Fyrstu tíu stigin í Reykjavík

Í dag fór hitinn í 10,0 stig í Reykjavík. Þar eru það fyrstu tíu stigin á árinu og reyndar frá 21. nóvember í fyrra. Mesti hiti á landinu varð 12.2 stig á Staðarhóli i Aðaldal og mesti hitinn í gær á landinu var líka 12,2, stig.

Þetta er góð breyting frá þeim kulda sem ríkt hefur en eru í sjálfu sér varla nein hlýindi miðað við árstíma. Það er nú einu sinni kominn 14. maí. Sá dagur er eini dagurinn sem Reykjavík er með  dagshitametið yfir allt landið, 20,6 stig og þetta er líka að meðalhita hlýjasti maídagur þar í sögu mælinga.

Um þessa alvöru hitabylgju má lesa um hér í gamalli bloggfærslu. 

En nú eru líka 60 ár frá einhverju mesta kuldakasti sem komið hefur um miðjan maí, 1955. Þann dag var meðalhitnn í Reykjavík -1,3 stig og hefur þar ekki orðið lægri þennan dag á síðari áratugum.

Veðráttan getur verið býsna breytileg.

En sumarið er sem sagt að sækja nokkuð í sig veðrið þessa dagana þó maður finnist að það mætti vel gera betur. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

 Þá er bara að bíða eftir 20 stigunum.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.5.2015 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband