Fyrsta tuttugu stiga frost vetrarins í byggð

Að kvöldi hins 12. fór frostið á Möðrudal í -21,7 stig og þegar komið var fram á hinn 13. fór það í -21,8 stig. Í Svartárkoti hefur frostið farið í -20,7 stig og -20,6 á Brú á Jökuldal.

Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem frostið í byggð nær 20 stigum en 23. nóvember fór frostið á Hágöngum í -20,3 stig. Ekkert sérstaklega kalt loft er þó yfir landinu. Á Möðrudal var hins blankalogn þegar kuldarnir voru mestir og útgeislun mikil. Nú er þar farið að blása og frostið hefur snarminkað, komið vel undir tíu stig. 

Mesta frost sem mælst hefur á landinu 13. desember er -25,1 stig og var það einmitt á Möðrudal árið 1988. 

Meðalhitinn, það sem af er desember, er nú meira en hálft annað stig yfir meðalagi í Reykjavík en hátt upp í eitt stig undir því á Akureyri.

Ekkert bólar á jólasnjónum og hann kemur ekki næstu daga í höfuðstaðnum. En látið ekki hugfallast þið jólafólk! Ég hef nefnilega lúmskan grun um að á Þorláksmessu geri þriggja sólarhringa stórhríð í aftakaveðri um land allt með tilheyrandi ófærð og rafmagnsbilunum. Verður þá ekki hundi út sigandi.

Ættu þá allir að taka jólagleði sína!  

Viðbót: Í gær, þ. 14. mældist meira sólskin í Reykjavík (3,4 klst) í vægu frosti en nokkru sinni hefur áður mælst þennan dag í ein 90 ár en mælingarnar hafa ekki alltaf verið á sama stað. Það er ekki ástæða til að kvarta yfir þessu skammdegi í höfuðborginni: björtu, ekki köldu og algerlega snjólausu. 

Viðbót: Sólin er í miklu stuði í höfuðborginni. Ný sólskinsmet fyrir vikomandi daga voru enn sett þá 16. og 17. En nú er þessari sólarsypru lokið. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já ég væri til í eina svona jólastórhríð, takk fyrir.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.12.2012 kl. 00:37

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Athuga málið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2012 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband