Veðurblíða og veðurblíða getur verið mismunandi

Mestur hiti á landinu í dag (föstudag) mældist 22,0 stig á Þingvöllum. Þar hafði líka mælst um nóttina mesti kuldi á landininu í byggð, -0,3 stig.

Þetta er sérlega mikil dægursveifla.

Mjög þurrt loft er yfir suðvestanverðu landinu. Óvenjulega skjallabjart sólskin og gott skyggni var yfir Reykjavíkursvæðinu og útlínur fjalla einstaklega skarpar eitthvað.

Hiti fór yfir 20 stig líka á Þyrli, Kálfhóli og Þykkvabæ og rétt tæp 20 í Húsafelli og Árnesi.

Í Vestmannaeyjum var sögð mikil veðurblíða. Þar var sól og 14 stiga hiti mest í kaupstaðnum.

Ég spyr: En er það nokkuð sama veðurblíðan í sól þegar eru 14 stig og 22 stig í svipuðum vindi? 

Ég segi þvert nei við því. Blíðan var meiri á fastalandi suðurlands en úti í Vestmannaeyjum. En ég veit að sumir skilja ekki hvað ég er að fara. Fyrir þeim er sól bara sól og veðurskyn þeirra nær ekki lengra en það. Varð áþreifanlega var við þetta á fasbók fyrir skemmstu þegar ég vildi meina að aldrei væri alvöru veðurblíða í Flatey á Breiðafirði þar sem hitinn fer sjaldan yfir 12-13 stig hvernig sem sólin hamast. En viðmælendur mínir skildu bara ekki hvað ég var að fara. 

Engin skeyti hafa komið frá mönnuðu veðurstöðvunum á Mýri í Bárðardal og Torfum í Eyjafjarðardal frá 1. ágúst. Ég er að pæla í hvort búið sé að leggja stðvarnar niður og veit að það hefur staðið til. 

Mér finnst að Veðurstofan ætti að tilkynna það á vefsíðu sinni þegar veðurstöðvar eru lagðar niður og reyndar líka þegar nýjar eru stofnaðar. Það er bara sjálfsögð þjónusta við notendur síðunnar.

Viðbót: En því er ekki að leyna að veðrið á þessari þjóðhátíð er með því betra sem gerist í Eyjum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Frost mældist á 12 veðurstöðvum fyrstu nótt mánaðarins, þar af fjórum í byggð (sjá lista í viðhengi). Mest mældist það á Brúsastöðum í Vatnsdal, -2,4 stig. Það reynist vera dægurmet, hiti hefur aldrei mælst jafnlágur í byggð aðfaranótt 1. ágúst. Jökulheimar eiga -2,5 stig sem landsmet þennan dag. það var 1965." (http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1307915/)

Veðurblíða = blítt veður, lyngt og hlýtt (Íslensk orðabók, bls. 775)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 12:19

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Norðurljós undur Rewykjafelli í fyrrinótt. Stóðu ekki lengi yfir. Mín heittelskaða stóð mér við hlið og sáum þetta bæði og sverjum fram í reuðan dauðan að þettta voru Norðurljós. Var þetta ekkert merkilegt, eða var þetta bara svona "early autumn sign" hjá fólki, sem heldur að sumarið sé virkilega ekki ennþá komið...>;-)

Halldór Egill Guðnason, 7.8.2013 kl. 06:40

3 identicon

Það var 18 stiga hiti hér á Akureyri kl. 18 í dag, 14. (18. hefði verið flottara!) ágúst. Þetta sannar svo ekki verður um villst að jörðin er að hlýna!

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband