7.8.2013 | 18:35
Sól og sumar
Í gær mældist 16,1 sólskinsstund í Reykjavík. Sólarstundir síðasta 31 dag eru þar með orðnar 177,5. Meðaltalið í júlí 1961-1990 er 171 stund.
Síðasta 31 dag hefur ástand sólskinsmála því verið fullkomlega eðlilegt miðað við venjuna á sumrin síðustu áratugi.
Þessar síðustu vikur hafa komið sex dagar með tíu klukkustunda sólskini eða meira.
Meðaltal tíu stunda sólardaga í hverjum sumarmánuði hefur verið mjög jafnt hvar sem borið er niður síðustu áratugi, 8 dagar í júní og júlí og 7 í ágúst en aðeins 3-4 í september. En á þessari öld er ofurlítill munur en þá hafa verið 10 svona dagar að meðaltali í júní en 9 í júlí og ágúst en 3 í september.
Flestir tíu stunda sólskinsdagar voru 20 í júní 1928 (og reyndar í köldum maí 1958) en í júlí 15 árin 1960, 1974 og 1986 og í ágúst 16, árin 1929 og 1960. Í september voru flestir tíu stunda sólardagar árið 1957 og voru þá tíu.
Flestir svona dagar í júní til ágúst voru 40 árin 1928 og 1929 en þeir voru næstflestir 38 - í fyrra!
Ef við tökum hins vegar mánuðina júní til september er 2012 efst á blaði með 43 daga ásamt 1929. Og næst er 2011 með 42 daga.
Fæstir hafa tíu stunda sólskinsdagar í sumarmánuðum verið 1 í júní 1988, 1 í júlí 1955 (fyrsta daginn) og 1 í ágúst 1945, 1955 og 1983. Engir tíu stunda dagar komu í september 1938, 1942, 1943, 1945, 1946 og 1996. Mánuðina júní til ágúst voru fæstir dagarnir árið 1925 og 1995, tíu, en ef september er bætt við voru þeir fæstir 14, árin 1947 og 1955. Á okkar öld hafa þessir dagar verið fæstir 14 fyrir styttra tímabilið en 19 fyrir það lengra, hvort tveggja árið 2003.
Meðaltal daglegs sólskins að sumarlagi í Reykjavík er aðeins um 6 stundir. En í rauninni skipast á dagar með litlu sem engu sólskini, dálitlu sólskini og svo nokkrir dagar með miklu sólskini, tíu sólarstundum eða meira. Í þessum pistli er ekkert skeytt um sól hvers dags innan sólarleysistímabilanna sem getur verið alveg frá 0,0 upp i 9,9. En tíu stunda mælikvarðinn er ekki sem verstur til að gera sér grein fyrir sæmilega góðum einstökum sólardögum.
Oft getur liðið ótrúlega langur tími milli tíu stunda sólardaga á sumrin í Reykjavík, júní til september.
Metið er 46 dagar, frá 7. júní til 22. júlí árið 1975!
Nokkur önnur dæmi, stundum frá maí ef langvarandi sólarleysi í júní hefur hafist þá, en ekki tekið með sólarleysi sem hófst seint í ágúst og hélt svo áfram í september, jafnvel allan mánuðinn. Báðar dagsetningarnar teljast alltaf með.
38 dagar; 6.ágúst til 12. september 1955.
34 dagar: 6. ágúst til 9. september 1940, 19. júlí til 21. ágúst 1950; 2. júlí til 4. ágúst 1955, 27. maí til 29. júní 1988; 17. ágúst til 20. september 1999.
Þarna er aftur sumarið 1955 sem kemur sem sagt fyrir tvisvar með yfir 30 daga samfellu með minna en tíu stunda sólskini!
33 dagar: 12. ágúst til 13. september 1930.
31. dagur: 31. júlí til 30. ágúst 1976; 9.ágúst til 8. september 1991.
30. dagar: 6. ágúst til 4. september 1961.
Svo er hellingur af tímabilum með 20 til 30 samfelldum dögum þar sem sól nær aldrei að skína tíu stundir eða meira.
Og svo sumarið 2013 sem af er til samanburðar: 26 dagar: 23. maí til 19. júní; 19. dagar: 4. -22. júlí.
Á Íslandi er fullkomlega óraunhæft, þrátt fyrir sumarið í fyrra og hittið fyrra, að ætlast til þess að sólin skíni dag eftir dag frá morgni til kvölds.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 23.8.2013 kl. 12:40 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þar mjálmaði Mjási :)
Æðsti veðurfræðisagnfræðingur Hádegismóa, Sigurður Þór Guðjónsson, skrifar með sól í sinni um hið dásamlega íslenska gæðasumar 2013.
En í Excelskjölunum leynast blikur á lofti. Meðaliti í ágúst -0,4°C lægri en í meðalári í Reykjavík og -1,5°C lægri á Akureyri!
Skyldi Mjási vita af þessu? ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 22:39
Sæll Sigurður!
Ritað er: „Sólarstundir síðasta 31 dag eru [...] orðnar 177,5. Meðaltalið í júlí 1961-1990 er 171 stund. Síðasta 31 dag hefur ástand sólskinsmála því verið fullkomlega eðlilegt miðað við venjuna á sumrin síðustu áratugi.“
Vér hyggjum að árin 1961-1990 hafi verið fremur sólarlítil hvort sem borið er saman við næstu áratugi á undan eða þá sem á eftir komu. Væri ekki rétt að hunza alþjóðastaðlana og miða í staðinn við „eðlilegra“ meðaltal, t.d. áranna 1931-2010?
Kv. /B
Birnuson, 12.8.2013 kl. 15:39
Það myndi litlu breyta. Sólskin milli ár og sumra þegar til nokkurra ára er litið er býsna stöðugt fyrirbæri og rokkar miklu minna til en t.d. hitafar. Sólskinstundir í Reykjavík júní til sept að meðaltali 1931-1960 voru 632, 1961-1990 612, 1981-2010 623 og 1931-2010 627. Það er nánst enginn munur miðað við fjóra mánuði. Hins vegar er þetta sama meðaltal á þessari öld 703 stundir. En það er spurning hvort vit sé í að miða við ÞAÐ, svo fá ár, tólf að tölu. Okkar öld hefur til þessa verið bæði svo óvenjulega hlý og sólrík að varla eða ekki er hægt að búast við að framhald verði á því óbreytt ár eftir ár. Bæði ég og fleiri höfum reynt að benda á þetta og oft með tölum, staðreyndum og æsingalaust. Þessi pistill er t.d. liður í því að benda fólki hæversklega á hvað sé ''eðlilegt'' að búast við á meðal reykvísku sumri. En pistillinn var á bloggsíðu nokkurri rangtúlkaður alveg herfilega með skætingi og leiðindum og nenni ég ekki að fara nánar út í það. Það er rétt að miðað við þessi 12 ár er okkar sumar núna svona og svona á suðurlandi, bæði hvað varðar hita og sól, en það er samt eins gott að gera sér grein fyrir því hvað þessi síðustu 12 ár eru óvenjuleg og illa til þess fallin að nota sem viðmið um það sem hægt er í rauninni að vænta. Það sólskin sem hafði verið þennan 31 sem ég tiltók er mjög í stíl við það sem hefur verið meira og minna alla mælingasöguna til okkar aldar hvaða 31 annan dag sem væri gegnum árin. Sólfarið á sumrin er nú bara ekki meira en það. Svipað gildir raunar um hitann. Hann er aðeins það sem af er sumars lítið eitt afbrigðilegur núna á suðurlandi miðað við síðustu áratugi. En það er eins og fólk vilji ekki skilja þetta og bíti í sig okkar öld sé hið eina sanna viðmið og bregst jafnvel ókvæða við er litið er til lengri tíma og sumir láta í það skína að okkar sumar núna sé alveg sérstaklega skeflilegt og afbrigðilegt og boði verri tíma, jafnvel alheims kólnun. Auk þess hefur sig í frammi viss hópur manna sem stundar athugasemdir og að nokkru leyti blogg um veður sem virðist ekki eiga sér neinn tilgang annan en þá að vaða í hvers kyns veðurvillu og svíma og hreyta ónotum út í þá fáu sem blogga um íslenskt veðurfar og eru beinlínis með það á heilanum að allar færslur um veður séu í þeim tilgangi gerðar að boða einhverja alheimshlýnun, jafnvel þó aðeins sé verið að fjalla um tiltekin atriði í íslensku veðurfari. Alls ekki á ég við þig Birnuson en kem þessu að af sannarlega gefnu tilefni þegar ég svara þinni ágætu athugasemd. En það er virkilega leitt að ekki skuli vera hægt að halda uppi veðurbloggi á Íslandi um veðurfar í landinu fyrir þessum áðurnefnda ófögnuði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.8.2013 kl. 17:33
Kærar þakkir fyrir þetta afbragðsgóða svar! Liðinn áratugur hefur verið sólríkur með afbrigðum, það vissi ég, en taldi í fávizku minni að árin beggja vegna stríðs hefðu verið það einnig. Var það ef til vill fremur svo á Austurlandi?
Birnuson, 12.8.2013 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.