Hlý vorbyrjun

Ekki er hægt að kvarta yfir þessari vorbyrjun. Í Reykjavík er spretta gróðurs líklega hálfum mánuði fyrr en venjulega. 

Meðalhitinn i Reykjavík er nú 8,15 stig eða  3,4 stig yfir meðallaginu 1961-1990 en  0,3 stig yfir meðallagi þessarar aldar fyrir fyrstu tíu daga maímánaðar. Aðeins var hlýrra þessa daga að meðaltali árin 2011, 2006, 1961 og 1935. Nærri því eins hlýtt var 2008

Ómögulegt er þó að segja til um hvernig mánuðurinn mun reynast í hitanum þegar hann er allur. Maímánuðirnir 2011 og 2006 voru aðeins í kringum meðallagið 1961-1990 en 1961 var með hlýjustu mánuðum og 1935 er hlýjasti maí sem mælst hefur í Reykjavík. Maí 2008 varð vel hlýr.  Ef okkar mái héldi núverandi hitafráviki hvers dags upp á við  til loka myndi hann þó sló 1935 út og verða hlýjasti maí sem mælst hefur í Reykjavík. En það mun líklega ekki verða.

Á Akureyri er meðalhitinn núna 6, 2 stig eða 2,7 stig yfir meðallaginu 1961-1990.

Úrkoman sem af er má heita í meðallagi bæði  í Reykjavík og á Akureyri og það hjálpar auðvitað til með gróðurinn að úrkoman sé nægjanleg. 

Sólskinsstundir i Reykjavík eru níu fleiri en meðaltalið fyrstu tíu dagana segir til um. 

Ekki hægt að kvarta yfir þessu. Svo er bara að sjá hvað verður með framhaldið. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það var vel hlýtt í byrjun mánaðarins hér á höfuðborgarsvæðinu. Eftir þann 10. hefur þó kólnað talsvert enda kalt loft yfir landinu til skiptis við rigninguna.

Ég er hræddur um að þessi góða byrjun sé nú að jafnast út og að hitinn í mánuðunum verði svipaður og verið hefur en þó vonandi yfir meðaltali köldu áranna.

Sem betur fer er gróðurinn kominn svo vel af stað að smá kuldatíð stoppar hann ekki úr þessu.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband