1.3.2014 | 19:19
Sjaldgæfir febrúardagar
Síðasti dagurinn í febrúar var óvenjulegur í Reykjavík. Þá skein sólin í 7,9 klukkustundir og hitinn fór í 7,5 stig en meðalhitinn var 4,2 stig en lágmarkið 2,4.
Það mun vera afar sjaldgæfur atburður á þessum árstíma að svona mikill sólskinsdagur sé jafnframt þetta hlýr. Oftast nær er frost í mikilli sól á febrúardögum, stundum hörkufrost.
Langtíma meðalhiti þessa dags er um hálft stig en meðalhiti alls febrúarmánaðar 1961-1990 er 0,3 stig en á þessari öld 1,1 stig, með þessum.
Hér fara á eftir nokkrar vangaveltur um hlýja sólskinsdaga í febrúar.
Daglegar sólskinsmælingar eru til frá 1924. Mesta sólskin sem mælst hefur 1. febrúar er 6,5 stundir en 9,5 stundir þann 28. Meðaltal sólskins í febrúarmánuði öllum í Reykjavík síðustu 30 ár eru 58,3 stundir eða tvær stundir á dag að jafnaði.
Sólargangur er auðvitað ekki langur í febrúar þó hann lengist eftir því sem á líður. Mér datt í hug að miða við að fimm stundir af sólskini eða meira til að ákvarða sólskinsdag í febrúar. Ég hef þær ekki fleiri til þess að ná öllum mánuðinum og vegna þess hve sólargangur er skammur held ég að menn upplifi slíka daga sem sólardaga miðað við árstímann.
Síðan 1924 hefir sól mælst 5 klukkustundir eða meira í 446 daga í febrúar en það eru um 17% allra febrúardaga á þessum tíma. Meðalhiti þessara sólardaga er -2,8 stig frá 1949 að telja en meðaltal lágmarks og hámarkshita á sama tíma er um fimm stiga frost og hiti um frostmark. Sólskinsdagar í febrúar eru því yfirleitt kaldir og oftast miklu kaldari en dagsmeðaltal viðkomandi dags, hvað þá hlýrra hlákudaga. Af 325 sólardögum frá 1949 hefur meðalhitinn verið yfir frostmarki í kringum 22% þeirra daga en frá 1949 eru til sólarhringsmeðaltöl hita. Meðalhitinn hefur sem sagt verð undir frostmarki í nær 80% þessara sólskinsdaga. Lágmarks og hámarkshiti hvers dags liggur fyrir alveg frá 1924. Frá því ári hefur verið algjörlega frostlaust í um 9% allra daga (446) með fimm klukkustunda sól eða meira. Hámarkshitinn komst í 5 stig eða meira í 28 daga af þessum 446 dögum, þar af 4 daga 2014, yfir 6 stig í 17 daga en yfir 7 stig í 8 daga og einn af þeim var síðasti dagurinn í þeim febrúar sem var að líða. Allra allra mestu sólskinsdagar, þeir sem eru nærri sólskinsmetum viðkomandi dags, ná ekki að verða hlýir.
En þetta er sem sagt alveg nauða sjaldgæft ástand í veðrinu sem við höfum verið að lifa núna í febrúar í Reykjavík. Að á miklum sólardögum í febrúar sé líka tiltöulega hlýtt en ekki hörkufrost.
Nokkrir af þessum mildu sólríku dögum síðustu 91 ár skera sig úr.
Fyrstan skal telja 26. febrúar 1932, langhlýjsta febrúar sem mælst hefur, en þann dag komst hitinn í 9,9 stig (var 9,1° á hádegi) en sólin skein í 5,6 stundir og meðalhitinn hefur líklega slagað nokkuð eða jafnvel hátt upp í 7 stig. Þennan dag fór hitinn á Hvanneyri upp í 11,4 stig.
Hinn 24. árið 1963 var merkilegur dagur. Þá skein sólin í 5,3 stundir, hámarkið var 7,9 stig (7,4 kl. 15) en sólarhringsmeðaltalið var svo hátt sem 6,4 stig.
Mér er minnisstæður 14. febrúar árið 1991. Þá komst hitinn i 7,7 stig (kl. 15) en meðalhitinn var 6,3 stig og sólin skein í 6,3 stundir. Gestir í sundlaug vesturbæjar tóku fram sólbekkina þennan dag!
Sólin skein í 5,3 stundir þann 24. árið 2003 en hitinn fór í 7,1 stig en meðalhitinn var 5,1 stig.
Allir þessir dagar voru alveg frostlausir.
Og svo er það okkar dagur, líka frostlaus, síðasti dagur febrúarmánaðar 2014, með sól upp á 7,9 stundir, 7,5 stiga hámarkshita og meðalhitann upp á 4,2 stig.
Mig langar til að láta okkar dag hreppa gullið á vetarólympíuleikunum fyrir milda sólskinsdaga í Reykjavík í febrúar en 1932 daginn silfrið og 1991 daginn bronsið! Það er listrænn elegans gærdagsins á svellinu sem gerir útslagið með gullið!
Hvað sem um þennan veðurleik má segja hefur veðurfarið vægast sagt verið óvenjulegt í þessum febrúar og ekki bara vegna þurrkanna og austanáttarinnar. Litlu munaði að mánuðurinn kæmist líka inn á topp tíu listann fyrir sólríki og samt svona hlýr og hann skartar óvenjulega mörgum tiltölulega hlýjum sólskinsdögum miðað við árstíma. Loftið yfir landinu hefur ekki komið norðan af heimskauti með svellköldum sævi.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.