Mesti hiti í ágúst - Og góðviðri í dag á suðurlandi

Þennan mánaðardag árið 2004 mældist mesti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Á sjálfvirku stöðinni við Egilsstaði fór þá hitinn í 29,2 stig. Þetta var einnig hlýjasti dagur á landinu að meðalhita frá a.m.k. 1949 og einnig að meðaltali hámarkshita, 15,9 og 21,6 stig. Þá stóð yfir í fáeina daga einhver mesta, ef ekki mesta, hitabylgja sem gengið hefur yfir landið síðan Veðurstofan var stofnuð árið 1920. Ekki verður henni gerð hér frekari skil en til stendur á þessari bloggsíðu að fjalla síðar um helstu hitabylgjur sem komið hafa síðan 1920.

Í dag var svo sól og blíða á suðurlandi. Hiti fór yfir 20 stig á flestum stöðvum frá Mýrdalssandi, um suðurlandsundirlendi og upp á Kjalarnes. 

Hársbreidd var frá því að tuttugu stigin mældust á kvikasilfrinu í Reykjavik þar sem hitinn varð 19,7 stig en 20,0 á sjálfvikru stöðinni. Hins vegar komst hitinn í 21,9 stig á Korpu, 21,2 á Geldingarnesi og 20,6 á Hólmsheiði. Á Skrauthólum á Kjalarnesi fór hitinn í 21,0 stig en á vegagerðastöðvunum við Blikadalsá og Kjalarnesi og við Sandskeið fór hitinn í 21,8 og 20,2 stig. 

Hlyjast á landinu var hins vegar á Sámsstöðum í Fljótshlíð þar sem hitinn fór í 22,8 stig.  Á vegagerðaStöðinni við Markarfjót fór hitinn í 22,2 stig, 21,6 á sjálfvirku stöðvunum á Þingvöllum og Þykkvabæ og 21,2 á kvikasilfursmælinum á Eyrarbakka. Víðar á suðurlandi mældist rétt rúmlega 20 stig. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband