1.7.2013 | 13:14
Frábærum júnímánuði lokið
Nú er lokið alveg fyrirtaks júnímánuði sem þó hefur orðið að þola meiri rógburð og illmælgi í sinn garð en ég man eftir að nokkur sumarmánuður hafi orðið að afbera síðan ég byrjaði að fylgjast með daglegu veðri. Hann lét þó illar tungur ekkert á sig fá og lauk síðasta deginum með sumar og sólskinsstæl hér í höfuðborginni!
Meðalhitinn i Reykjavík er 9,9 stig sem er 0,3 stigum meira en meðaltalið á hlýindaskeiðinu 1931-1960, hvað þá kuldaskeiðinu 1961-1990 sem oftast er miðað við, en reyndar um hálfu stigi kaldara en meðaltalið á þessari öld sem er svo afbrigðilega hátt að það getur varla enst til margra ára og að mínum dómi er fremur vafasamt að taka mið af meðaltali svo fárra ára.
Úrkoman var 65,6 mm sem verður að teljast í meira lagi. Eins og hitinn hefur verið óvenjulega mikill í júní í Reykjavík á þessari öld hefur úrkoman einnig verið mjög lítil, aðeins um 36 mm en var 53 mm að jafnaði 1961-1990. Ekki hefur mælst meiri úrkoma í júní síðan 1992. Úrkomudagar voru 24 en voru 14 að meðaltali á þessari öld en 18 árin 1961-1990. Þeir voru jafn margir í júní árið 2006 en hafa aðeins verið fleiri í júní árin 1960 (sem reyndist í heild sjaldgæft sólarsumar) og skítasumarið 1983. Það er samt ekki rétt að líkja þessum júni við júní 1983 sem var miklu kaldari og úrkomumeiri en svipaður að sól. Var hann þó skárstur sumarmánaðanna það árið.
Það er kannski einmitt sólin sem kom mest á óvart í þessum mánuði! Framan af virtist eins og hann ætlaði að verða sá sólarminnsti en á endasprettinum vippaði hann sér glæsilega upp í 13 sæti frá botninum!
Á Akureyri var úrkoman svo sem ekki neitt neitt, um 9mm mm en meðalhitinn var 11,4 stig og hefur þar ekki orðið jafn hlýtt í júní síðan 1953. Aðeins fimm júnímánuðir hafa þar verið hlýrri frá 1882. Á Fljótsdalshéraði og á austfjörðum virðist þetta einnig vera einn af fimm hlýjustu júnímánuðum. En merkilegast er að í Grímsey sýnist þetta í fljótu bragði vera allra hlýjasti júní og einnig á Raufarhöfn ásamt þó júní 1953 þar. Eru þetta þó útkjálkar miklir sem eiga oft erfitt uppdráttar frameftir sumri.
Alls staðar er mánuðurinn yfir meðallagi hlyindaáranna 1931-1960, hvað þá kuldatímabilsins 1961-1990. Á landinu öllu virðist hitinn meira að segja vera langt yfir meðallaginu á þessari öld sem er þó enn hærra en 1931-1960.
Þetta verður því að kallast afar góður júní.
Hann var þó óneitanlega fremur úrkomusamur og sólarlítill á suðurlandi en þar á móti kemur að hann var þar líka hlýr eins og annars staðar. Það er algjörlega út i hött, að mínum dómi, að tala um að ekkert sumar hafi verið í Reykajvík og þar fram eftir götunum. Ég er mjög andvígur því að setja einfalt samasemmerki á milli sólskins og sumars. Að sólin ein sé mælikvarði á það hvað við getum kallað sumarveður.
Júní á þessari öld hefur yfirleitt verið í Reykjavík einstaklega hlýr, þurrviðrasamur (jafnvel til baga) og sólríkur. Þetta má reyndar segja um sumarið i heild. Menn verða að átta sig á því að þetta ástand er það afbrigðilega og þess er varla að vænta að það haldi áfram mikið lengur álíka stöðugt og það hefur verið.
Þessi júní er þó enn mjög ákveðið í þeim hlýindafasa sem einkennt hefur þessa öld eins og ljóst má vera á þeim staðreyndum sem ég var að telja upp. En auðvitað koma hlýir og góðir mánuðir þó misjafnt niður í fjölbreyttu veðurlandi eins og okkar. Nú var það norðurland og austurland sem fengu þykkasta rjómann.
Það er vitaskuld fremur bagalegt fyrir sóldýrkendur (en ég er einn af þeim æstustu þeirra á meðal) þegar sólarleysi hrjáir þeirra landshluta. Það ætti þó ekki að vera einrátt í mati nokkurs manns á veðurfari mánaðar almennt. Nú eru menn ekki bundnir við sína þúfu eins og var fyrr á árum heldur flækjast um og flakka víða. Menn ættu líka að vera sæmilega meðvitaðir um veðurfarsástandið í heild á landinu gegnum þær margháttuðu upplýsingar sem finna má í fjölmiðlum og á netinu. Að emja og orga yfir því í almennri gósentíð sem á fáa sína líka að þeirra landshluti sé í þetta skiptið ekki alveg á fremsta bekk finnst mér bera vitni um ótrúlega veðursjálfhverfu (nýtt orð og gagnlegt!) og heimtufrekju en jafnframt eindæma sauðshátt í skynjun á umhverfinu, landinu okkkar á einhverju besta veðurskeiði sem þjóðin hefur líklega nokkru sinni upplifað.
Eins og ég hef sagt hefur 21. öldin verið afburða hlý og veðragóð, jafnt að sumri sem vetri. Ekki er hægt að búast við því áfram alveg von úr viti.
Og hvað gera menn, úr því þeir hrökkva upp af standinum yfir þessum hlýja og góða júní, ef þeir fá til dæmis fremur blautan og sólarlítinn júlí með meðalhita upp á 10,6 stig í Reykjavík (nákvæmlega í núgildandi meðallagi, 1961-1990) hvað ekki hefur reyndar skeð síðan ég man ekki hvenær en var svo algengt veðurlag fram á þessa öld að menn tóku ekki einu sinni eftir því hvað þá að þeir hafi farið yfrum í sjálfsvorkunn, fussi og sveii.
Og nú er kannski einmitt komið að þessu! Júlí heilsar vægast sagt kuldalega, nú þegar þessi orð í tíma töluð eru töluð er hitinn 7,6 í vorri ástkæru og veðursælu höfuðborg! Og stórt skref niður á við frá flestum dögum í júní.
Já, svei mér ef sumarið 1983 er ekki snúið aftur!
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 8.7.2013 kl. 00:34 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.