19.11.2015 | 17:29
Úrkomumesti mánuður á veðurstöð á landinu
Nóvember árið 2002 var ekkert venjulegur mánuður hvað veðurfar snertir á landinu. Mánaðarúrkoman á Kollaleiru í Reyðarfirði mældist þá 971,5 mm sem féll á 25 úrkomudögum. Það er mesta úrkoma sem fallið hefur á einum mánuði á íslenskri veðurstöð. Úrkoman á Hánefsstöðum í Seyðisfirði var svo 907, 9 mm, í Neskaupstað 784,9 mm, á Desjamýri í Borgarfirði eystra 736,2 mm, á Höfn í Hornafirði 672,4 mm og á Gilsá í Breiðdal 656,4 mm.
Til að gera sér einhverja hugmynd um það hve gríðarlegt magn þetta er sem mældist á Kollaleiru má geta þess að meðalárskoma í Reykjavík á þessari öld er 874 mm. Og úrkoman á Kollaleiru þennan mánuð er reyndar meiri en nokkru sinni hefur fallið á heilu ári á sumum veðurstöðvum sem athugað hafa í marga áratugi,svo sem í Æðey, Hrútafirði, Blönduósi, Skagafirði, við Mývatn og á Hólsfjöllum en allt eru þetta reyndar staðir þar sem úrkoma mælist lítil. En fyrr má nú samt vera!
Þessi gríðarlega úrkoma var aðallega bundin við austurland en á öllu vestanverðu landinu var úrkoman minni en í meðallagi en allra minnst á Stafni í Svartárdal, aðeins 3,1 mm.
Mesta sólarhringsúrkoma var ekkert óskaplega mikil miðað við það sem hún hefur mest orðið, 169,9 mm á Neskaupstað þann 17. En á austurlandi komu margir dagar með stórrigningu þó allsherjar met hafi ekki verið slegin.
Ástæðan fyrir þessari miklu úrkomu austanlands voru mjög eindregnar austanáttir. Og ekki á neinn venjulegan hátt eindregnar heldur var þetta einfaldlega mesti austanáttamánuður allra tíma.
Þetta var hlýr mánuður. Alls staðar var meðalhitinn yfir frostmarki í byggð. Víða var snjólaust og hvergi var mikill snjór. Þó voru 6 dagar alhvítir á Kollaleiru og með því meira á landinu. Meðalhitinn í Reykjavík var 4,7 stig en 4,2 á Kollaleiru. Hlýjast var 6,5 stig í Vík í Mýrdal. Hæsti hiti mánaðarins var ekki sérstaklega hár miðað við hvað landsmeðalhitinn var mikil, 13,6 stig. Í hinni miklu austanátt fór lítið fyrr sunnan og suðvestanáttum sem koma með mestan vetrarhita. Hámarkshiti mánaðarins mældist svo á vægast sagt óvenjulegum stað þegar um nóvember er að ræða sem einnig má kannski þakka austlægu áttunum, nefnilega á Lambavatni á Rauðasandi, allra vestast á landinu.
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkar: Bloggar, Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 20.11.2015 kl. 19:53 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.