Ósvífin endaskipti á hlutunum

Í síðustu viku var haldin ráðstefna í Kaupmannahöfn þar sem meðal annars var rædd sú ógn sem stafar af því að margar bakteríur eru orðnar ónæmar fyrir sýklalyfjum. Helsta ástæðan er ofnotkun þeirra lyfja. DV birtir í dag frétt um þetta. Í henni er sagt að Vilhjálmur Ari Arason læknir gagnrýni ''aðgerðaleysi yfirvalda vegna of mikillar sýklalyfjanotkunnar''. Svo er þetta haft eftir honum: ''Það hefur ekki verið tekið á vandanum þar sem hann er.'' Hann segist hafa skrifað bréf til heilbrigðisráðherra en þeim bréfum hafi ekki verið svarað.

Ég hefði nú haldið að það liggi beinlínis í augum uppi að aðeins læknar, en ekki yfirvöld, geti ávísað sýklalýfjum. Ofnotkun þeirra er því á þeirra ábyrgð lækna og eingöngu á þeirra ábyrgð. 

Það er með eindæmum ósvífin endaskipti á hlutunum ef Vilhjálmur Arason ætlar að gera yfirvöld ábyrg fyrir þessum vanda. Afhverju sendir hann ekki bréf til starfsbræðra sinna?   

Ábyrgð á ofnotkun sýklalyfja hvílir á læknum og engum nema þeim.

Og þeir eiga að leysa vandann. 

Bera ábyrgðina. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

sumir vilja að ríkisvaldið sjái um allt

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2012 kl. 23:34

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Má ekki setja læknum reglur varðandi þessa notkun (s.s. frá yfirvöldum)?

Hitt er annað mál að hann ætti kannski að senda starfsbræðrum sínum bréf líka - geri þó ráð fyrir að þessi umræða fari fram innan þeirra raða (þó ekki séu allir með á þeirri bylgju). Reyndar þykir mér undarlegt að fólk virðist nánast reiðast við því að fá ekki sýklalyf um leið og það sjálft telur sig þurfa...hef heyrt fólk tala um það. Annað sem fólk virðist gera (kannski vegna ónógra upplýsinga), sem er að það fer ekki eftir fyrirmælum varðandi töku sýklalyfjanna sem því eru gefin...t.d. með því að klára ekki skammtinn og geta þar með hugsanleg valdið ónæmi fyrir sýklalyfjum (það er mikilvægt að klára lyfjameðferð þegar sýklalyf eiga í hlut).

Mér þykir merkilegt að læknar einir eigi að bera ábyrgð á þessu, en tek þó undir að þeirra hlutur er stór... En reglur geta stundum haft jákvæð áhrif, hvað sem öðru líður.

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.3.2012 kl. 23:43

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekki þarf að spyrja að illsku ,,norrænu velferðarstjórnarinnar" hérna. Nú vilja þau Jóhanna og SJS troða sýklalyfjum ofaní alla svo innbyggjarar fá fjöldasýkalyfjaónæmi.

Var ekki nóg að gera þau afturreka með Icesave!?

þarf að knýja fram þjóðaratkvæagreiðslu um þetta líka svo þau láti af þessu!??

Maður spyr sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.3.2012 kl. 10:35

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skaðsemi sýklalyfja hefur verið þekkt í áratugi, án þess að almenningi hafi dottið í hug, sá mikli skaði sem ofnotkun leiðir til. Enginn telur sig skaðabótaskyldan fyrir afleiðingunum.

Fyrir nokkrum áratugum síðan hitti ég hómópata, sem útskýrði fyrir mér hvernig pensillín eyðileggur þarmaflóruna. Ef þarmaflóran virkar ekki, þá virkar ekki næringar-upptaka almennilega. Næringarskortur með tilheyrandi líkamlegum og andlegum sjúkdómar eru fylgifiskar slíks ástands.

Fyrst hómópatinn vissi þetta fyrir 30 árum síðan á Íslandi, hvers vegna vissu læknar þá ekkert um þessa alvarlegu fylgikvilla? Ég hef oft spurt mig og aðra að því hverjir nákvæmlega það eru, sem stýra Háskólanámi, sem er svona takmarkað og villandi. Eða hentar það kannski lyfjamafíunni að segja ekki sannleikann?

Það er ekki fyrr en hætta er á að fólk deyi, að sumir fara að hafa einhverjar áhyggjur!

Ég reikna ekki með að Guðbjartur Hannesson beri ábyrgð á þessu öllu, því þá væri hann Guð almáttugur. Sá almáttugi situr víst ekki á alþingi Íslands, eða í ríkisstjórn, og hefur aldrei gert.

Almenningur verður að taka sjálft ábyrgð á sinni heilsu. Það er reynsla margra, að ekkert annað en sjálfsbjargarviðleitnin hjálpi þeirra heilsu og lífi. Því miður er reynt að hindra fólk í sjálfshjálpinni, með því að niðurgreiða heldur eiturlyf lyfjamafíunnar, en að niðurgreiða skaðlausar náttúrulækningar og lyf grasalækna, sem eru að bjarga heilsu og mannslífum.

Það er samfélagslegt verkefni allra, að krefjast þess að fá hættulausar lækningar og lyf. Það verkefni verður ekki leyst í pólitískum hagsmuna-skotgröfum, frekar en önnur verkefni sem verður að leysa. Það er til lítils að hafa lög og reglur, ef ekki er farið eftir þeim, nema fyrir suma innanbúðar-embættismenn.

Nýjasta dæmið um það, er Olíusamráðs-dómshneykslið sem sagt var frá í hádegisfréttum dagsins. Til hvers eru samkeppnislög og reglur, ef ekki er farið eftir þeim eins og á að gera?

Siðblind græðgin stjórnar á öllum vígstöðvum, og lætur sig ekki varða um líf eða dauða, heilsu eða heilsuleysi. Með sama áframhaldi tekur þetta fljótt af. Sumum hentar ekki að hlusta á aðvörunarorð, ef þeir telja sig þurfa að gæta sinna rændu eigna betur en lífs, heilsu og almannaheillar.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2012 kl. 13:57

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í fréttum áðan var talað um áhrif lyfjafyrirtækja á lækna þegar þau eru að  hygla þeim. Fréttamaður spurði formann Læknafélagsins hvort ekki væri hætta á því að þeir ávísuðu þá frekar lyfjum frá viðkomandi fyrirtæki. Svarið var að engar rannsóknir væru til um það mál. Þvílíkar vifilengjur! Það þarf engar rannsóknir til menn átti sig átti sig á því að svona býður hættunni heim og það er viðurkennt alls staðar í þjóðfélaginu þegar um aðra er að ræða aðra aðila en lækna sem samkrullast með hagsmunatengsl inn í voldug fyirtæki. Svarið var hreinn útursnúningur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2012 kl. 14:12

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Anna, auðvitað ræður Guðbjartur Hannesson engu um þetta. Hann er bara peð í höndum þeirra SJS og Jóhönnu.

Annars almennt um efnið, ofurbakteríur sem sýklalyf duga ekki á, Að þá er þetta þannig, mundi eg segja, að bakteríur eru alltaf að þróast. þær breitast alltat. Strax þegr byrjað var að nota sýklalyf voru bakteríur sem þoldu pensillín.

maður spyr sig sko: Er það þannig að einstakingur verði ónæmur fyrir sýklalyfi á þann hátt að hann verði berskjaldaður fyrir ofurbakteríu? Eg mundi halda ekki. Eg mundi hlda að þetta væri þá svona heildarmynd. Að bakteríur geta þróast á þann hátt að þær verji sig fyrir lyfjunum. Og það er þá rétt sem bent er á ofar, að mikið vandamál er þegar fólk klárar ekki skammtinn sinn (mjög algengt samkv. minni reynslu. Fólk hættir bara að taka skammtinn þegar því fer a skána.) þá hafa ekki allar veirurnar dáið og þær hörðustu lifa af. þær flytja svo hörku ,,genið" áfram - og svo koll af kolli.

Víða um heim er mikil trú á sýklalyfjum. Að svo er litið á að sýklalyf einhvernveginn verki fólk fyrir veikindum. Sýklalyf eru td. mjög vinæl útí Indlandi. þar varð mikið fjölmiðlafár í fyrra held ég bara vegna bakeríu sem þar komst á legg. Eða fjlmiðlaumfjöllunin var aðallega í Bretlandi. Má sjá hér td:

http://www.bbc.co.uk/news/health-10930031

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.3.2012 kl. 14:51

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir 20 árum sat ég í flugvél frá Akureyri við hlið sýklafræðings sem greindi mér frá nokkrum atriðum:

Það eru fleiri bakteríur í okkur og utan á okkur en nemur öllum frumufjölda líkama okkar.

Læknavísindin eru og verða á harðahlaupum á eftir sífellt ónæmari sýklum.

Fíkniefnaneytendur eru skaðvaldar vegna þess að það eru helst þeir sem gleyma að taka sýklalyf áður en sýkingin er búin og skapa aðstæður fyrir sýkla að öðlast ónæmi.

Fyrir fjórum árum þurfti sterkasta sýklalyfið, Augmentin, í miklu magni í heilan mánuð til að stöðva sýkingu í risastóru kýli á bakinu á mér.

Lifrin brast og næstu þrír mánuður voru helvíti í ofsakláða vegna stíflugulu sem rændi mig svefni allan þennan tíma svo ég missti 16 kíló og 40% af blóðinu.

Ég komst að því að fjöldi fólks hafði orðið fyrir hinu sama.

Nýlega tók kýlið sig upp aftir og nú varð að taka áhættu af því að gefa vægara sýklalyf.

Ég öfunda ekki afkomendur okkar af glímunni sem framundan er.

Ómar Ragnarsson, 22.3.2012 kl. 14:57

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,þá hafa ekki allar veirurnar dáið og þær hörðustu lifa af.."

þarna á að standa ,,bakteríurnar" því sýklalyf vinna ekki á veirum - og því tilgangslaus við kvefi td.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.3.2012 kl. 15:18

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gott var nú að þú náðir þér Ómar!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2012 kl. 20:15

10 identicon

„Það eru fleiri bakteríur í okkur og utan á okkur en nemur öllum frumufjölda líkama okkar.“

Heldurðu, Ómar minn, að þetta geti staðist? Hafa allar þessar bakteríur enga fyrirferð?  Er ekki eitthvað bogið við þessa staðhæfingu?

Og Anna; hvernig stendur á því að langlífi manna fór ekki að aukast, og ungbarnadauði að minnka og mannkyninu þar með að fjölga verulega fyrr en nútímalæknavísindi komu til sögunnar og leystu sjálfsbjargarviðleitni af hólmi sem snjallasta ráðið til að halda fólki á lífi?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 09:43

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Varðandi staðhæfingu Ómars, svona af því að það komu upp einhverjar efasemdir hjá Þorvaldi, þá er hér tilvitnun í wikipedia:

There are approximately ten times as many bacterial cells in the human flora as there are human cells in the body, with large numbers of bacteria on the skin and as gut flora.[6] The vast majority of the bacteria in the body are rendered harmless by the protective effects of the immune system, and a few are beneficial.

Sjá, http://en.wikipedia.org/wiki/Bacteria#Interactions_with_other_organisms

Mér sýnist þetta nú standast skoðun hjá Ómari...oft þarf ekki nema smá gúgl til að finna svörin - mæli með því Þorvaldur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.3.2012 kl. 18:38

12 identicon

Nú er það svo að mannslíkaminn er meira og minna steríll innanverður.  Þær nánast einu bakteríur sem grassera í honum, sé hann heilbrigður alltént, eru innan í meltíngarveginum. Flestar sem þar eru þjóna sem vinnuhross fyrir skrokkinn.  Þær sem utan á eru gera ekkert af sér nema eitthvað sérstakt komi til.  Það að spyrða allan þennan bakteríumassa við sýkla og svo hvað gera skuli ef sýklalyf hætta að virka var það sem ég taldi bogið við bakteríuhjalið.  Auk þessa má svo geta þess að þótt bakteríurnar séu fleiri þá eru þær talsvert minni, samtals mun magn þeirra vera ca. 2 lítrar, sbr. http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=strange-but-true-humans-carry-more-bacterial-cells-than-human-ones (þótt efasemdir hafi komið fram um að ég kunni að gúgla þá er það misskilningur.  Meira að segja veit ég að wikipedian telst ekki verulega merkileg heimild séu aðrar finnanlegar um sama efni.)  og því nokkuð ljóst hverjir sigra komi til illinda sérstaklega í því ljósi að nánast allar bakteríurnar eru gæðablóð og hin bestu skinn.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 19:04

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Auðvitað eru lyfjaframleiðendur með mútusvipuna á sumum læknum á ýmsan hátt, og það vita flestir.

Þorvaldur. Fólki fjölgaði jú, og lífgæðin versnuðu. Tilgangurinn með sýklalyfjunum átta að vera björgun, en endaði sem kvalræði fyrir þá fjölmörgu, sem lentu í því að þarmaflóran var eyðilögð með ofnotkun. Þar með var mannslífum bjargað frá dauða, en ekki sjúku ástandi fjölmargra eftir það, með tilheyrandi hrunið varnarkerfi og gífurlegri lyfjanotkun við ýmsum sjúkdómum og töpuðum lífsgæðum.

Ég kem þessu kannski ekki skiljanlega frá mér, en er að reyna mitt besta til þess, vegna þess að ég veit hvers konar líf það er að lifa með ónýta þarmaflóru, eftir kirtlaveiki og sýklalyf mörg fyrstu barnsárin. Ég fékk enga hjálp við því hjá vísindalæknum, og fékk bara að heyra að þeir gætu ekkert gert! Lyfjaframleiðendur sluppu hins vegar við kvalræðið, og skreyta sig með vísinda-færni  og töfralyfjum.

Það er stór kafli í þessari sýklalyfja-umfjöllun, sem aldrei heyrist! 

Hvers vegna eru grasalæknar kallaðir niðurlægjandi nöfnum eins og kuklarar, þegar þeir eru með raunverulegar og hættulausar lækningar? Ég og aðrir eigum rétt á að fá skýringu á slíkri lygi, sem kemur frá lyfjavísinda-klíkubatteríinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2012 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband