Snjólaust á láglendi

Í morgun var jörð talin alauð á Tjörn í Svarfaðardal en það er ein af sárafáum veðurstöðvum á landinu þar sem jörð var ekki orðin alauð eftir hlýindi síðustu daga. 

Hugsanlega er jörð ekki alauð í Fljótum en þaðan hafa ekki komi upplýsingar um snjóalög nokkra síðustu daga en þegar síðast fréttist var þar flekkótt. Annars staðar er einfaldlega alauð jörð á landinu á veðurstöðvum nema í Svartárkoti þar sem jörð er flekkótt. Stöðin sú er í 405 metra hæð yfir sjó. Á Grímsstöðum á Fjöllum, í 390 metra hæð, hefur jörð verið alauð í nokkra daga. Kannski væri hægt að leika þar golf!

Nú eru kuldaskil væntanleg yfir landið og búast má við að þá snjói sums staðar.

En merkilegt er þetta snjóleysi svo seint í nóvember.

24:11: Í morgun var alauð jörð í Fljótum og er því alls staðar snjólaust á snjóathugunarstöðvum nema hvað flekkótt er í Svartárkoti.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband