21.1.2013 | 15:42
Hlýr janúar enn sem komið er
Þegar einn þriðji er eftir af janúar er meðalhitinn í Reykjavík 3,1 stig eða 3,7 stig yfir meðallagi. Það er með því hlýrra en ekki er þó lengra síðan 2002 að meðalhiti fyrstu 20 dagana var 4,1 stig en sá mánuður kólnaði strax eftir þ. 20 og endaði í 1,3 stigum. Árið 1996 var meðalhitinn 3,3 stig en lokatalan var 2,2 stig. Árin 1972 og 1973 voru tölurnar 4,6 og 4,2 eftir fyrstu 20 dagana en lokatölur beggja mánaðanna 3,0 stig. Hlýjasti janúar sem mælst hefur í Reykjavík 1847 sem varð á endanum 3,9 stig hefur líklega verið svipaður eftir fyrstu 20 dagana og þessir tveir síðast töldu mánuðir. Janúar 1964 sem næstur er honum í hlýindum, stóð í 4,5 stigum eftir 20 daga en endaði svo í 3,5 stigum. Janúar 1947, sem mældist allur 3,2 stig, náði ekki þremur stigum eftir fyrstu 20 dagana en svo hlýnaði enn á lokasprettinum. Svipaða sögu er að segja um janúar 1987 með sína lokatölu upp á 3,1 stig. Árið 1946 virðist hafa verið ívið hlýrra en nú fyrstu 20 dagana en svo kólnaði en talsvert hlýrra var í janúar 1929 en þá kólnaði undir lokin og meðalhiti mánaðarins varð 2,4 stig. Þar á undan, alveg til að minnstakosti 1880, er nokkuð víst að enginn janúar nálgast okkar mánuð fyrstu 20 dagana.
Ef mánuðurinn endað i 3,1 stigi yrði hann í fjórða sæti yfir hlýjustu janúarmánuði í Reykjavík. Það er ekki líklegt að hann haldi sinni tölu.
Meðalhitinn á Akureyri er nú 1,5 stig eða 3,7 yfir meðallagi. Þar er enn alhvítt eins og verið hefur allan mánuðinn og alveg síðan síðasta daginn í október.Úrkoman er þegar komin vel yfir meðallag alls mánaðarins á suðurlandi, farinn að nálgast það á vesturlandi en er fremur lítil annars staðar og mjög lítil enn sem komið er við Ísafjarðardjúp og í Vopnafirði.
Nóvember var í kringum meðallag að hita á landinu en desember aðeins í mildara lagi. Það er ekki fyrr en núna í janúar sem hafa verið einhver hlýindi að marki og þá mest sunnanlands, Og þar hefur verið snjólétt hingað til en fyrir norðan hlýtur það sem af er að teljast hafa verið hinn mesti snjóavetur þó mjög haf gengið á snjóinn upp á síðkastið og sé orðið snjólítið vestan til á norðurlandi og jafnvel snjólaust við sjóinn á norðausturlandi.
Ekki er hægt að segja að þetta hafi hingað til verið neinn sjaldgæfur öndvegisvetur miðað við ýmsa aðra þó um það heyrist furðu margar raddir í netheimum. Hann hefur samt verið góður sunnanlands og eftir áramótin um allt land.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 29.1.2013 kl. 12:37 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.