Góð spurning eða vond

Í nótt varð frostið á Neslandatanga í Mývatni -27,3 stig og veit ég ekki betur en það sé dagshitamet fyrir kulda á landinu frá a.m.k. 1949. Einnig var meðalhitinn á Akureyri í gær sá lægsti sem komið hefur þennan dag frá sama tíma.

Sjá hið svellandi svala fylgiskjal!

Var ég ekki að segja það fyrir nokkrum dögum að við fengjum nægan kulda á næstunni?! Og enn spái ég og spái ég: það munu koma enn meiri fimbulkuldar áður en jörð sekkur í sæ og auðn og myrkur mun leggjast yfir veröldina.

Og vel að merkja: Hvar í andskotanum eru þessi svonefndu gróðurhúsaáhrif!!??

(Var hann ekki góður þessi?). 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég brosi :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 12:08

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sem sagt að við eigum ekkert að vera að kvarta undan kulda því það verður kaldara á ísöld?

Marinó G. Njálsson, 6.12.2011 kl. 15:25

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ekki langt í að maður missi sig barasta algerlega yfr þessu fylgiskjali!! Nóvember og fyrsta vika desember..........eigum við að ræða þetta eitthvað frekar......?

Halldór Egill Guðnason, 7.12.2011 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband