Litla ísöldin og örsmæðar ísöldin

Merkilegt er að heyra og lesa um rannsóknina á litlu ísöldinni sem verið hefur í fréttum í dag. Hins vegar hef ég ekki enn fundið hina upprunalegu grein sem vísað er til og er fremur leiður yfir því. En ég hef ekki leitað mikið og er auk þess eitthvað sljór og lesblindur í dag. Kannski er greinin ekki á netinu en þar ætti hún samt að vera.   

Hins vegar er nú kominn febrúar og fylgikskjalið fylgist með því hvort  örsmæðar ísöldin sem hófst í desember haldi nokkuð áfram í febrúar.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta voru fróðlegar fréttir af litlu ísöldinni sem komu fram í dag. Spurning hvort það breyti einhverju hjá "efasemdamönnum" að það virðist vera búið að sýkna sólina af litlu ísöldinni (ef marka má það sem hefur heyrst í fréttum). En það væri fróðlegt að finna greinina á netinu til að skoða þetta nánar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.2.2012 kl. 22:13

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 Sæll Sigurður.

Ég get staðfest að þetta er mjög áhugaverð grein.   Ég hef reyndar aðeins hraðlesið hana, og þykir sérstaklega áhugavert hve mikið Ísland kemur við sögu.

Í greininni er oft vitnað til rannsókna  á Langjökli og setlögum Hvítárvatns. Þarna er samankominn mikill fróðleikur sem gaman er að fræðast um. Þarna er fléttað saman atburðum víða um heim og dregnar ályktanir. Dæmi um Langjökul, Hvítárvatn og Baffinsland (Kannski það sem fornmenn nefndu Helluland?):

"...The response time of Langjökull outlet glaciers to abrupt
summer cooling is approximately a decade and the estimated
ice-cap equilibration time is 100 years (H. Björnsson,
unpublished data, 1997–2011). Consequently, Langjökull
outlet glaciers will begin to advance within a decade following
abrupt summer cooling, although the ice cap will not attain its
new equilibrium dimensions for a century. We therefore
expect that times of abrupt snowline lowering derived from
the Baffin Island kill dates should correspond with the onset
of multidecadal trends of increasing varve thickness in
Hvítárvatn.   To test this prediction we analyzed replicate
varved sediment cores from Hvítárvatn, where the past
1200 years is contained in the upper 8 m of the sediment fill....
"

Þetta er auðvitað bara smá sýnishorn til að gefa smjörþefinn...

Allavega góð grein.

Með kveðju,

Ágúst H Bjarnason, 1.2.2012 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband