Ísland í aldanna rás 2001-2011 án veðurs

Áratugurinn 2001-2010 er sá hlýjasti á landinu sem mælst hefur í mælingasögunni. Sömu sögu er að segja um flestar einstakar veðurstöðvar. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi í landi sem er jafn viðkvæmt veðurfarslega og Ísland. Auk þessa gerðust á áratugnum fjöldi merkilegra veðurartburða, sem aldrei fyrr, og nefni ég aðeins hitabylgjurnar miklu árin 2008 og 2004. Í þeirri síðartöldu var um 20 stiga hiti í Reykjavík um hánótt. Þá mældist eini sólarhringurinn sem mælst hefur nokkru sinni að meðaltali yfir tuttugu stig í borginni. Ég hygg að mörgum séu þessir dagar býsna minnisstæðir enda gjörbreyttist mannlífið i borginni.

Ekki sér þessa þó stað í bókinni Ísland í aldanna rás 2001-2010. Þar er örlítill tíðarfarsannáll í upphafi hvers árs en skemmri og efnisrýrari en í fyrri bókum. En sérstakra veðuratburða er ekki getið nema hvað sagt er frá einu snjóflóði sem gerði engan skaða og hafískomu eitt vorið sem var þó ekki neitt neitt. Og óskaplega gefur þetta veðurfarslega villandi mynd af áratugnum!

Þetta er mikil afturför frá fyrri bókum í þessari ritröð og reyndar líka frá gömlu Öldinni okkar. Í þeim bókum er hæfilega mikið vikið að veðurfari, af ritum um almenn tíðindi að ræða, enda skiptir veðrið miklu máli fyrir líf þjóðarinnar og þarf ekki neina sérstaka veðuráhugamenn til að segja sér það.

Hvernig veður og veðurfar er sniðgengið í þessari bók á einum allra merkilegasta veðuráratug í sögu þjóðarinnar er eiginlega óskiljanlegt, Fyrir utan allra merkustu einstaka atburði hefði hæglega verið hægt á aðeins um fjórðungi af blaðsíðu, hvað þá hálfri, að gefa gagnlegt yfirlit um það hve áratugurinn er sérstakur ef menn bara hefðu  hugsað út í það og viljað það.   

En víkjum að liðandi stund. Þessi desember er nú þegar orðinn sá sjötti sólríkasti sem mælst hefur í Reykjavík síðan byrjað var að mæla fyrir rétt rúmri öld.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband