Snjóar snemma í Reykjavík

Í morgun var alhvítt í Reykjavík og mældist snjódýptin 13 cm og er hvergi meiri á landinu. Mun þetta  vera næst mesta snjódýpt sem hefur mælst í októtber í höfuðborginni en mest hefur mælst 15 cm þ. 22. árið 1921. Ekki byrjaði þá að snjóa fyrr en eftir miðjan mánuð. Snjódýptin í morgun mun því vera  mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík svo snemma hausts frá stofnun Veðurstofunnar. Einstaka sinnum hefur fest snjó í september, mest 8 cm þ. 30. 1969. Að jafnaði festir fyrst snjó í Reykjavík fyrstu dagana í nóvember en ýmis frávik eru vitanlega á því.

Alautt að staðaldri í vor varð 25. apríl og hefur snjólausi tíminn því varað í 165 daga. Frá 1924 er það þriðji minnsti fjöldi snjólausra daga að sumri ásamt 1969. Færri voru þeir 1990, 154 dagar, en 1967 voru þeir 158. Meðaltalið frá 1949 eru 200 dagar.  

Á fylgiskjalinu frosti má sjá hve nær alautt varð að vori og fyrst alhvítt að hausti frá 1949 en auk þess svona nokkurn vegin og stundum alveg hve nær alhvítt varð að hausti árin 1924-1948 en ekki hve nær fyrst varð alautt að vori að staðaldri. Um það liggja ekki fyrir upplýsingar á lausu. 

Einnig má þarna sjá síðasta frost að vori og fyrsta frost að hausti frá 1920 en þá var Veðurstofan stofnuð. Þetta eru áreiðanlega upplýsingar. Einnig má sjá það sama fyrir árin 1880 til 1903, sem var á vegum dönsku veðurstofunnar, og líkast til er mikið að marka.

Og loks er það sama árin 1823-1851 og 1872-1879. En það skulu menn taka hæfilega alvarlega. Þar er ekki alltaf um raunverulega lágmarksmælingar að ræða heldur lestur á mæla á ákveðnum tímum og auk þess voru mæliaðstæður ekki eins öruggar og síðar varð. En skemmtun má af því hafa.

Hitt fylgiskjalið er svo hið hefbundna fyrir dagavaktina.

Ekki þori ég svo að hengja mig upp á að villur kunni ekki að leynast þarna.  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér fljúga snjókornin:

1. "Snjódýptin í morgun mun því vera mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík svo snemma hausts frá stofnun Veðurstofunnar."(!)

2. "Alautt að staðaldri í vor var 25. apríl og hefur snjólausi tíminn því varað í 165 daga. Frá 1924 er það þriðji minnsti fjöldi snjólausra daga að sumri ásamt 1969. Færri voru þeir 1990, 154 dagar, en 1967 voru þeir 158. Meðaltalið frá 1949 eru 200 dagar."(!)

Nú þurfa kolefnisþrákálfar bara að leita halds og trausts hjá hákirkju kolefnissafnaðarins á Íslandi, Veðurstofu Íslands (sem gat ekki skammlaust spáð fyrir um snjókomuna á höfuðborgarsvæðinu sl. nótt).

Ekki er að efa að kolefniskardínálarnir geta fixað sjálfvirku hitamælana og logið upp líkönum/sviðsmyndum sem sýna fram á undirliggjandi hnatthlýnun mitt í fannferginu :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 16:48

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Noh!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.10.2013 kl. 17:02

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir fróðleikinn Sigurður - alltaf fróðlegt að sjá svona gögn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.10.2013 kl. 17:39

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ísöld eða jafnvel pólvelta, á því er enginn vafi. Ólán Íslendinga taka engan endi. Mig grunar að Kínverja standið á bak við þetta.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.10.2013 kl. 06:52

5 Smámynd: Birnuson

Kærar þakkir fyrir fylgiskjalið Frosta! Vissulega snjóaði snemma í Reykjavík að þessu sinni en þetta gæti samt orðið eina snjókoma haustsins.

Birnuson, 10.10.2013 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband