Ósýnilegi maðurinn

Ekki hafa komið veðurskeyti inn á vef Veðurstofunnar, að ég held, það sem af er ársins frá Reykjum í Hrútafirði og Hrauni á Skaga. Manni dettur nú í hug hvort veðurathuganir hafi lagst þar niður um áramótin eða hvort þetta er aðeins tímabundið. Hins vegar hafa komið snjódýptarmælingar frá Hlaðhamri við Hrútafjörð. Þar hafa lengi verið gerðar veðurfarsathuganir.

Mér finnst að þegar veðurstöðvar hætta eigi að tilkynna það á  vef Veðurstofunnar. 

Mælingar frá úrkomustöðvum koma áfram ansi stopult inn á  vefinn. Það er bagalegt þegar stöðvar gefa upp svo mikla snjódýpt t.d. einn dag að hún er sú mesta á landinu en svo heyrist ekkert frá þeim marga næstu daga og enginn  veit hvar mesta snjódýpt hefur mælst á landinu.

Alla tíð hafa veðurstofustjórar verið talsvert áberandi í íslensku þjóðlífi og komið opinberlega fram á ýmsan hátt, skrifað greinar og veitt viðtöl og meira að segja séð um sjónvarpsveðurfregnir, oft glaðir og hýrir í bragði.

Mér skilst að einhvers konar veðurstofustjóri sé enn við lýði. En hann heyrist aldrei nefndur og kemur aldrei opinberlega fram. Ekki veit ég hver hann er. 

Veit það nokkur? 

Af er að minnsta kosti sú tíð að veðurstofustjóri njóti vinsælda og virðingar meðal veðurnörda og almennings.

Nú er hann bara ósýnilegi maðurinn.

En hvað um það. Fylgiskjalið alræmda sem hefur verið ósýnilegt það sem af er ársins er nú allt í einu orðið sýnilegt hér á bloggsíðunni, Reykjavík og landið á blaði 1 en Akureyri á blaði 2. -

Já, hvar annars staðar en á anarkistaveðursíðunni Allra veðra von?! 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll.

Engann fann ég sem ber titilinn veðurstofustjóri en ég fann forstjóra, framkvæmdastjóra og einhverja aðra stjóra...

Sjá eftirfarandi ef smellt er á tengil: http://www.vedur.is/um-vi/starfsfolk/

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 3.1.2012 kl. 19:35

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Hefðbundnar skeytasendingar eru að leggjast af á Reykjum í Hrútafirði, Hrauni á Skaga og væntanlega fleiri stöðvum á næstunni. Starfsheitið veðurstofustjóri var fellt út þegar lögum um Veðurstofuna var breytt fyrir um fjórum árum.

Trausti Jónsson, 4.1.2012 kl. 12:54

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En það er samt enn einhvers konar forstjóri. Og það er sá maður sem ég er að tala um og hann gegnir alveg sama eða svipuðu starfi og  veðurstofustjórinn gerði, er æðsti maður stofnunarinnar og ætti að vera andlit þess nr 1 út á við. Heiti starfsins skiptir ekki öllu máli.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2012 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband