Fáfengileg veđurtölfrćđi fyrir 17. júní

Nú hafa liđiđ 70 ţjóđhátíđardagar en dagurinn í dag er sá 71.

Međalhiti ţessa dags á lýđveldistímanum í höfuđborginni er 9,6 stig en 10,5 á ţessari öld. Hćsti međalhiti var 13,1 stig áriđ 2005 en lćgstur 4,8 áriđ 1959, ţann illrćmdasta 17. júní hvađ veđriđ snertir.

Međaltal hámarkshita ţennan dag síđustu 70 árin er 12,2 stig. Hlýjast varđ 17,4 stig áriđ 2005 og minnsti hámarkshiti var 7,3 stig 1959.

Međaltal lágmarkshita er 7,1 stig en lćgst 2,3 stig 1959 en mestur hefur lágmarkshitinn veriđ 9,5 stig áriđ 1955. 

Engin úrkoma hefur mćlst í Reykjavík ađ morgni 18. júní, sem mćlir ţá úrkomu frá kl. 9 á ţjóđhátíđardaginn og áfram fram á nćsta morgun í 33 skipti af 70 eđa í 47% daga. Ţađ hefur ţví ekki alltaf veriđ "rok og rigning". Úrkoma meiri en 1 mm hefur mćlst í 21 dag.  Mest mćldist 13,7 mm áriđ 1988.

Međaltal sólskinsstunda á ţjóđhátíđardaginn er 5,1 klukkustund í borginni. Mest sól var áriđ 2004, 18,3 stundir en 11 sinnum hefur alls engin sól mćlst, síđast 1988. Sól hefur skiniđ meira en tíu klukkustundir í 13 daga. Nokkuđ ber á ţví ađ sautjándinn sé sólríkur í Reykjavík nokkur skipti í röđ eđa ţá rigningarsamur og ţungbúinn nokkur skipti í röđ.

Mesti hámarkshiti á Akureyri á lýđveldistímanum er 23,5 stig áriđ 1969 sem er jafnframt mesti hiti sem mćlst hefur á ţjóđhátíđardaginn á öllu landinu en sami hiti mćldist 1977 í Reykjahlíđ viđ Mývatn. Minnsti lágmarkshiti á Akureyri er 0,4 stig áriđ 1959. Tölur fyrir međalhita á Akureyri liggja ekki fyrir nema frá og međ 1949 en síđan ţá er međalhiti mestur á 17. júní 15,1 stig áriđ 1969 en kaldast 1,5 stig 1959.

Hlýjasti ţjóđhátíđardagurinn ađ međaltali frá 1949 á öllu landinu var 1966 11,2 stig á skeytastöđvum en sá kaldasti var 1959, 1,8 stig.  Minnsti hámarkshiti á landinu á sautjándanum alveg frá 1944 er 10,6 stig ţann hrćđilega dag 1959. Hér verđur ekki fariđ út í illvirđi á 17. júní en 1959 myndi ţar áreiđanlega verđa ofarlega á blađi. Mesti kuldi sem mćlst hefur á ţjóđhátíđardaginn á landinu er -4,8 stig á Skálafelli áriđ 2010 en í byggđ -2,9 stig á Stađarhóli í Ađaldal áriđ 1981.

Sólríkasti 17. júní á landinu er örugglega 1991 ţegar sólin mćldist 15-18 stundir á öllum mćlingastöđum nema á Melrakkasléttu ţar sem voru 10 stundir af sól. Ţetta er sólríkasti 17. júní á Akureyri međ 18 klukkustunda sólskin. 

Mest úrkoma ađ morgni 18. júní á landinu hefur mćlst 167,1 mm á Gilsá í Breiđdal áriđ 2002. 

Dagurinn í dag er mjög hlýr fyrir norđan og austan og hefur hitinn ţegar allvíđa ţar fariđ yfir tuttugu stig, mest 22,7 á Húsavík. 

Á fylgiskjali má sjá kort af veđrinu á Íslandi kl. 17 (kl. 18 ađ núverandi hćtti) 17. júní áriđ 1944. Kortiđ stćkkar ef smellt er á ţađ.  

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband