Ástand gangstétta til skammar og skaða

Í þessari frétt, sem vísað er til, er eingöngu litið á málin frá sjónarhóli bílanna. Slysahætta geti skapast fyrir bifreiðar.

Ekki er minnst á það að ástand gangstétta, til dæmis í gamla bænum, hefur aldrei verið verra í manna minnum. Þær hafa lítið verið ruddar og ekki einu sinni hirt um að setja sand á þær. Gangséttirnar eru einfaldlega stórhættulegar. Gangandi fólk hefur samt reynt að troða snjóinn því það þarf að komast leiðar sinnar í brýnum erindum og hafa því myndast margar raðir af fótsporum. Þær hafa síðan frosið og eru gangstéttirnar allar í hólum og hæðum og yfir að fara eins og  versta apalhraun. Og þetta er ekki hægt að laga úr því sem komið er. 

Aðeins löng og sterk hláka getur hreinsað gangstéttirnar og hún er alls ekki í sjónmáli. Fremur mun snjóa  og myndast þá snjólag sem hylur flughálkuna undir niðri og gerir gangstéttirnar að sannkölluðum slysagildrum. Svona verða þá gangstéttirnar jafnvel bara langt fram á vetur. Það er alveg með ólíkindum að slíkt sé látið gerast. 

Að ekki sé svo minnst á snjóhraukana meðfram öllum gangstéttum sem gera fólki næstum því ókleift að fara yfir göturnar. Meira að segja hefur ekki verið hirt um að gera skarð í hraukana þar sem merktar gangbrautir eru yfir akvegi við umferðarljós. Gangandi menn geta hæglega runnið til þegar þeir eru að klungrast þar yfir og bíða eftir réttu ljósi og dottið út á akbrautina beint fyrir framan næsta akandi bíl.

Þetta vinnulag er fyrir neðan allar hellur og ótrúlegt að slíkt geti komið upp í höfuðborg eins ríkis. 

 

 

 


mbl.is Ruðningurinn skapar slysahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður hefur þú alltof mikils til þíns máls.  Klárlega ekki vottur af hugsun hjá þeim er þetta hafa með þessi verk að gera.  Frekar enn fyrri daginn er þessar aðstæður koma upp.

itg (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband