Topp tíu febrúar í hlýindum og víða mjög úrkomusamur

Þetta hefur verið mjög hlýr febrúar. Ef hann stendur við mánaðarlok eins og hann gerir nú yrði hann sá 8. hlýjasti í Reykjavík, ásamt febrúar 1956. Á Akureyri sá fimmti hlýjasti. Og á öllu landinu líklega á svipuðu róli og á Akureyri.

Breytingar á meðalhitanum þá daga sem eftir eru af mánuðinum verða líklega ekki miklar en kannski þó örlítil lækkun en alls ekki svo mikil að mánuðurinn falli út af topp tíu listanum.

Þetta er óneitanelga nokkuð einkennilegur vetur. Fyrst kaldur og snjóasamur desember, svo snjóamikill en mildur janúar og nú afar hlýr febrúar og snjóletttur. Þá er bara að vita hvernig mars verður. Kannski kemur þá hafísinn!

Úrkoman hefur víðast hvar verið mikil. Í Reykjavík er þetta þegar orðinn sjöundi votasti febrúar þó enn séu eftir tveir dagar af mánuðinum. Á Vatnsskarðshólum í Mýrdal hefur aldrei mælst meiri úrkoma í febrúar frá 1978. Í Vík í Mýrdal er metið í hættu. Í Dölunum hefur fallið miklu meiri úrkoma en þar hefur nokkru sinni verið mæld á veðurstöðvum í febrúar.

Austast og norðaustast á landinu hefur úrkoman hins vegar verið í minna lagi.

Fylgiskjalið stendur sína pligt. Mars er komin inn. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband