11.2.2007 | 22:10
Á að gleyma stúlkunum á Bjargi?
Nú lofa menn uppgjöri við fortíðina í Breiðavíkurmálinu, Heyrnleysingjaskólanum og Byrginu í því skyni að veita þolendunum einhverja síðbúna hjálp. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki verði lika að fara yfir sögu stúlknaheimilisins á Bjargi sem rekið var af Hjálpræðishernum en var lokað haustið 1967. Allt lék á reiðiskjálfi í þjóðfélaginu þegar stúlkurnar sögðust hafa verið beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi og orðið fyrir lesbískri kynferðislegri áreitni. Þetta kom fram í lögregluyfirheyrslum og í viðtali við þær 5. nóvember 1967 í vikublaðinu "Ostrunni".
Viðtalið er sögulega merkilegt vegna þess að það var eitthvert fyrsta tækifærið sem ungmenni, er segjast hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi fullorðinna, hafa fengið til þess að segja sögu sína í fjölmiðlum. Stúlkurnar segja í viðtalinu um viðbrögð foreldra sinna um harðræðiðið á Bjargi:
"Þeir trúðu okkur aldrei þegar við sögðum þeim hvernig væri þar..." Og aðspurðar hvort þær hefðu aldrei kvartað í barnavernarnefnd svöruðu þær: "Það þýddi ekkert".
Er ekki eitthvað kunnuglegt við þetta?
Sakadómur taldi eftir vægast sagt hlutdræga rannsókn ekki ástæðu til sérstakra aðgerða gegn stjórnendum heimilisins þrátt fyrir framburð stúlknanna, sem voru yfirheyrðar strax til að þær bæru ekki saman bækur sínar, en starfsfólk heimilisins hins vegar eftir margar vikur. Eiginlega var litið á stúlkurnar sem "sökudólgana" í málinu með þessum vinnubrögðum en slíkt viðhorf var algengt til kvenna sem t.d. kærðu nauðgun á þessum árum og er jafnvel enn. Vistheimilinu var hins vegar lokað og það segir þá sögu að menn töldu að þar væri ekki allt með felldu. Það var aðferð samfélagsins á þessum árum til að díla við svona mál. Á þeim tíma gat enginn hugsað sér að stofna til málaferla um meinta lesbíska kynferðislega misnotkun. Menn hefðu bara ekki meikað það.
Sú stúlka sem kom þessu öllu af stað með framburði síinum er nú látin en hinar munu vera á lífi. Saga þeirra eftir vistina á Bjargi er ekki ósvipuð og drengjanna í Breiðavík nema hvað þær fóru ekki út í afbrot. Afleiðingar svona ofbeldis koma öðru vísi fram hjá stúlkum en drengjum. En þær sem þarna dvöldu eru núna, að minnsta kosti sumar hverjar, niðurbrotnar miðaldra konur. Það veit ég fyrir víst.
Rétt er að geta þess að vistheimilið á Bjargi sem nú er þar rekið fyrir geðsjúka á ekkert skylt við fyrri starfsemi á staðnum.
Ef við viljum vera sjálfum okkur samkvæm verðum við að rannsaka þetta gamla Bjargsmál upp á nýtt. Auðvitað ekki til að "leita að sökudólgum" heldur til að geta veitt þolendunum þá hjálp og samúð sem við viljum sýna þolendunum í Breiðuvík, Byrginu og Heyrnleysingjaskólanum.
Er hægt að komast hjá þessu?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:49 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Allt þetta... og þá eru öll málin sem aldrei hafa komið úr felum ótalin. Ætli líkingin "toppurinn á ísjakanum" eigi við um þetta eins og svo margt?
Heiða B. Heiðars, 11.2.2007 kl. 23:08
Ég verð nú að segja að ég datt inn hér fyrir algera tilvijun, eða eins og blogg virkar, dettum við inn á síðu, og síðan inná aðra síðu sem vekur forvitni. Þetta er akkúrat það sem ég hef hugsað um þegar rætt hefur verið um Breiðuvík, hvar eru mál kvennanna sem hafa lent í slíku??
þau hljóta einfaldlega að vera til, afhverju hafa þau ekki komið uppá yfirborðið??
og, þótti mér all merkilegt að sjá þetta ártal sem vitnað er í, eða 1967.....
Ég var ekki fædd Þá, en eru svona mál síðan þá enn ekki komin á yfirborðið???
sorglegt!!
kveðja, hulda.
hulda (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 00:48
Ég er aðstandi stúlku sem lenti í klóm Guðmundar og þekki til annarar.Það á ekkert að gera fyrir þær.Annari stúlkunni leið mjög illa og vildi fá hjálp.Hún þurfti einhvern fagaðila til að tala við.STRAX.Þetta var í gær.Ég hrigdi fyrir hana á LSH og bað um samtal við einhvern sem gæti veitt upplýsingar um áfallahjálp og bað um áfallahjálp fyrir stúlkuna.Henni var visað frá á þeim forsemdum að ÞAU vildu EKKI blanda sér í vinnu annara.Það er enginn að hjálpa stúlkunni og hún veit ekki hvert hún á að leita.Sama svar endurtekið af hjúkrunarfræðingi.Það er hinnsvegar NEFND Í BURÐARLIÐNUM hjá stjórnvöldum en hvenær sú nefnd skilar áliti er ekki vitað.ÞAÐ Á SEM SAGT EKKERT AÐ GERA Í ÞEIRRA MÁLUM OG SENNILEGA EKKI Í MÁLUM ANNARA HELDUR.þetta er svívirða
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 09:15
Þetta hlýtur að verða tekið fyrir, ég trúi ekki að það eigi að þagga þetta mál niður.
Kristberg Snjólfsson, 12.2.2007 kl. 09:47
Þakka þér fyrir vönduð og ábyrg skrif, í þessu efni sem öðrum.
Hlynur Þór Magnússon, 12.2.2007 kl. 11:49
Ég þakka þér fyrir að góð skrif um þetta mál og önnur skyld efni.
Nei það er örugglega rétt hjá þér að það verður ekki leitað að sökudólgunum í þessu máli né þeir dregnir til ábyrgðar. Það er skömm að því hve stjórnvöld bregðast seint og illa við gagnvart þeim sem verða fyrir svona löguðum níðingsverkum.
Svava frá Strandbergi , 12.2.2007 kl. 12:27
Það er einhvern veginn ekki við neinu að búast orðið í þessu rotna samfélagi, hver þarf hjálp ef ekki þær sálir sem lenda í klóm þessar(r)a manna. Ég þekki af eigin tilraun ( til þess að fá hjálp fyrir vinkonu mína í svipuðu máli )og svörin voru einmitt á þessa lund sem þú skrifar Guðný.
Þakka ykkur fyrir málefnaleg skrif um þetta og nú skulum við ekki leyfa að þessi mál sofni út af.
Marta smarta, 12.2.2007 kl. 15:52
Það er greinilegt að þjóðin er í krossferð í nafni réttlætis og sannleiksástar. Mér finnst tími til kominn að stóru upphrópanirnar hætti og ég vona að tekið verði faglega á málum þess fólks sem á um sárt að binda. Ég held að það sé líka hollt fyrir boðbera réttlætis og kærleika að setja sig í spor þeirra sem hafa haft atvinnu af því að takast á við erfiðleika þessara olnbogabarna þjóðfélagins. Það er ljóst að störf á upptökuheimilum geta verið bæði erfið og vanþakklát. Þjóðfélagið okkar er of lítið til þess að vera reka svona mál í fjölmiðlum. Sannleikurinn er sá að í öllu þessum rassaköstum lendir sumt af þessu fólki (vistmenn og starfsfólk) í því að vera misnotað enn á ný, í þetta skiptið af blóðþyrstu fjölmiðlafólki. ÉG vil hvetja alla til þess að sýna stillingu. Sumar þær ásakanir sem koma fram eru þess eðlis að ekki er hægt að verja sig fyrir þeim. Mér finnst ekki ósennilegt að harðræði á upptökustofnunum tengist í sumum tilfellum því að vistmenn er fólk sem aðstandendur og aðrir eru búnir að gefast upp á, fólk sem er óvenjulega erfitt. Ástæðurnar geta verið margar, t.d. erfiðar heimilisaðstæður, en í einhverjum tilfellum er um geðsjúklinga að ræða, fólk sem þjóðfélagið hefur engin úrræði fyrir. Umræðan þarf að vera á þeim nótum að hún miði að því að bæta lífsskilyrði þessa fólks, en það má ekki gleymast að umönnunaraðilarnir eru fólk líka og í flestum tilfellum fólk sem telur sig vera að vinna í þágu skjólstæðinganna. Ég var í sveit í mörg sumur. Sem barn var ég í nokkrar vikur á bæ þar sem átti "að gera mig að manni" og ég var beittur hörðum aga. Þrátt fyrir góðan ásetning hjónanna sem tóku mig í sveit varð þetta að martröð og mikið var ég feginn að sleppa í faðm foreldra minna. Ég ég hefði átt óhamingjusama ævi væru þessi bændahjón e.t.v. í hópi þeirra sem ég myndi ásaka fyrir mína óhamingu.
Ég vona að úrvinnsla þessara vistunarmála verði á þeim nótum að reynt verði að finna úrræði fyrir þá sem hægt er að hjálpa. Það er hins vegar hætt við því að umræðan, eins og hún er rekin í sumum fjölmiðlum, hafi í för með sér ofsóknir, ekki aðeins gegn þeim sem hafa unnið við þessar stofnanir, heldur aðstandendum þeirra líka. Nornaveiðar fara jafnan fram í nafni réttlætis.
Ragnar Pálsson, 12.2.2007 kl. 17:24
Eins og sést á færsluni er ég ekki að fara fram á "leit að sökudólgum" í þessu máli.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2007 kl. 17:47
Fróðlegt að sjá hversu sumr eru góðir að geyma gömul rit, það er nefnilega góður bakspegill sem man hvar svona efni er.
Svo eru skrif Ragnars hér að ofan mjög upplýsandi. Harka gegn börnum gefur af sér allskonar vandamál. Sem betur fer var mín sveitadvöl hjá yndislegum hjónum með húmor og skilningsríku hugarfari sem á sér enga hliðstæðu.
Fer af þessum blogg reit uppfræddari en ég kom.
Ólafur Þórðarson, 17.2.2007 kl. 03:01
Mín sveitadvöl í aðeins eitt sumar, í Hjörsey á Mýrum, var alveg yndisleg. Ég vildi ekki fara heim þegar ég varð að gera það. Og nú er orðið snjólaust í bænum og vor í lofti!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2007 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.