12.8.2012 | 17:36
Fréttirnar endurspegluðu raunveruleikann
Þetta er ekki rétt sem hótelstjórinn á Hallormsstað fullyrðir þarna í fréttinni: ''Við erum búin að vera með álíka veður og innsveitir Suðurlands í allt sumar.''
Almennt líta menn svo á að júní sé fyrsti sumarmánuðurinn. Hann var verulega kaldur á Hallormsstað. Meðalhitinn var aðeins 7,7 stig, meira en heilu stigi undir meðallagi svölu áranna 1961-1990. Ekki var hægt að tala um neitt sumarveður á Hallormsstað fyrr en um stólstöður en þá komu fáeinir verulega góðir dagar en dögum saman framan af mánuðinum náði hitinn þar ekki tíu stigum. Fáum hefur þá þótt fýsilegt að leggja leið sina sína í þessa sveit meðan einmuna veðurblíða var víða annars staðar á landinu, ,,sól og hiti í alveg bókstaflegri merkingu.
Í Árnesi í Gnúpverjahreppi, uppsveit suðurlands, var meðalhiti júní til dæmis 10,7 stig og líka í Reykjavík þar sem mánuðurinn var tíundi hlýjasti júní. Þarna munar heilum þremum stigum á meðalhita milli suðurlands og Fljótsdalshéraðs. Mánuðurinn var því alls ekki sambærilegur milli Hallormsstaðar og uppsveita suðurlands. Auk þess fylgdi hlýindunum sunnanlands einstaklega mikið sólfar. Í Reykjavík var þetta næst sólríkasti júní sem mælst hefur og þriðji sólríkasti sumarmánuður og sólarmesti mánuður yfirleitt í meira en hálfa öld. Af þessari sól og þessum hita sunnanlands og vestan, ásamt óvenjulegu hægviðri, voru auðvitað sagðar fréttir af því að það var virkilega fréttnæmt og þetta eru reyndar veðurfarslegar stórfréttir. Hallormsstaður stóðst sunnlenskum uppsveitum engan samjöfnuð í þessum mánuði. Talsvert skárra var á Akureyri, meðalhitinn var 8,6 stig, og þar var líka mikið sólskin. Vera má að sól hafi skinið mikið á Hallormstað í júní þó mjög ósennilega hafi hún skákað suðurlandinu, en því miður er búið að leggja þar sólskinsmælingar niður, en það breytir þó ekki kuldanum.
Júlí var hins vegar svo sem í lagi á Hallormsstað að hita, 10,7 stig, sem er rétt aðeins undir meðallagi hlýindatímabilsins 1931-1960 og lítillega yfir svala meðallaginu 1961-1990. Úrkoman var meiri á Hallormsstað en á flestum stöðum í þessum mánuði þó ekki sé hægt að segja að hún hafi verið mikil eða til baga. Í Árnesi var meðalhitinn í júlí aftur á móti 12,5 stig, það sama og í Reykjavík og svipað mun hafa verið í uppsveitum suðurlands. Í Vestmannaeyjum var þetta annar af tveimur hlýjustu júlímánuðum, sjötti hlýjasti á Kirkjubæjarklaustri og tíundi hlýjasti bæði í Reykjavík og á Bolungarvík. Á Akureyri var einnig talsvert hlýrra en á Hallormsstað, 11,6 stig. Hitinn á Akureyri og á Hallormsstað var reyndar svipaður um hádaginn en kaldara að morgni og kvöldi á Hallormsstað. Akureyri er annars heldur ekki með bestu stöðum þessa sumars sem af er. Það eru suður og vesturland.
Fyrstu tveir sumarmánuðinir á suður og vesturlandi hafa sem sagt að hita og sól verið með þeim bestu sem komið hafa en á Hallormsstað var fyrri hlutinn verulega kaldur en seinni hlutinn hefur slagað upp í að vera í meðalagi. Um þennan mikla mun milli landshluta hafa auðvitað borist fréttir og spurnir. Veðurspár og veðurfregnir eru ekki bara í útvarpi og sjónvarpi heldur fyrst og fremst í smáatriðum á netinu og þar hafa menn í allt sumar séð hvað var í gangi. Og það er ósköp eðlilegt, eins og hótelstjórinn á Hallormsstað bendir á, að fólk leiti þangað sem best er veðrið, ekki næst best eða þriðja best.
Fréttaflutningur fjölmiðla um veðurfarið í sumar hefur bara endurspeglað raunveruleikann.
Eftirfarandi orð hótelstjórans eru því ósanngjörn: ,, Samt hefur allur fréttaflutningur verið á þá leið að á Austurlandi hafi veður ekki verið gott. Þetta kostar ferðaþjónustuna hérna tugi ef ekki hundruð milljóna í töpuðum tekjum. Fólk fer eðlilega þangað sem spáð er sól og góðu veðri."
Og við hverja er að sakast nema veðurguðina? Ekkert sérstakt aðfinnsluvert hefur verið við veðurspár í sumar og almennur fréttaburður fjölmiðla hefur bara endurspeglað ástandið eins og það hefur verið í raun: Sjaldgæf hlýindi og sólfar víða um land, en einkum sunnan lands og vestan, en bara la la á Fljótsdalshéraði og enn lakara niðri á austfjörðum.
Hótelstjórinn segir: ''Þetta er búið að vera veðurfarslega mjög gott sumar hjá okkur og í gær fór hitinn upp í 26,6 stig hér á Hallormsstað og í dag er hitinn kominn yfir 20 gráður og stefnir í svipað og í gær."
Þessi mikli hiti á Hallormsstað kom ekki fyrr en fyrir um það bil viku (en þó komu þar einn og einn dagur áður á stangli með 20 stiga hita sem þar þykir nú ekki mikið) en þá líka svo um munar. Vonandi verður framhald á því og sem víðast um land. En fram að þessu var veðrið yfirleitt hlýrra og sólríkara annars staðar en á Hallormsstað, þó ég ítreki að seinni hluti sumarsins hafi ekki verið þar slæmur og engum svo sem vorkunn að vera þar í sumarfríi. En hann var bara miklu betri víða annars staðar. Og það er ástæðan fyrir því að ferðamenn hafa fremur lagt leið sína á aðra staði en í Hallormsstaðaskóg en ekki rangar eða villandi fréttir fjölmiðla. Þegar nú austfirsk hlýindi, sem fáu öðru líkjast þegar þau ná sér á strik, komast loks í gang hefur alls ekki staðið á fjölmiðlum að flytja af því fréttir og gleðjast með austfirðingum. Og hótelstjórinn játar að fréttaflutningur af því hafi haft góð áhrif. En ekkert samblærilegt hefur gerst á Hallormsstað fyrr í sumar.
Það er auðvitað skiljanlegt að þeir sem standa í hótelrekstri vilji fá sem flesta gesti. En menn verða bara að sætta sig við það að veðrið er oft misgott eftir landshlutum. Enginn getur heimtað jafn gott veður alls staðar. Heilu sumrin hafa til dæmis stundum verið jafn drungaleg og úrkomusöm á suðurlandi og síðustu dagar.
Við þessu er ekkert að gera. Allra síst að kenna fjölmiðlum um.
Kvörtunartónn hótelstjórans út í fjölmiðla á engan rétt á sér og fullyrðing hans um að veðrið á Hallormsstað í allt sumar hafi jafnast á við uppsveitir suðurlands er harla vafasöm svo ekki sé meira sagt. Það sannast nú sem oftar að aðilar í ferðamannaiðnaðinum, og reyndar líka þeir sem standa fyrir útihátíðum, eru óáreiðanlegustu veðurvitni sem um getur.
Það alvarlega við þessa frétt er þó sá ódulbúni undirtónn í orðum hótelstjórans þar sem ýjað er að því að eitthvað hafi verið athugavert við veðurspár sumarsins sem ásamt þöggun fjölmiðla um austurlenska veðurblíðu hafi þá bakað stórfellt fjárhagslegt tjón upp á jafnvel hundruði miljóna króna fyrir hótelrekstur á Hallormsstað.
Svo ég segi það enn og aftur: Ástæða þess að fólk var ekki að streyma austur á Fljótsdalshérað var einfaldlega sú að það vissi af meiri veðurblíðu í öðrum landshlutum lengst af það sem af er sumars.
Næsta skref ferðabransans verður þá væntanlega að fara fram á að veðurspám verði hagrætt og fréttir um veður verði falsaðar til að spilla ekki viðskiptunum.
Fréttir af veðri hafa áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Veðurfar | Breytt 17.8.2012 kl. 00:48 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Já, það þýðir nú lítið að blekkja veðurnörda
Það vill nú samt stundum brenna við að fjölmiðlar fjalla mest um gott veður ef það er á höfuðborgarsvæðinu. Meira að segja á ríkisfjölmiðlunum er stundum talað um að veðrið sé gott (eða slæmt), þó það eigi bara við um túnfótinn á Veðurstofu Íslands.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.8.2012 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.