Hlý og vot nótt

Mikil hlýindi og úrkoma voru í nótt. Hitinn komst í 15,6 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði og 14,6 á Sauðanesvita. Það er þó um það bil einu stigi frá allsherjar meti á þessum stöðvum í janúar.  Þessu fylgdi mikil úrkoma. Á Kirkjubæjarklaustri var sólarhringsúrkoman í morgun 88,8 mm sem ég held að sé met þar í janúar.

Meðalhiti mánaðarins er nú meira en hálft stig yfir meðallagi á suðvesturlandi en talsvert meira en það á norður og austurlandi. Þrátt fyrir venju fremur þrálátan snjó sums staðar er varla hægt að segja að mikið fannfergi, hvað þá vetrarhörkur, hafi verið á landinu miðað við það sem stundum hefur áður orðið.

Snjólaust er nú talið i Reykjavík og ekki er reyndar alhvít jörð víða á landinu eftir nóttina en jörð er á flestum stöðvum flekkótt. 

Það leggst nú þannig í gigtina mína að það versta sé búið! En í Evrópu er það versta rétt að byrja.

Fylgiskjalið sýnir stöðuna, líkt og venjulega, eins og  hún er nú. Blað 1 fyrir Reykjavík og landið, blað 2 fyrir Akureyri.

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband