Nokkur 17. júní veđurmet sleginn

Ekki var ég fyrr búinn ađ setja inn nokkur fáfengileg veđurmet fyrir ţjóđhátíđardaginn en ţau verđa sum alveg úrelt!

Úrkoman í morgun mćldist 22,0 mm í Reykjavík. Ţađ er mesta úrkoma sem ţar hefur mćlst ađ morgni 18. júní ekki ađeins síđan lýđveldiđ var stofnađ heldur frá upphafi mćlinga og mćlir urkomuna frá kl. 9 ađ morgni 17. júní. Gamla metiđ var 13,7 mm frá 1988. Ekki fór ađ rigna fyrr en um klukkan 14 en mest rigndi um kvöldiđ. Á mönnuđu stöđinni mćldist úrkoman 5,5, mm frá kl. 9-18. Á sjálfvirka úrkomumćlinum mćldist fyrst ofurlítil úrkoma kl. 14, 0,2 mm,  en kl 1 eftir miđnćtti ţegar upp stytti til morguns var úrkoman orđinn 21,6 mm á ţeim mćli en milli kl. 18 og 22 mćldist úrkoman 15,2 mm.

Ekki beint veđur til útiskemmtana. 

Á Akureyri var dagurinn sá hlýjasti ađ međalhita á lýđveldistímanum, 15,4 stig en gamla metiđ var 15,1 stig áriđ 1969 en hugsanlega var hitinn ţar svipađur á sjálfum sautjándanum 1944 og 1969 en nćr ekki gćrdeginum. Hámarkshitamet var ekki slegiđ á Akureyri.

Ţađ rigndi má segja um allt land nema sum stađar viđ Ísafjarđardjúp en ţó víđast ekki fyrr en síđdegis og  mest um kvöldiđ eđa í kringum miđnćttiđ. 

Međalhitinn á Akureyri er nú orđinn hćrri á Akureyri en í  Reykjavík eins og sjá má í fylgiskjalinu.

Sumir eru ađ tala um ţađ á netmiđlum ađ veđurfariđ sé ađ verđa eins og í fyrrasumar. En ţađ sem komiđ er hefur ţó lítiđ líkst ţví.

Sjáum svo hvađ setur.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Sigurđur!

Til hamingju međ daginn!

Mali 7 ára! Elskađasti köttur Íslandssögunnar!

Ja, mĺ han leva!
Ja, mĺ han leva!
Ja, mĺ han leva uti hundrade ĺr!
Javisst ska han leva!
Javisst ska han leva!
Javisst ska han leva uti hundrade ĺr!

Hérna á ungversku hásléttunni hafa safnast
saman flest ţau dýr sem af kattarćtt fyrirfinnast.

Loppuţeysarar munda kjuđana á hljómsveitarpalli
og strax á eftir koma Músafellurnar en Hváshildur Högnadóttir
og Murr Jo Jo Catkins munu syngja afmćlisbarninu
ómćldar sveiflur úr tólftónaröđinni auk ţess sem
Frech mun láta til sín taka í Tokkötu og fúgu svo
djöfullegri ađ sviđni helst öll skott nćst sviđinu!

Kćr kveđja,

Húsari. (IP-tala skráđ) 25.6.2014 kl. 11:55

2 identicon

Sćll Sigurđur!

Ţađ vakti athygli allra ţá Patti Smith kom til landsins
hversu mjög hún gladdist yfir ţví öllu og dásemdum ţess.

Nú er komiđ í ljós ađ gleđi hennar var af allt öđrum toga spunnin
og lái henni ţađ hver sem vill miđađ viđ félagsskapinn
sem sjá má hér:
http://www.youtube.com/watch?v=Mxp62g4itqI&list=UUEsOgeC5ONtFBv0HEbIK_eA&index=5

Kveđja í tilefni afmćlis ásamt og međ ís ađ hćtti
japana en í stađ nuggats og sykurmola eru ţar
ýsubitar og krćklingu! (Suđkrćklingar!!),

Húsari. (IP-tala skráđ) 25.6.2014 kl. 13:30

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mali the malicious, bitvargurinn sá, ţakkar innvirđulega fyrir afmćliskveđjunar.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 26.6.2014 kl. 01:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband