Að deginum loknum

Dagurinn varð sá hlýjasti að sólarhringsmeðaltali í ágúst sem komið hefur á Akureyri frá og með 1949 með meðalhita upp á 20 stig. Fjórir júlídagar á þessum tíma hafa þó haft hærri meðalhita. Dagshitametið fyrir hámarkshita var einnig slegið á Akureyri, 24,4, stig.

Dasgshitametið fyrir hámarkshita á landinu var og slegið með 28,0 stigum á Eskifirði en gamla metið var 27,0 á Hallormsstað árið 2004. Meiri hiti hefur þó mælst á landinu um þetta leyti, 29,4 stig 11. ágúst 2004.

Á skeytastöðvum sem enn  mæla hita voru engin allsherjarmet slegin en ágústmet kom á Skjaldþignsstöðum í Vopnafirði, 25,2 stig en talsvert meiri hiti hefur áður mælst í Vopnafjarðarkauptúni.

Á sjálfvirku stöðinni á Eskifirði var vitaskuld sett allsherjarmet (frá nóv. 1998) og á Neskaupstað mældist hitinn 27,9 stig sem er meira en þar hefur mælst í nokkrum mánuði frá 1975, bæði meðan þar var mönnuð veðurstöð og eftir að hún varð sjálfvirk. Á Kollaleiru kom ágústmet, 27,6 stig en allsherjarmetið 28,9 stig í júlí 1991, stendur enn. Sólarhringsmeðaltalið er þar 22 stig sem er ærlega geggjað! Á Seyðisfirði varð hitinn mestur 27,0 stig og er það sama og hæst hefur orðið þar lengi í seinni tíð en ekki má gleyma því að í júlí 1911 fór hitinn þar í a.m.k. 28,9 stig og 29,9 á Akureyri.

Ekki hefur komið önnur eins hitagusa á austfjörðum líklega í áratug eða meira. Hins vegar tek ég  ekki undir það sem oft hefur heyrst undanfarið að sumur hafi verið verulega svöl eða hálf svöl undanfarin sumur á austur og norðurlandi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Swet, swet, swet, like you never have before.

Ef karlarnir á BMW bílunum gefa betur í, verður Costa del Sol flutt til Íslands eftir nokkur ár og ég með þessa fínu bátabryggju fyrir utan eldhúsgluggann minn hér í Danaveldi.

FORNLEIFUR, 10.8.2012 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband