Framúrstefnubloggarinn

Ég las á einni  bloggíðu að gamaldags bloggarar bloggi bara um það sem þeim dettur í hug. Þá varð mér allt í einu ljóst hve hrikalega nýtískulegur framúrstefnubloggari ég er. Mér dettur nefnilega aldrei neitt í hug.

Samt er ég að blogga og sómi mér bara vel innan um alla hina. Flestir eru þeir álíka moderne og ég og dettur heldur aldrei nokkur skapaður hlutur í hug. En einstaka eru þó fornir mjög í skapi og blogga og blogga um allt það sem þeim dettur í hug.

Og það sem þeim dettur í hug!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Er du virkelig af den mening Nimbus at unge menneskers kærlighed altid er en skrækkelig dum-hed? 

Svava frá Strandbergi , 14.2.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég blogga um það sem öðrum dettur í hug.

Hlynur Þór Magnússon, 14.2.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Ó, hve aldnir vér gerumst og hjörtu vor meir ef ekki horfin í blæinn sem visnað lauf að hausti.  Þó tórum við enn og væntum þrastasöngs á grein að vori.

Pjetur Hafstein Lárusson, 14.2.2007 kl. 22:37

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í tilefni dagsins:

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.2.2007 kl. 22:37

5 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Kæri vinur,

það má alltaf fá nýtt súkkulaði.

Pétur Þór Jónsson, 14.2.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er svona gamaldags bloggari í víðaro skilningi. Ég blogga um sögur og æfibrot, ljóð og hið stóra samhengi. Hjartað í mér er örugglega ekki bráðið, því að ég finn enn hvað liggur mikið á því.

Það er víst moderne að blogga um það að maður er að blogga eins og þú gerðir hér.

Annars er það ekki sanngjarnt að segja slíkt, því í blogginu þínu er mikil dýpt og mikið um skemmtilegheit og skringilegheit.  Ég er dyggur aðdándi, frá því að þú bentir mér á tilvist bloggsins á ákveðnum fundi í ákveðnu húsi.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 01:25

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef gaman af að bulla stundum. Það er nú bara leikur eins og allir væntanlega skilja.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.2.2007 kl. 01:30

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég blogga bara til að vera maður með mönnum, kona með konum og til að láta eins og ég falli vel í kramið. Sé eins og hinir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband