21.4.2016 | 14:47
Tuttugu stiga hiti eða meira í apríl
Hiti hefur nokkrum sinnum komist í tuttugu stig eða meira í apríl á landinu. Það gerðist fyrst svo örruggt sé 25. apríl 1984. Þá fór hitinn í 20,4 stig í Vopnafjarðarkauptúni, 20,1 á Neskaupstað og 20,0 stig á Seyðisfirði. Glaðasólskin var á norður og austurlandi. Daginn eftir gerði Seyðisfjörður enn betur og mældist þar þá hitinn 21,0 stig. Var það mesti hiti sem mælst hefur á landinu í apríl fram til ársins 2003.Meðalhiti þess dags á Akureyri var 14.7 stig sem þætti mjög gott um hásumarið og er það mesti meðalhiti nokkurs apríldags þar. Hlý hæð var austan og suðaustan við landið og hlýtt í háloftunum eins og sjá má á kortinu fyrir kl 24 þennan dag sem sýnir hitann ú 850 hPa fletinum í um 1400 metra hæð.Það stækkar við laufléttan smell!
Árið 2003 mældist tuttugu stiga hiti eða meira dagana 18. og 19 apríl. Fyrri daginn, sem var föstudagurinn langi, sólríkur vel, var aprílmetið slegið á landinu þegar hitinn fór í 21,1 stig á Sauðanesi. Sama dag fór hitinn í 20,8 stig á Miðfjarðarnesi, 20,6 á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, 20,4 á Raufarhöfn og 20,0 stig á Mánárbakka. Hvað sólarhringsmeðaltal snertir er þetta reyndar hlýjasti apríldagur á landinu, 11,1 stig, frá 1949 að telja en frá því ári liggja dagsmeðaltöl á lausu. Þetta er um það bil 9 stig yfir langtímameðallagi dagsins. Og dagurinn er líka með hæsta meðaltal lágmarkshita á apríldegi, 7,5 stig og er hinn mikli meðalhiti ekki síst því að þakka. Meðalhitinn á Akureyri var aðeins 0,1 stig undir metdaginum 1984. Næsta dag sló Hallormsstaður dags gamalt aprílmetið fyrir hámarkshita með hita upp á 21,4 stig en á Neskaupstað fór hitinn í 20,9 stig en, 20,8 í Vestdal í Seyðisfirði, 20,7 á Húsavik, 20,2 stig á Svínafelli á Úthéraði og 20,0 stig í Ásbyrgi og á Dalvík. Þessi dagur var svalari en sá er á undan kom með meðalhita upp á 7,5 stig.Þessa daga var hæð yfir Norðurlöndum og hlýr hóll yfir Norðusjó og hlý tunga langt norður í höf og var Ísland í vesturjaðri hennar. Á korinu má sjá veður á landinu á hádegi föstudaginn langa 2003. Bjart var á norður og austurlandi og hiti 18 stig á Raufarhöfn!
Í apríl 2007 komu tvær tuttugustigasyrpur með um þriggja vikna millibili og verður það að teljast einsdæmi. Sú fyrri var strax 3. apríl en þá mældust 21,2 stig á Neskaupstað og 20,9 á Kollaleiru í Reyðarfirði. Vestanátt var með hlýrri hæð fyrir sunnan land.
Tvo síðustu dagana, sem voru bjartir á norður og austurlandi, kom svo mesta hitabylgja í apríl á landinu sem mælingar ná yfir. Fór þá hitinn til dæmis í 23,0 stig í Ásbyrgi, sem er aprílmet á landinu, 22,0 á Möðruvöllum í Hörgárdal, 21,9 á Staðarhóli, sem er mesti aprílhiti á mannaðri veðurstöð, 21,7 stig á Végeirsstöðum og 21,5 stig á Akureyri og í Lerkihlíð í Vaglaskógi. Alls mældist tuttugu stiga hiti eða meira á 17 veðurstöðvum, þar af fjórum mönnuðum eða tæp 9% stöðva. Þar með er þetta hitavænasti apríldagur sem mælst hefur fyrir hámarkshita og skartar íslandsmetinu, 23,0 stig í Ásbyrgi eins og áður segir. Daginn eftir mældist tuttugu stiga hiti eða meira á fjórum stöðvum og þar af þremur mönnuðum. Hlýjast varð þá 21,6 stig á Végeirsstöðum. Fjöldi aprílhitameta voru slegin þessa daga þó hitinn hafi ekki náð 20 stigum á flestum stöðvum. Enn var hæð fyrir suðaustan land og hlý tunga lá beint yfir landið úr suðaustri Hvað meðalhita snertir skákuðu þessir dagar ekki 18. april 2003. Meðalhiti þeirra á landinu voru 10,4 og 10,8 stig. Hins vegar er sá 29. með hæsta meðaltal hámarkshita nokkurs dags í apríl, 15,0 stig en dagurinn á undan með 14,7 stig og dagurinn á eftir 14,6 stig. Þessir þrír dagar 28.-30. apríl flagga því mesta hámarkshita apríldaga frá a.m.k. 1949. Sá fjórði er svo 18. apríl 2003, dagurinn með mesta meðalhitann, með 14,0 stig að meðaltali hámarkshita. Á kortinu sést ástandið í 850 hPa fletinum á miðnætti 30. apríl 2007. Það stækkar ef smellt á það og verður larger than life!
Þann 9. Apríl árið 2011 mældist hitinn á Skjaldingsstöðum 20,2 stig. Síðan hefur ekki mælst 20 stiga hiti á landnu í apríl.
Tuttugu stiga hiti eða meira í apríl hefur aðeins mælst á stöðvum á norðausturlandi til austfjarða, nánar til tekið frá Dalvik austur um að Reyðarfirði, að einni veðurstöð undanskilinni. Á Brúsastöðum í Vatnsdal mældust 20,3 stig hitadaginn mikla 29. April 2007. Veðurstöðvar eru nú miklu fleiri á okkar öld en á nokkru sinni fyrr og eflaust hefði einhvers staðar mælst tuttugustiga aprílhiti á hlýindaskeiðinu á fyrri hluta 20. aldar ef veðurstöðvar hefðu þá verið jafn margar og nú og jafnvel á öðrum tímabilum. Reyndar er til á skrá mæling á Seyðisfirði upp á 21,4 stig 16. apríl 1908. En einhvern veginn finnst manni það ekki sérlega sannfærandi þó fremur hlýtt hafi verið. Þetta var lesið á mælið á athugunartíma en hámarksmælir var ekki á staðnum.
Í þessu sambandi má muna að einu sinni hefur í mars mælst 20,5 stiga hiti. Það var á Kvískerjum hinn 29. árið 2012.
Mesti aprílhiti sem mælst hefur á Vestfjörðum er 17,7 stig á Hólum í Dýrafirði þ. 29. árið 2007. Á vesturlandi hefur mest mælst daginn eftir, 19, 2 stig í Ásgarði í Dölum. Á suðvesturlandi, frá Mýrdal til Reykjavíkur hefur mælst mest 16,7 stig þ. 29. árið 2007 á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Árið 1975 mældust svo snemma sem 3. apríl 16,0 stig á Vatnsskarðshólum og 15,8 stig í Vík í Mýrdal og var það sannarlega óvenjulegt veðuratvik. Suðausturland er eini landshlutinn sem ekki á aprílmetið frá hitabylgjunni 2007. Þar hefur mesti aprílhiti orðið 18,4 stig þ. 27. á Fagurhólsmýri goðsagna veðurárið 1939. Mesti aprílhiti í Reykjavík er aðeins 15,2 stig frá þeim 29. árið 1942.
Á sumardeginum fyrsta hefur aldrei mælst tuttugustiga hiti á landinu. Litlu munaði þó á þeim degi 1976 þegar hitinn á Akureyri fór í 19,8 stig hinn 22.
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.