Meðalhiti júlí kominn upp í meðallag í Reykjavík

Meðalhitinn í Reykjavík er nú kominn upp í meðaltalið 1961-1990 sem oftast er miðað við. Ekki blés byrlega fyrir honum frameftir en í hlýindunum síðustu viku hefur hann braggast mjög. Annars hefur verið hálf ergilegt fyrir borgarbúa að vera í sjávarloftinu þegar hitinn í sveitunum hefur verið yfir tuttugu stigum dag eftir dag. Reyndar nældi höfuðborgin í 20,2 stig á laugardaginn. En grundvöllur hefur verið í háloftunum fyrir meira en 20 stigum þar dag hvern allan hlýindatímann ef vindur hefði  staðið almennilega af landi. 

Hitasyrpan þar sem sjávarloft nær ekki til er að verða nokkuð merkileg fyrir hvað hún hefur staðið lengi, ekki síst á hálendinu. Á Brú á Jökuldal hefur hámkarkshiti náð tuttugu stigum eða meira samfellt í níu daga. Það er sjaldgæft að veðurstöð nái því þó engan veginn sé það dæmalaust. Ýmsar aðrar stöðvar hafa haft um eða yfir 20 stiga hiti í vikutíma eða meira. 

Hér fyrir neðan er til gamans mynd af gangi hitanns á sjálfvirku stöðinni á Grímsstöðum dagana 21.-27. Í dag fór hitinn þar enn yfir 20 stig. Svipað hefur þetta verið á mönnuðu stöðinni.  

Meðalhitinn á Akureyri er 0,9 stig yfir meðallagi og er 0.8 stigum hærri en í Reykjavík. En nú er það austurland sem gerir það best í mánuðinm og svo hálendissveitirnar á norðausturlandi. Þar uppi er hitinn meira en tvö stig yfir meðallagi.  En hiti er vel yfir meðallagi víðast hvar frá Vestfjörðum ti suður austfjarða.  

En nú er þessum hlýindum sem staðið hafa síðustu daga að ljúka og kannski verður bara vandræðaveður um verslunarmanahelgina og verst þar sem best hefur verið síðustu daga! 

Í tilefni skruggulátanna í gær á hálendinu vísa ég á þrumupistil sem ég skrifaði í fyrrasumar eftir smá  þrumuveður sem þá gerði en jafnaðist ekki á við það í gær. Í pistlinum eru rakinn helstu sumarþrumuveður síðustu áratuga.

t_1v_1209501.gif


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú færð til baka það sem þú sendir frá þér Sigurður Þór Guðjónsson.

Fyrirsögn þessa pistils verður að teljast hæpin. Meðaltal síðustu "óðahlýnunarára" (2001-2012) er 12°C. Meðalhiti í júlí 2013 er hins vegar á pari við meðaltalið 1961-1990, þ.e. 10,5°C. Þetta er marktæk kólnun. Í þessu sambandi er rétt að benda á marktæka kólnun sjávar í kringum landið með tilheyrandi flótta makríls úr landhelginni.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband