15.3.2007 | 19:31
Dauðans alvara
Nú er ég kátur og glaður eins og flesta daga. Fór á Landsbókasafnið og leysti út eldgamla myndabók um líf Schuberts, frá 1913, sem komin er frá prússneska staatsbókasafninu í Berlín. Kannski hafa voldugir nazar verið að fletta henni í den tíð áður en þeir fóru að stríða. Í bókinni eru sjaldgæfar myndir sem varða líf tónskáldsins Schuberts. Ein mynd finnst mér sérlega hugsanavekjandi um hverfulleika lífsins.
Já, í dag erum við kokhraust og kjaftor og rífumst um klám og femínista, álver og einhverja vonlausa stjórnarskrá en á morgun verðum við steindauð og vitum ekkert í okkar haus. Æði margir vita reyndar nú þegar ekkert í sinn haus.
Þegar Schubert, sem var jarðaður við hliðina á Beethoven (ein nauðaómerkileg gröf á milli), var búinn að lúra iðjulaus í gröf sinni í ein fjörtíu ár var hann grafinn upp að nýju og líka Beethoven og voru þeir draugarnir svo fluttir í heiðursmannagrafreit í útjarði Vínarborgar. Ljósmyndatæknin var komin til sögunnar og gátu menn ekki á sér setið að ljósmynda höfuðskeljar snillinganna áður en þeim var aftur mokað í moldina þaðan sem þeir víst komu hvort eð var.
Hér sjáum við myndir af þessum snilldar hausum. Tennurnar sem vantar í Schubert duttu af í gröfinni en til þess var tekið hve fallegar tennur hann hafði að öðru leyti og heilar enda ekki búið að finna upp kókakóla þegar hann var á fylliríi og karlafari í Vínarborg. Hann var nefnilega hommi og algjört rassgat og krútt. Beethoven var aptur á móti allur í platónskri ást sem kallað er en svo er það nefnt þegar menn eru svo girnda- og getulausir, auk þesss heyrnarlausir og sjóndaprir, að þeir nenna ekki fyrir nokkra muni að brölta upp á kvenmann, já eða karlmann.
By the way, btw, ég kann nefnilega ekki lengur að skrifa meðal annara orða, m.a.o.", upp á íslensku enda er hún með eindæmum hallærislegt tungumál sem engan veginn nær hinum fíngerðari blæbrigðum blogghugsanna vorra, þegar ég gekk eftir Tjarnargötunni á lífsglaðri leið minni á Landsbókasafnið framhjá einum litlum bílskrjóði, sem þar lá við stétt, sá ég hvers aftursæti var yfirfullt af klósettrúllum mörgum innbundnum í heljarknippi. Varð mér starsýnt á toilett þetta og undraðist mjög gæsku og náðarríkar gjafir guðs. Fór ekki á milli mála að ökufantur téðrar bifreiðar þjáist af niðurgangi allsvæsnum enda mun einhver skítapest vera að ganga í bænum. Ekki fæ ég þó hana fremur en aðrar pestir því ég er svo eitraður karakter að sýklar og vondir vírusar drepast unnvörpum sem nærri mér koma.
Í gær deildi ég með bloggvænum lesendum nokkrum vísdómsfullum pælingum um bloggsins órannsakanlegu og óstýranlegu vegu og nú skenki ég sömu lesendum þessum fánýtu ritræpuhugsunum um hverfulleika lífsins.
En myndirnar af tveimur af mestu tónsnillingum heimsins tala sínu máli um það hvað um okkur verður þegar bloggrokkarnir eru þagnaðir og allt er orðið hljótt. Sá ljósi og ljóti að ofan er Beethoven en sá dökki og sæti til vinstri er tannálfurinn Schubert sem samdi Ave María og "Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður".
Meginflokkur: Mannlífið | Aukaflokkur: Allt í plati | Breytt 6.12.2008 kl. 19:46 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Já, gamla geit. Það er ekkert ave maría í gröfinni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.3.2007 kl. 21:01
Hauskúpa Sjúberts er mun ljótari en Betófens, þó að sá fyrrnefndi hafi sýnilega verið betur tenntur. Betófen hefur haft brenndar tennur einsog Bidda systir. Oj. Mikið vona ég að ég verði aldrei fræg svo að músíkpervertar fari ekki að birta myndir af nagaðri kúpunni á mér á bloggi eftir hundrað ár.
Þess má þó geta að ég er slíkt góðmenni að mig langar að eftir minn dag verði haldin svokölluð Himnesk jarðarför. Það þýðir að hræið af mér verður brytjað niður og gefið hræfuglum að éta. Þannig tryggjum við góðmennin að hringrás náttúrunnar nái óhindruð fram að ganga. Okkur finnst nebblega leiðinlegt að rotturnar þurfi að naga sig í gegnum kistuna og líkklæðin. Óþarfa puð segi ég nú bara.
Sko...erindi þessa langa komments er ekki bara að segja þér hvað færslan skemmti mér svívirðilega mikið, heldur líka að leiða þér fyrir sjónir að allt kostar eitthvað. Vinir eru sumsé ekki ókeypis.
Ég hef lofað að kæfa þig með heimspekilegum steinsteypupúða þegar þú ert orðinn elliær og stórkostlega heilabilaður. Það loforð ætla ég að efna. Hinsvegar efast ég um að ég lifi þig (svo geðtrufluð og hrikalega holdsveik sem ég er) og því vil ég biðja þig að hlutast til um að skrokkur minn verði hlutaður í sundur einsog hverannar dilkur og ég vil líka biðja þig um að setja feita kjötbitana í bónuspoka, arka með hann uppá hálendi og henda bitunum fyrir hræfugla. Það ætti að tryggja að ég komist á sama handanheimsstað og Gandhi dvelur nú á. Fuglarnir fá nóg að éta og þú nýtur útivistar og heilnæmrar líkamshreyfingar (auk þess sem við Gandhi hugsum hlýlega til þín af astralplaninu). Allir græða!
Spurningin er þessi:
Viltu gera þetta fyrir mig?
Love
Tóta pönkari
Þórunn Hrefna (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 03:08
Hrikalega ertu skemmtilegur penni Sigurður. Ég táraðist af hlátri
þegar ég las um þínar vísdómsfullu ritræpuhugsanir, eins og þú orðar það sjálfur.
Bangsarnir Beethoven og Schubert eru ferlega krúttlegir.
Svava frá Strandbergi , 16.3.2007 kl. 12:33
Ég hef einmitt verið að bíða eftir þessari Schubert bók þinni lengi og bíð enn spenntur. Er sjálfur mikill aðdándi hans fallegu tónlistar. Hef marglesið að sennilega hafi hann hallast eitthvað til karla, en aldrei lesið það svona afgerandi eins og þú skrifar. Skiptir heldur engu máli, heldur er það tónlistin og ég á líklega 15 diska með tónlist hans.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:33
Viðvörun til Stefáns og annarra: Það sem skrifað er hér á blogginu er sjálfstæð ritræpa sem er í engum tengslum við það sem skrifað stendur í bókinni um Schubert.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2007 kl. 14:27
Pönkína: Ég hlakka svo til að fá að brytja þig í spað að ég get bara ekki beðið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2007 kl. 15:11
Ég er allavega svoldið spennt að lesa þessa bók um Schubert. Er hún nokkuð mjög leiðinleg?
Og er hún komin út? Mig langar í eina.
(Ef hún er ekki komin út, þá veit ég um einn mjög góðan prófarkalesara.)
gerður rósa gunnarsdóttir, 17.3.2007 kl. 06:25
Bókin er ekki komin út og kemur vonandi alderi þó verið sé að mjaka útgáfunnu áfram. Okkur vantar einmitt prófarkalesara. En bók þessi er afspyrnu leiðinleg og er það göfugt markmið hennar að vera einmitt það, þar er ekkert sviðsett og allt haft eins leksikonlekt og hægt er, það eru staðreyndir og svoleiðis sem máli skifta, en ekki "skáldlegt" þvaður . Og bókin er um 800 og eithvað blaðsíður án mynda sem eiga að vera um 400 og öll bréfin hans Sjúbba eru þarna á sínum stað. Útgefandinn er að tuða um að bókin sé mjög læsileg en það er bara kurteisishjal. Svo er þarna líka skrifað um þúsund tónverk. Ég þakka mínum sæla fyrir það hvað Sjúbbi dó ungur (31). Ef hann hefði dáið á sama aldri og Beddi (57) eða jafnvel Mózi (35) væri ég ekki hálfnaður með að skrifa um þau 10 þúsund verk sem hann hefði látið eftir sig. Maðurinn var með algjöra ritræpu. Prófarakalesari er mjög vel þeginn en vegna þess hve bókin er drepleiðinleg þá er það mjög fórnfúst starf því hann yrði ekki eldri.
Farðu svo að blogga asninn þinn svo ég og Jón Valur Jensson tökum á heilum okkar en séum ekki hálfir alla daga.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2007 kl. 11:29
Já, svo er eiginlega heill kafli helgaður hommaskapnum í rassgatinu á honum Sjúbba, farið vel og vandlega í það rassgat og vegið með og móti það sem menn hafa um það skrifað og svo komist að þeirri endanlegu niðurstöðum að Sjúbbi hafi verið ........
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2007 kl. 11:32
Þessi prófarkalesari vill einmitt ekki verða mikið eldri og þætti vel til fundið að deyja lesandi og leiðréttandi prófarkir Sjúbertsbókar. Það væri flottur endir.
En ég er ekkert að grínast varðandi áhuga þessa prófarkalesara á að fara yfir þessa bók. Hann sérhæfir sig einmitt í ofurfræðilegum bókum sem enginn annar heldur einbeitingunni yfir.
Það sem ritstjórar hafa látið út úr sér varðandi vinnu þessa prófarkalesara:
´... og ég er búinn að fara yfir athugasemdirnar þínar. Skrambi ertu glögg!´
´... þakka fyrir góðan lestur. [...] Eins gott að þú hefur augun hjá þér eins og fyrri daginn, og ég þakka fyrir árveknina og biðst forláts á klúðrinu hérna megin.´
´... afar góður lestur að vanda.´
´Eins og fyrri daginn er ég afar ánægður með þína vinnu.´
´Takk enn og aftur fyrir vandaða vinnu.´
´Þakka kærlega fyrir afar góðan lestur.´
´Þú ert aldeilis frábær.´
Þessi prófarkalesari hlýtur að vera alger snillingur.
Viljiði ekki örugglega nota þennan? Hvert á hann að snúa sér?
Þú ert ekki með neitt ímeil?
gerður rósa gunnarsdóttir, 17.3.2007 kl. 18:49
Og þessi prófarkalesari lærði auðvitað á píanó í 8 ár ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 17.3.2007 kl. 19:04
Hlakka til þessarar bókar og veit að söguskoðun þín verður ærleg og fordómalaus. Lífshlaup manna er aldrei í samræmi við minningagreinarnar. Það væri þá ansi fúlt að lifa ef svo væri. Engin rætni eða Þórðargleði í neinu.
Ég var annar þeirra sem kommenterað á Truntusól í einhverjum hálfkæringi. Vona að það hafi ekki komið illa við þig að hrista upp í gruggi fortíðarinnar. Við strákpjakkarnir, sem vorum að byrja að hugsa út fyrir rammann í nýlistadeild myndlistaskólans tóku þessari bík aldrei sem skáldskap. Það er nokkuð nærri að líkja henni við Þórberg eins og nokkrir gerðu. Þetta var költrit okkar, enda vissum við af mörgum dæmum fyrr og síðar að miðaldir hurfu aldrei út úr sumum læknavísindum.
Ég átti síðar eftir að ganga í gegnum þetta batterí og held ég að það að eiga þessa sögu í undirvitundinni hafi hjálpað mér í gegnum það.
Nú er ég að komast á trúnó og þá er best að hætta...
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2007 kl. 19:56
Það var kannski eins gott að Sjúbbi varð ekki eldri því hann var með fullri vissu með sýfilis og hefði orðið brjálaður eins og Hugo Wolf (hlustiði á hann í tónspilaranum) ef hann hefði lifað í nokkur ár í viðbót. Þessar karlar voru engir guðir, ó nei, þeir voru graðir og sukkaðir eins og andskotinn og sömdu sínar avemaríur í timburmönum. Gerður Rósa: Þú ert ekki heldur með ímeil.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.