16.7.2013 | 14:14
Vonandi þáttaskil í framkomu verktaka við íbúa
Fyrir skemmstu vakti athygli að íbúar á Hampiðjureitnum svokallaða stöðvuðu vinnu við höggbor sem gengið hafði vikum saman frá morgni til kvölds án hvíldar alla daga nema sunnudaga. Hátt upp i þúsund manns hafa líkað fréttina á mbl.is.
Vonandi markar sá atburður tímamót í því hvað verktakar geta gengið langt og óheftir með að gera fólki ólíft í húsum sínum þegar framkvæmdir standa yfir og veki yfirvöld til vitundar um annars konar hlið á málunum en einungis verktakana en hingað til hafa yfirvöld verið sinnulaus um það sem að íbúunum snýr. Þegar svo einn verktaki lýkur sér af tekur annar við. Höfðatúnsreiturinn er svo nærri Hampiðjusvæðinu að framkvæmdir þar munu einnig valda óþægindum fyrir sömu íbúa og stöðvuðu höggborinn. En auðvitað þó enn þá meiri fyrir þá íbúa sem eru aðeins í fárra metra fjarlægð frá reitnum.
Eftir þessari frétt á eftir að byggja þarna á Höftatúnsreitnum fjögur stórhýsi. Eitthvað mun þá ganga á. Jafnvel árum saman.
Það gekk mikið á þegar þær byggingar voru reistar sem þegar eru á svæðinu. Þá kvörtuðu íbúar í Túnunum sárlega. En forsvarsmenn Eyktar, sem sáu um framkvæmdirnar, svöruðu á þann hátt að íbúarnir tóku það sem ögrun. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma.
Frá þessum reit hefur árum saman verið mikið ónæði með hléum. Jafnvel þegar ekki var verið að byggja voru þar vinnutæki mánuðum saman frá morgni til kvöld með þessu eilífa hátíðnipípi sem smýgur inn um allt og trufluðu jafnvel gesti sem komu í heimsókn til íbúanna stutta stund, hvað þá íbúana sjálfa sem dvelja á heimlum sínum flestum stundum.
Ekki hefur forstjóri Eyktar, Pétur Guðmundsson, sýnt íbúunum sem búa í fáeinna metra fjarlægð frá framkvæmdunum þá lágmarksvirðingu að kynna þeim nýju framkvæmdirnar á nokkurn hátt eða því sem þeir geta átt von á eða hve lengi það muni standa yfir.
Hins vegar kom fulltrúi undirverktaka Eyktar, sem sjá eiga um sprengingar, í hús að leita leyfis til að setja þar upp jarðskjálftamæla.
Takið eftir ósvífninni.
Ekki er íbúum gerð minnsta grein fyrir því hvað sé á á seyði eða við hverju þeir mega búast en sjálfsagt þykir að þeir greiði götu verktakanna sem munu að öllum líkindum gera líf þeirra óbærilegt í húsum sínum næstu mánuði eða jafnvel ár.
Hverju geta íbúarnir átt von á þegar skjálfarnir byrja? Að allt fari af stað, myndir detti af veggjum og hlutir úr hillum. Skemmdir á munum? Slysahætta?
Að verktakar hafi ekki rænu á að kynna þetta að neinu leyti fyrir íbúunum í næsta nágrenni er hreint út sagt ekki bara tillitslaust heldur einnig ábyrgðarlaust fram út öllu hófi.
Við skulum samt vona að framtak íbúana við Hampiðjureitinn marki einhver þáttaskil um framkomu verktaka við íbúa og ekki sé gengið yfir öll velsæmismörk.
Íbúar við Höfðatúnsreitinn munu vonandi heldur ekki láta bjóða sér að fram af þeim verði gengið.
Byggja stærsta hótel landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Vinur minn býr þarna á Laugaveginum við Hampiðjureitinn. Hann er krabbameinssjúklingur og hefur verið í afar erfiðum meðferðum undanfarið Hann getur ekki búið þarna lengur með góðu móti vegna hávaðans frá höggbornum.
Ég var í heimsókn hjá honum um daginn og hávaðinn var alveg fáránlegur og útilokað að hafa glugga opinnn ef mælt mál átti að heyrast. Hann hefur þurft að gista hjá ættingjum vegan hávaðans undanfarna mánuði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.7.2013 kl. 10:57
Hávaði og þrýstingur frá svona er ekki neinn venjulegur hávaði og nær yfir mikið svæði. það liggur svo í augum uppi hann mun t.d. hitta fyrir mjög veikt fólk sem getur ekki þolað slíkt. En hvorki verktakar né skipuagsyfirvöld eða önnur yfirvöld taka það með í reikningin, t.d. með því að útvega viðkomandi verustað. Það er bara djöflast án þess að líta til hægri eða vinstri.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.7.2013 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.