9.1.2012 | 19:28
Næstum því algjör merkingarleysa
Borgarstjórinn sagði í kvöldfréttum Rikisútvarpsins að við búum á Íslandi. Með því vildi hann réttlæta það ástand sem ríkir víða hvað hálku varðar í höfuðborginni. Það skal játað að erfitt er við hana að eiga þegar snjóar og snjóar meira ofan í það sem fyrir er, en þessi orð eru nákvæmlega það mesta rugl sem hægt er að segja varðandi vandamál sem stafa af veðri, þó það sé reyndar oft sagt, að við búum á Íslandi.
Það getur líka snjóað heil ósköp á Norðulöndum, Rússlandi, sums staðar í Evróu, Japan, Kóreu, Kína, Íran, Norður-Ameríku og víða annars staðar á norðlægum breiddargráðum.
Íslenskt veðurfar hefur auðvitað sín sérkenni en er samt í grundvallaratriðum ekkert öðruvísi en veðurfar á norðlægum slóðum hvað varðar vandræði af venju fremur miklum snjó og ýmsum öðrum aftökum í veðri. Mestu varðar góð og skipuleg viðbrögð. Að lýsa því yfir sem skýringu eða afsökun vegna afleiðinga veðuratburða, að við búum á Íslandi, er næstum því fullkomin merkingarleysa.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 16.1.2012 kl. 19:55 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það var nú aldeilis yndislega meint að benda okkur á að við byggjum á Íslandi, af borgarstjóranum. Undarlegt hins vegar að hann sé að fatta það fyrst núna. Viðbrögð borgarinnar í kulda og umhleypingatíðinni undanfarið sýna hins vegar að þeir sem ráða vita hvorki hvar þeir búa eða hvernig skal bregðast við jafn fyrirsjáanlegum hlutum og ófærð. Alger skömm að því hvað fólki er boðið uppá í samgöngumálum í jafn sjálfsögðum hlut og vetrarófærð. Varalitur og bleikur kjóll..........fruss á þetta allt saman.
Halldór Egill Guðnason, 9.1.2012 kl. 23:25
Úti er alltaf að snjóa, ekki gráta elskan mín, þó þér vanti vítamín....
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.1.2012 kl. 08:19
þig vanti átti þetta að vera.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.1.2012 kl. 08:21
Ég kaus Jón Gnarr á sínum tíma, ég kaus hann sem "Fokk off" merki, ekki vegna þess að ég hafi talið Jón vera gáfaðan.. .eða neitt slíkt.
Nú sé ég að ég hafi átt þátt í því að rústa lífi Jóns.. að hann eigi husanlega enga möguleika í framtíðinni, stjórnmál hefur hann ekkert í að gera... en hann gæti leikið.. ef hann er ekki búinn að láta fólk fá upp í kok af rugli í þessum Besta flokk/borgarstjórn.
Fyrirgefðu Jón.. ég ætlaði ekki að taka þátt í að rústa lífi þínu,...
DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 13:33
Tek fram að ég er enginn pólitískur andstæðingur borgarstjóra en heldur ekki stuðningsmaður. Mér finnst það bara það heimskuelgasta sem hægt er að segja þegar einhver segir þegar eitthvað skeður í veðrinu að við búum nú bara á Íslandi. Get ekki hugsað mér plebbalegri veðurkomment.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.1.2012 kl. 17:13
Mér fannst þetta nú bara nokkuð gott komment hjá borgarstjóra ykkar Reykvíkinga. Við búum jú svo norðarlega að það er skynsamlegt að gera ráð fyrir hálku og vetrarveðri. Við horfum að vísu mikið á sjónvarpsþætti þar sem atburðir eiga sér stað á suðlægari breiddargráðum. En er það ekki soldil heimska að byrja strax að kvarta þótt snjór og hálka geri vart við sig (með fullri virðingu fyrir Kína, Rússlandi og öðrum snjóalöndum). Gott ráð hjá gnarrinum til almúgans er að fara gætilega og muna hvar við búum á hnettinum.
Eg kaus hann ekki, en með sama áframhaldi fer að styttast í það!
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 19:15
Þetta er kannski gott og blessað sem þú segir um kvartanir Áskell Örn. En ég er að tala um þá veðurskýringu að við búum á Íslandi. Hún skýrir ekkert því sams konar eða svipað gerist annars staðar. En þar fyrir utan gæti ég þó best trúað að þið norðlendingarnir eigið eftir að bíta úr nálinni með veturinn og þá munum við sunnanmenn sannarlega fyllast þórðargleði! Og ég er fremur hrifinn af Jóni Gnarr fyrir það hvað hann gefur hefðbundinni framkomu stjórnmálamanna langt nef. Annars var síðasta komment mitt ekkert smáræðislega plebbalega klúðurslegt í orðalagi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.1.2012 kl. 19:35
Þorleifur borgarfulltrúi tók nú í þann streng í útvarpinu í kvöld að viðbrögðum við svona atburðum hefði farið aftur í borginni siðustu árin, tæki hefðu verið lögð niður, starfsmönnum fækkað og ýmsilegt sem hann tiltók.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.1.2012 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.