8.12.2012 | 12:38
Forkastanlegt
Það er forkastanlegt að dagblað birti svona frásögn um það að illur andi hafi hertekið smábörn og geri engar athugasemdir af neinu tagi. Birti þetta bara sem hverja aðra staðreynd.
Sé sagan af hegðun barnanna rétt hlýtur að vera á henni jarðbundin skýring og ef til vill alveg grafalvarleg. Að baki kannski legið einhver ólýsanleg skelfing af völdum raunverulegrar reynslu eða umhverfis.
Svo segir óefndur særingarmaður í lokin að ljósið sé alltaf sterkara en myrkrið og ætlar þar með að börnin hafi verið á valdi hins illa en hann sé þá merkisberi ljóssins fyrir að hafa rekið burtu illu andanna.
Er ekki ástæða til að barnaverndunarfólk rannsaki aðstæður og reynslu þessara barna fremur en svona sjúklegur þvættingur sé borin fyrir fólk?
Þarna er því slegið föstu í fyrsta lagi að illir andar séu til og í öðru lagi að þeir geti hertekið saklaus börn. Og þau séu þá á valdi myrkursins. Hins illa! Svo hafi nafnlaus maður ljóssins hrakið burtu myrkrið!
Reyndar er engra heimildarmanna getið svo frásögnin er þess vegna, þó ekki væri annað, algerlega ómerk.
En það sem hlýtur samt að valda áhyggjum er það að ef eitthvað er hæft í frásögninni af hegðun barnanna virðast þau hafa átt í miklum erfileikum og liðið mikla vansæld sem full ástæða væri til rannsaka eftir skilningi 21. aldar á hegðunarvandræðum barna.
Illur andi hljóp í börnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Kannski ríkið taki að niðurgreiða störf særingarmanna sem annarra kukklara og svikahrappa eins og nokkrar þingkonur leggja til.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.12.2012 kl. 12:59
Sammála þessu. Ótrúlegt að bera þetta á borð eins og hverjar aðarar staðreyndir.
ThoR-E, 8.12.2012 kl. 13:22
Hva,
vissuði ekki að ritstjórinn sjálfur hefur komist í kast við illa anda, og gerði e.t.v. samning við bílsibúbb á sínum tíma.
J.
Jonsi (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 14:01
MBL að draga geðsjúkdóma fólks upp á borðið og birta þá sem andsetna einstaklinga.
Eru menn hálfvitar á mbl, rosalegt að sjá svona fréttaflutning
DoctorE (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 14:01
Þetta er tóm steypa (ef svo má að orði komast). Eftirfarandi er einnig mjög undarlega orðað:
Kannski blessuð börnin hafi bara verið búin að fá nóg af því að verið væri að reyna að troða í þau "heilögum anda" í sífellu - og verið með mótþróa...
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.12.2012 kl. 15:09
Visir.is fjallar um þetta á gagnrýnni hátt, sjá Spyr af hverju afinn hafi ekki leitað til lækna vegna andsetnu barnabarnanna. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:
En þetta er að mínu mati vandamál þessa afa, en ekki barnanna.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.12.2012 kl. 15:56
Ef þið trúið ekki á illa anda þá get ég allt eins haldið því fram að það sé vísbending um geðraskanir og jafnvel bilun ....
Níels A. Ársælsson., 8.12.2012 kl. 16:33
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST NÍELS?
josef asmundsson (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 17:19
Nei alls ekki. Sjáðu þetta bara: http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/1162127/
Níels A. Ársælsson., 8.12.2012 kl. 17:40
Er þetta ekki eitthvað é ætt við trú stúlknanna sem fluttu til Íslands á flótta frá Woodoo? Þvílík fréttamennska!!!
jóhanna (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 17:45
Eftir lýsingunum að dæma, ef þær eru hreinlega ekki tilbúnar eða verulega ýktar, voru þetta sárkvalin börn. Þess vegna finnst mér það algjört ábyrgðarleysi ef aðstæður barnanna verða ekki kannaðar eftir að svona frásögn birtist þó slík athugun eigi ekki að fara fram fyrir opnum tjöldum. Sá sem tók vitðtalið hlýtur a vita hvaða fjölskylda þetta var. Svona getur ekki bara birst og svo ekkert meira nema hvað sumir á netsíðum fari að deila um trúmál. Þetta er að mínu viti alvarlegra mál en svo, hvað börnin varðar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.12.2012 kl. 18:38
Sá undarlegi misskilningur er á sveimi í netheimum að ég beri hatur til Morgunblaðsins. En það geri ég ekki nema síður sé. Hef jafnvel stundum varið blaðið á netsíðum fyrir árásum. Það er t.d. langbesta blaðið hvað varðar fréttir af náttúruviðburðum. Tekur jafnvel reglulega viðtöl við mig um veðrið! Það er algjör misskilningur að ég beri haturshug til blaðsins. En þessi frásögn er forkastanleg í sjálfu sér og það vill svo til að hún kom í hinum ágæta Mogga.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.12.2012 kl. 19:42
MBL fór með þessu í neðsta þrep sorpblaðalistans!! Mér finnst að blaðið ætti að biðjast afsökunar á ruglinu!
Langt síðan ég hef póstað kisu hjá þér Siggi.
DoctorE (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 21:32
Almennt um særingar eða exorcisms þá var þetta alltaf hluti af kristni. Enda talsvert mikið gert úr því í guðspjöllunnum varðandi Jesú. þetta hefur haldið sér á seinni tímum víða. Ekki síst í Kaþólsku kirkjunni en líka mótmælendum og nægir að nefna Bandaríkin. Sem nýliðið dæmi má nefna Ensku Kirkjuna þar sem beinlísir voru sett upp embætti víða um landið sem sáu um þetta 1974. þá beinar slíkar athafnir þar séu afar sjaldgæfar þá þekkjast þær þó allt til þessa dags.
Nú, varðandi frásögn í Mogga, þá er sumt í frásögninni sem virkar hálfgrunsamlega. Td. staldrar maður við þegar farið er að rekja starfsheiti meints særingarmanns að þá er sagt aðilinn hafi fengið: ,,mann úr viðskiptalífinu til að reka hina illu anda". Og í framhaldi sagt að umræddur viðskiptamaður sé alvanur slíkri sýslan.
Helst á því að einhver á Mogga hafi bara skáldað þessa sögu upp.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.12.2012 kl. 22:56
Mér finnst þetta vera barnaverndarmál, ef MBL er ekki að skálda þetta upp þá er ljóst að börnin geta verið í mikilli hættu
DoctorE (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 23:07
Ja, allaveg miðað við nútímasamfélag, þá væri réttlætanlegt að rannsaka málið.
Jafnframt má nefna að sumt, að minu mati, í frásögn af veikindum er grunsamlegt. ,,Magi í bylgjum" og köttur þar til hjálpar. Ennfremur að ekki var hægt að fara á veitingahús vegna þess að börnin hræktu og ældu á viðskiptavini. Hundur mátti ekki sjá þau útá götu - þá tók hann á sprett og rann úr efturendanum á viðkomandi hundi, að manni skilst. Mér finnst þessi frásögn að ýmsu leiti grunsamleg. Svo einkennilegur stíll á henni. (Að vísu hef eg aðeins lesið frásögnina á Eyju en maður treystir því að ekki sé miklu breutt frá upphaflegri grein í Mogga.)
Afhverju Moggi er að skálda þetta upp - það er svo sérkapítuli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.12.2012 kl. 23:26
Ps. ok. eg sé nú líka endursögn á DV sem er nákvæmari en á Eyju.
þar kemur fram að mynd eraf bol sem á að sýna far eins og bitið hafi verið í af dýri og ennfremur kemur fram að mOggir virðist ræða við þennnan viðskiptamann sem segist hafa rekið út tvo illa anda.
Maður verður þá að gefa sér að Mggi sé ekki beinlínis að skálda upp - en maður spyr sig samt um bakgrunnstékk sögunnar. Nú getur maður alveg ýmindað sér að Moggi þekki flesta í viðskiptalífinu oþh.
Maður spyr sig líka hvort svona frásögn fengist nokkurntíman birt nema með samþyggi og athugun ritstjóra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.12.2012 kl. 23:47
Mogginn hefur söguna áreiðanlega rétta eftir sögumanni. Og gerum ráð fyrir að atferli barnanna sé rétt lýst. Það lýsir þá augljóslega mikilli vanlíðan, sálrænni sem líkamlegri. Og það er ekki hægt að sætta sig við skýringarnar eða láta undir höfuð leggjast að leita til fagaðila við lausn málsins. Vandamálið sem olli gæti enn verið fyrir hendi. Það er með engu móti hægt að taka það gilt að valdið hafi illir andar sem síðan hafi verið særðir út. Það er ekkert erfitt að ná þessu. Þetta varðar ekki trúarskoðanir og ekki heldur þann fyrri tíma sið að særa út það sem menn töldu vera illa anda við þáverandi skilning á mannlífinu og trúarlífinu. Þetta snertir velferð barna sem sýna, eftir sögunni, mjög skýr einkenni um vanlíðan á 21. öld.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2012 kl. 00:03
Mogginn er nú bara þannig blað á 21. öldinni að maður setur alltaf fyrirvara við allt sem þar kemur fram.
En ef á að rannska þetta að þar til bæru eftirlitasaðilum eða stofnunum, þá verður mogginn að gefa umræddum aðilum upplýsingar um fólkið, býst eg við.
Sjáum til hvað gerist.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.12.2012 kl. 00:30
Og ps. að ef maður gefur sér að frásögn mogga sé þokkalega rétt - að þá er þetta auðvitað afar sérstakt eða forkastanegt af því að um börn er að ræða. Í nútímanum krefst þetta frekari athugunnar og rannsóknar af þar til bárum stofnunum, að mínu mati.
það breitir því ekki að útrekstur illra anda er gegnumgangandi í kristninni. þetta er ekkert bundið við vúdú eða utankristni trúarbrögð, eins og sumir virðast halda. Svona særingar eru til í kristni í ýmsum formum alveg fram á þennan dag.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.12.2012 kl. 00:37
Ég var úti í Suður Englandi fyrir nokkrum árum og var þar fjölskylda sem hafði orðið að yfirgefa heimili sitt vegna draugagangs.
Fréttir um þetta birtust í staðarblaðinu og þótti ekkert athugavert við þetta.
Ég var dolfallinn en steig svo fram og sagðist tilbúin að reka þessa drauga burtu.
Dvaldi ég svo eina nótt í húsinu án nokkurra vandræða og gaf svo þá yfirlýsingu að ég hefði náð samkomulagi við draugsa og hann hefði haft sig á brott.
Var mér vel þakkað og fjölskyldan flutti inn aftur og varð ekki meira drauga vart þar.
Það eru reyndar um 30 ár síðan þetta var en hugarfar fólks á þessum slóðum hefur ekkert breyst. Draugar eru þarna á hverju strái og efast engin um tilvist þeirra.
Ég er hissa ef engin kannast við þetta þar að utan.
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 12:28
Ég sem draugavinur hef aldrei heyrt þess getið að draugar taki sér bólstað í börnum og reyndar ekki heldur í fullorðnum. Þeir eru bara þarna og ærslast utan við mennina. Heiðarlegur draugaangur sem menn þykjast verða varir við er því allt annars konar hjátrú og miklu vægari heldur en að halda því fram að illir andar nái valdi yfir börnum, séu á einhvern hátt inni í þeim og valdi þvi hvernig þau haga sér. Það er mjög undarlegt annars hvað menn eiga erfitt með að grípa það hvað sú hugsun er ógeðfelld og í rauninni illskuleg, að ætla að börn séu á valdi hins illa. Ef börn haga sér undarlega, tala nú ekki um ef það vitnar um vanlíðan, ber að leita að raunhæfum skýringum og beita viðeigandi úrræðum. Ekki djöflatrú eða annars konar viðbjóði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2012 kl. 13:22
Það væri fróðlegt að vita hvernig særingin fór fram, hvort t.d. hafi verið sagt við barnið eða eitthvað álíka: Vík þú burt þú illi andi í Jesú nafni! Það er ekkert annað en misþyrming á barni ef það er látið heyra eða skynja að það sá á valdi illra anda þó Jesúnafn sé í sjálfu sér gott og blessað. En það er þetta með illu andana. Þess vegna ætti að rannsaka þetta mál úr því einu sinni er búið að segja frá því opinberlega.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2012 kl. 15:02
Nákvæmlega. það er alveg spurning hvernig þetta fór svo fram. Ef maður gefur sér að frásögn í Mogga sé þokkalega rétt - þá er ekki nema 1/4 af sögunni sagður.
Hvernig fór þessi brottrekstur tveggja illra anda fram hjá kaupsýslumanninum.
það eru á youtube filmur frá því hvernig þetta fer fram td. í Bandaríkjunum. Einnig eru fleiri filmur viðar að sem erfitt er að átta sig á án frekari skoðunnar. Eitthvað af þessu er sennilega úr biómyndum o.s.frv. Eg ætla ekki að linka á slík video td. frá Bandaríkjunum því þau eru ekki fyrir hvern sem er.
En miðað við frasögn sem höfð er eftir manninum í Mogga, þá virðist hann undir áhrifum frá Bandarískum spekingum í þessu efni. Maður tekur strax eftir, eins og þú bendir á, að hann virðist telja að talsvert algengt sé barasta að börn sé haldin slíku og hann virðist vilja meina að hann geti séð það á augnaráði barna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.12.2012 kl. 18:59
Það sem ég hef séð af særingum er svona eins og andleg nauðgun, alger hryllingur. Ég held að börn og fullorðnir líka geti ekki komist heil frá slíkri meðferð.. eins og mörg dæmi eru um
DoctorE (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 21:35
Held að hinn ágæti dokor hitti þarna naglann beint á höfuðið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2012 kl. 21:46
Morgunblað Davíðs Oddssonar djöflavæðir sem aldrei fyrr. Það er ekki seilst langt yfir skammt. Allt er á eina bók lært.
Jens Guð, 10.12.2012 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.