Óþægilegt

Ég veit auðvitað ekki hvort atburðir í þessu máli voru eins og Pistoríus segir. En jafnvel þó svo væri er erfitt að fallast á það að innbrotsþjófur bak við læsta hurð sé bara umhugsunarlaust réttdræpur og maður sem skýtur að honum mörgum skotum sé alsaklaus eins og ekkert sé. Það hlýtur í það minnnsta að vera ógætileg meðferð á skotvopnum. 

Annars kom ég einmitt að óboðnum ókunnum gesti í svefnherberginu mínu fyrir nokkrum dögum. Hefði ég átt að drepa hann? Lögreglan kom svo og fór með manninn.

Það dó reyndar kona sem á sína ættingja og vini sem eru eflaust alveg niðurbrotnir. Í endurteknum fréttaflutningi Morgunblaðsins og reyndar fleiri fjölmiðla af skoðunum þessarar konu er eins og sú hlið mála varði alls engu máli.

Réttarhöldin eiga að leiða sannleikann í ljós. Skipta skoðanir þessarar íslensku konu sem telur sig vita sannleikan fyrirfram virkilega einhverju sérstöku máli? Og á þetta að ganga  svona öll réttarhöldin og jafnvel eftir þau? 

Mætti ekki líka til dæmis kynna sjónarmið ættingja þeirrar konu sem alveg óumdeilanlega var skotin til bana. - En bara í misgripum fyrir aðra lifandi manneskju að sögn skotmannsins.  

Mér finnst þessi fréttaflutningur af einhliða skoðunum íslensku konunar beinlínis óþægilegur.

Mjög óþægilegur. 

 


 


mbl.is Ebba segir Pistorius niðurbrotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband