12.2.2007 | 17:53
Viðtalið við Bjargstúlkurnar haustið 1967
Hér á þessari bloggsíðu má nú lesa viðtalið sem birtist við stúlkurnar á Bjargi í vikuritinu Ostrunni 6. nóvember 1967. Ostran var ekkert æsiblað heldur rit ætlað ungu fólki og var ritstjórinn Ásgeir Ásgeirsson.
Ostran var í mjög stóru broti og einstaklega óhentugu til að ljósrita eða skanna eða birta á bloggsíðu. Hér er því gripið til þess ráðs að birta vitalið í nokkrum myndskjölum sem þurfti að sníða sérstaklega í mislanga dálka vegna hins erfiða brots sem var á blaðinu. Myndum sem birtust með viðtalinu verður flestum að sleppa.
Þegar ég skrifaði færsluna í gær um stúlknaheimilið á Bjargi vissi ég ekki að DV hefði gert málið að umtalsefni. Ég hvet alla til að kynna sér þá umfjöllun. Þar er m.a. talað við Gísla Gunnarsson sagnfræðing sem varð fyrst kunnur með þjóðinni einmitt vegna þessa máls.
Mér hefur mál þetta alltaf verið sérlega minnisstætt. Ég man vel þegar það kom upp. Síðar bjó móðir mín lengi í næsta húsi við Bjargið og ég hafði það því fyrir augunum svo að segja daglega og varð oft hugsað um það hvernig líf þessara stúlkna hefði nú orðið eftir vistina. Og alltaf geymdi ég þetta viðtal í Ostrunni. Löngu síðar frétti ég nokkuð um afdrf sumra stúlknanna eftir góðri heimild og veit að það er rétt sem Gísli Gunnarsson segir í DV að þær þurfi aðstoðar við.
Það var aldrei í hámæli - en hér er rétt á það drepið í viðtalinu - að Bjarg hafði aðgang að einangurnarvistarklefa á Upptökuheimilinu í Kópavogi þar sem stúlkurnar voru látnar dúsa ef þær brutu alvarlega af sér. Þetta var ekkert á hjara veraldar eins og Breiðavík. Það var í Kópavogi.
Viðtalið við stúlkurnar í Ostrunni má lesa í eftirfarandi myndskjölum. Það tekur smá tíma að fletta þeim öllum og menn verða að gæta þess að stækka letrið ef með þarf á tölvunni sinni. En lesturinn er nánast eins og verið sé að tala um Breiðuvík.
Athugið! Nú er líka hægt að sjá allt viðtalið í einu á pdf-skjali sem er fjórða efsts fylgiskjalið. Það tekur kannski smátíma að opnast.
- c_documents_and_settings_fri_geir_my_documents_my_pictures_bjarg1.jpg
- c_documents_and_settings_fri_geir_my_documents_my_pictures_bjarg2_0.jpg
- c_documents_and_settings_fri_geir_my_documents_my_pictures_bjarg3_0.jpg
- c_documents_and_settings_fri_geir_my_documents_my_pictures_bjarg4.jpg
- c_documents_and_settings_fri_geir_my_documents_my_pictures_bjarg5.jpg
- c_documents_and_settings_fri_geir_my_documents_my_pictures_bjarg6.jpg
- c_documents_and_settings_fri_geir_my_documents_my_pictures_bjarg7.jpg
- c_documents_and_settings_fri_geir_my_documents_my_pictures_bjarg8.jpg
- c_documents_and_settings_fri_geir_my_documents_bjarg.pdf
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:49 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
ÉG las þetta allt og það fór hrollur um mig! Áðan var ég að tala við eldri konu sem ég þekki vestur á fjörðum og talið barst að þessum málum sem eru að koma upp á yfirborðið núna. Breiðavík, Byrgið, Bjarg... ( hefur fólk tekið eftir að nöfnin byrja öll á B - ekki að það skipti máli). Hún sagði að hún hefði verið búin að heyra af Breiðavík fyrir mörgum árum síðan og það var talað um það sem fangelsi fyrir börn.
Hún sagði líka að þetta væru ekki einu staðirnar þar sem svona gengi á, sumt mun aldrei ná upp á yfirborðið. Því miður. Og ég held að það sé hárrétt hjá henni.
Ester Júlía, 12.2.2007 kl. 22:26
Auður Eir! Úffff hvað ég væri til í að spyrja hana nokkura spurninga!
Heiða B. Heiðars, 13.2.2007 kl. 12:51
Ég las svör Auðar í DV um helgina!!Við eigum víst bara að NJÓTA GÓÐA VEÐURSINS!!! Þvílík hræsni
Kærleikur, 13.2.2007 kl. 13:17
það er ógeðslegt að lesa um svona sadista
sem fá að fara sínu fram endalaust
halkatla, 13.2.2007 kl. 17:13
Því miður eru 'sumar' konur engu betri en 'sumir' menn hvað varðar misnotkun gagnvart þeim smælingjum sem þeim er trúað fyrir.
Og enn kemur það á óvart að það eru engu síður hinir sannkristnu sem gerast sekir um slíkan níðingsskap en þeir sem telja sig allt að því trúlausa.
Hvernig geta þeir sem þykjast yfir aðra hafnir í Guðsótta sínum varið samvisku sína?
Svava frá Strandbergi , 14.2.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.