kyns dýraníði í landinu.
Þannig að það fari ekki á milli mála að slíkt framferði verði ekki þolað.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þú vilt s.s. að villikettir eigi að fá að vera óáreittir?
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 14:30
Hvort ætti að valda þjóðfélaginu meiri áhyggjum og meiri viðbrögðum, það að villikettir og aðrir kettir séu mönnum stundum til ama eða það að á hverju einasta ári sé dýrum misþyrmt á úthugsaðan og kaldrifjaðan hátt?
Þetta er aðalatriðið í því sem ég hef að segja. Ami af villiköttum er áreiðanlega ýkur. Ég hef lifað all-lengi og aldrei heyrt um að þeir séu verulegt vandamál fyrr en allt í einu núna að talað er um að þeir séu stóplága. Ég er ekki að segja að ég sé á móti hver skyns aðgerðum gegn villiköttum en ég segi og legg á það áherslu: Ami vegna villikatta og annarra katta er algjört smámál hjá þeirri staðreynd, sem talað er um í fréttinni, að fólk er að misþyrma dýrum, líka heimilisköttum, af ásettu ráði. Endurtek: ÞAÐ ER SMÁMÁL Í SAMANBURÐI.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.9.2011 kl. 15:06
Og svo ég bæti við: Vitandi það að menn séu misþyrma dýrum á hverju ári, sem sagt ár eftir ár, sem sagt viðvarandi ástand, vitandi þetta og gera EKKI átak til að vinna gegn því er ámælisvert.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.9.2011 kl. 15:16
Ég er sammála því, að dýraníð hverskonar er viðbjóður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.