Sólskinstíð

Kvartanir vegna sólarleysis í höfuðstaðnum eru nú alveg horfnar.

Það er ekki nema von.  Fjöldi sólskinstunda það sem af er ágúst eru nú orðnar 125 sem er fimm stundum meira en meðaltal síðustu tíu ára fyrir þessa daga og 17 stundum meira en meðaltalið 1961-1990.

Ef við tökum síðustu 30 daga eru sólarstundirnar orðnar 190 og eftir daginn í dag fara þær mjög líklega upp fyrir 200 stundir og þá erum við að upplifa algjört meðalástand fyrir sól fyrir dagana 20. júlí til 20. ágúst á þessari öld sem hefur verið óvenjulega sólrík að sumarlagi.

Það er því engin þörf að kvarta meðan blessuð sólin skín. 

Viðbót 21.8.: Sólskinsstundir í gær voru 14,4 í Reykjavík og þar því orðnar 204 síðasta 31 daginn.  Það þætti alveg ágætt í hvaða heilum sumarmánuði sem væri en litlu skiptir um sólskindstundafjölda hvar skipt er milli daga yfir hásumarið til að velja mánaðarlengd.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband