25.3.2007 | 14:54
Hvar er þessi kærleikur?
Um daginn datt ég inn á bloggsíðu þar sem rætt var um kærleikann. Sagt var að hann væri sterkasta aflið í alheiminum.
Þetta þótti mér fréttir. Ég hef nefnilega næstum því aldrei rekist á kærleikann. Það finnst mér skrýtið ef hann er eins algengur og sumir vilja vera láta.
En ég hef mætt heilmikilli velvild fólks og hlýju í lífinu. Að mínu viti er dálítill vingjarnleiki samt ekki kærleikur. Mannleg hlýja er nánast alltaf skilyrt. Spáðu í mig og ég spái í þig sagði Megas.
Ég trúi því að Kristur eins og honum er lýst hafi búið yfir kærleika, skilyrðislausri ást til allra manna. Líka Búdda.
Mér finnst lýsing Palla postula á kærleikanum fjandi lunkinn og er viss um að hún fellur eins og flís við rass kærleikans.
Það er sem sagt til kærkeikur. En hann er ekki á hverju strái.
Það þýðir ekkert að segja að kærleikurinn sé alls staðar og maður þurfi bara að opna hjarta sitt fyrir honum. Hjarta mitt er galopið eins og dómkirkja en samt finn ég hvergi kærleika. Hvernig má það vera?
Þó ég sé þolinmóður og jafnvel umburðarlyndur gagnvart öðru fólki þoli ég ekki fólk sem er sífellt að tala um guð og kærleikann. Það er mín reynsla að þeir eigi minnst af kærleika sem mest tala um hann. Og mestu trúmenn sem ég hef kynnst hafa aldrei minnst á guð í mínu eyru.
Ekki tala við mig um ástina milli manns og konu og segja að hún sé kærleikur. Flest ástarsambönd eru fyrst og fremst byggð á losta og allt í góðu með það. En hann endist sjaldan lengi og næstum öll hjónabönd breytast í rútinusambönd sem oftar en ekki eru æði súr og eiga ekkert skylt við kærleika.
Þetta vita nú allir en samt er allaf talað í upphöfnum tóni um hjónabönd eins og þau séu innsigli kærleikans.
Kærleikurinn er sterkasta afl heimsins segja sumir og hafa engu við það að bæta.
Kannski er þetta rétt hjá þeim. Nú ætla ég að arka í bæinn og vita hvort kærleikurinn verði ekki á vegi mínum. Hress og glaður og til í allt.
Meginflokkur: Guð sé oss næstur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 01:23 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sú er ástin heitust sem er bundin meinum.
- Er því best að unna ekki neinum.
Svava frá Strandbergi , 25.3.2007 kl. 16:44
Mér hefur fundist glitta í hann á ákveðnum fundum, sem ég sæki en svo fær maður líka slatta af skítseðli með líka. Það er vandlifað. Ef kærleikurinn er ekki sjáanlegur, þá er best að leggja land undir fót og leita hans. Það var nú það sem Jessi lagði til.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2007 kl. 17:33
Sárt er að vita Sigurður minn ef þú hefur ekki hitt kærleikann fyrir Ef til vill hefur hann verið við hlið þér allan tímann, en þú ekki tekið eftir honum. En Vonandi rekst þú á hann fyrr en seinna. Það er ljúft að finna þegar fólk sýnir manni kærleika án skilyrða. Og það er vissulega til, og í ríkara mæli en við gerum okkur grein fyrir. En við verðum líka að læra að hlú að þvi góða sem er í kring um okkur. ekkert verður til úr engu minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2007 kl. 18:47
Núna verður eiginlega að fara fram athgun á því hvaða merkingu fólk leggur í hugtakið kærleikur og hvers konar upplifun og tilfinning fylgir návist hins sanna kærleika. Annars verður til mikill misskilningur manna á millum. Svo má jafnvel gera ráð fyrir að fólk upplfiri kærleikann á mismunandi hátt og stundum sé kærleikur í samböndum og stundum ekki. Og hvort það geti verið í eðli kærleikans að vera stundum til staðar ósýnilegur og stundum til staðar mjög sýnilegur. Og svo hefur fólk líka val um að veita viðtekt kærleika og deila honum með öðrum eða láta hann bara eiga sig. Og nú er ég búin að koma mér í hóp gasprara sem tala of mikið um kærleikann og finna hann eflaust hvergi í sjálfum sér og hvergi í kringum sig. Sendi samt tilfinningu sem ég túlka sem kærleika til Þín og vona að honum verði vel tekið og með skilningi.
Amen
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 20:43
hef heyrt að þar sem er friður og gleði... þar sé kærleikur. Sem sagt að friður og gleði ER kærleikur... ef það er sannleikurinn.. nú þá ætti ekki að vera svo erfitt að sjá hann.. kannski hélstu bara að kærleikurinn væri allt annað en hann er...
Eigðu gleðiríkt friðarkvöld...
Björg F (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 22:17
Örugglega vegna þess að við viljum hafa kærleikann..hann er einhvers konar öryggisnet og trú á að ef hann er þarna verði allt einhverntímann betra í þessum brösótta heimi. Ég er hins vegar sannfærð um að kærleikurinn er mjög virkt afl í veröldinni því þannig upplifi ég það. Upplifanir hvors annars getum við ekki rökrætt. Þær eru bara. Það að mér finnsit ég upplifa heilmikið af kærleika sannar ekkert..það að þú teljir kærleikann vandfundinn sannar heldur ekkert.
En það er heilmikill kærleikur fólginn í því að umbera og leyfa öðrum að hafa sínar skoðanir og upplifanir.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 23:04
Með á annarri og á hinni?
kveðja
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 23:44
Einn einum megin og hinn hinumegin.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 00:15
Ef hægt er að veita mönnum gleði þrátt fyrir að finna ekki til neinnar gleði sjálfur, jafnvel þjást óbærilega, er þá kannski sömuleiðis hægt að finna kærleika stafa af einhverjum þrátt fyrir að sá hinn sami hafi ekki hugmynd um það og geti enganveginn látið sér detta í hug að hann sé kærleiksgjafi? Upplifi alls engan kærleik í sjálfum sér?
Er þetta rangt hugsað hjá mér eða ósambærilegt dæmi?
Væri þetta e.t.v. ósambærilegt af því að gleði sé hægt að veita með ýmsum hlutum en kærleik aðeins með návist einhvers sem hefur þennan kærleik í sér? Er kærleikurinn verknaður eða návist? Ef verknaður - (og skipta þá ástæður verknaðarins máli, semsagt að hann sé byggður á kærleik? eða bara að móttakandinn upplifi hann sem kærleik? og HVERNIG á að vera hægt að dæma um það? Hvernig getur maður verið handviss um að engin skilyrðing búi að baki? Annað hvort til skemmri eða lengri tíma?), - þá sýnist mér að gleðin og kærleikurinn séu nokkuð sambærileg, þ.e., það sé móttakandinn en ekki gjafinn sem býr hann til.
Og svo: Ef einhver hefur þennan kærleik, hvernig kom hann þá til? Fékk viðkomandi hann gefins frá einhverjum, eða bjó hann hann til sjálfur?
Og einnig: TIL HVERS er þessi kærleikur?
Nú ætlaði ég að skrifa meira, en nú er ég hrædd um að ég fari að detta út úr skráningunni og lenda í einhverju fokki ...
gerður rósa gunnarsdóttir, 26.3.2007 kl. 01:35
Ég hef lifað eitt merkilegt atvik á ævinni. Þá kom einhver vera inn í herbergi við dánarbeð. Það var návist. Það var persóna. Og það breytti upplifun minni á lífinu. Síðan veit ég að kærleikurinn er meira en einhver falleg orð eða hversdagleg velvild milli fólks. Og honum verður aldrei lýst með orðum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.3.2007 kl. 09:27
Hvar er þessi kærleikur. Það er von þú spyrjir Siggi minn. Ég hefi aldrei áttað mig á þessu ágæta hugtaki. Þessvegna skírskot ég hér til ágætis spakmælis sem kanske skýrir málið: Kærleikurinn er oft líkur grautnum; fyrstu skeiðarnar eru of heitar, en þær síðustu of kaldar. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.