Enn bætist við hálkuna

Það er rétt hjá borgarstjóra að óvenjulega mikill snjór er nú í Reykjavík. Þetta er óneitanlega sérstakt ástand. En það gerist samt alltaf annað slagið. Og borgin hlýtur að geta brugðist við því til að tryggja öryggi borgaranna. Tugir manna hafa slasast og ekki víst að þeir vilji sýna mikinn skilning. Margar götur og gangstéttir hafa verið í óbreyttu standi í marga daga. Hitt er annað mál að borgararnir verða líka að sýna skynsemi og verja sig sjálfir.

Ég fékk mér til að mynda forláta mannbrodda og hleyp um allt eins og ólmur kálfur!

Nú mun enn bæta við snjó næstu daga.  

Spáð er hláku á föstudaginn en það þarf mikla og langa hláku til að leysa allan klakann.

Í verstu tilfellum getur svona ástand varað í nokkrar vikur.  

 


mbl.is Borgarstjóri biður um skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband