Ég er að fara til helvítis

Mikil hitabylgja er nú í Grikklandi. Í dag fór hitinn í Efesis í 46 stig, 45 í Kalamata og í Hania á Krít voru 42 stig.

Ég er ansi hræddur um að maður mundi nú ekki nenna mikið að blogga í svona svækju. En þangað liggur samt leiðin innan skamms.  Ég hef alltaf vitað það að ég ætti eftir að fara beina leið til helvítis!

Hér fyrir neðan sést á korti frá Wetterzentrale hitinn yfir Evrópu á hádegi  í um 1500 metra hæð. Yfir Krít er hitinn kringum 30 stig en 4 stig yfir Reykjavík  

ónefnt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Það er ekkert vatn hérna, það er á Íslandi þar sem kalt er. Og ef það er til þá er það sjóðandi heitt. Hitastigið í frystinum hjá mér var 27 gráður, í plús.
En ég er komin með lausn, auðvitað: Gera bara út loftbelgi og fara í þá hæð þar sem þolanlegt hitastig er, segjum 25 gráður á Celsíus. Hvað þarf maður að fara hátt til þess í dag, Sigurður? Þetta verður megabissniss hjá okkur. Þú verður á mælitækjunum og mælir hitann og mátt halda í spottana á loftbelgjunum.
Annars eru 42 gráður bara kalt miðað við 46 gráður í Efesis.

gerður rósa gunnarsdóttir, 24.6.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Nenniru svo að hætta að vera svona vinsæll!

gerður rósa gunnarsdóttir, 24.6.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfur fór eg fyrir langt löngun til Ítalíu um mánaðarmótin maí júní fyrir nokkrum árum og lenti í þeirri mestu hitasvækju sem eg minnist nokkru sinni að hafa lent í og það í rútu með ónýtri loftræstingu.

Hefði ekki verið betra að vera kjur uppi á Íslandi þó stundum sé kuldalegt á Fróni?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.6.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvers vegna eru menn að æða til helvítis um Jónsmessuna?

Ágúst H Bjarnason, 24.6.2007 kl. 21:22

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Lenti í 50,5 gráðu hita við Persflóann, svo ég get með sanni sagt að ég sé búinn að vera í Helvíti. Þér til huggunar get ég sagt að ef maður bara passar vatnið og hreyfir sig ekki fet, fer allt vel. Góða ferð í svækjuna.

Halldór Egill Guðnason, 24.6.2007 kl. 21:44

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jamm, beina leið til helvítis... með leiguflugi! Hver hefði trúað því að maður færi með flugi niður? Hvernig ætli ferðamátinn sé ef maður er á uppleið?

Heiða B. Heiðars, 24.6.2007 kl. 21:54

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Halldór: Fer ég á þá á hinn staðinn ef ég drekk eins og svín? Og Ágúst: Hvað segirðu nú lagsmaður um gróðurhúsaáhrifin? Eru þau ekki oröin ansi heit? Heyrði í þér í útvarpinu í gær.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2007 kl. 21:55

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, og Gerður: Ég hef aldrei verið við alþýðuskap. Ég er forn mjög í skapi  og illur viðurerignar. Og andskotinn hafi það, nú fer ég beina leið til helvítis og menn eru að óska mér góðrar ferðar! Heiða: Ferðamátanum upp hefur hér þegar verið lýst af henni Gerði: með ballúnu. En seint munt þú fara þá ferð væna mín. Þú tekur bara flugið.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2007 kl. 22:07

9 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ætli fljótið Styx þorni ekki upp í öllum hitanum og gamli ferjumaðurinn fari á eftirlaun?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.6.2007 kl. 08:49

10 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Hellas, Helvíti... Getur verið að um prentvillu á flugmiðanum að ræða. :)

Sigurður Axel Hannesson, 25.6.2007 kl. 11:10

11 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Iss, þessi hitabylgja er ekkert mál. Er eitthvað meira mál að þurfa að kæla sig niður með vatni öðru hverju en að klæða sig úr og í lopapeysur og regngalla og gammósíur allt sitt líf og eyða fortjúnu (og allri starfsævinni) í byggingar og upphitun þeirra??

Er heilakæfan krónískt botnfrosin?

Ég fór nú bara í sund áðan, svolgraði eitt hvítvínsglas með klaka í á sundlaugarbakkanum og lá svo í sólbaði og las bók - ægilega erfitt.

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 11:50

12 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ekkert vera að fara Sigurður, það verður svo miklu leiðinlegra hérna í himnaríki!

María Kristjánsdóttir, 25.6.2007 kl. 14:49

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Til helvítis skal ég beina leið fara hvað sem tautar og raular!

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2007 kl. 16:13

14 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er víst að fara beint til Helvítis líka.....en verð að segja að mér stendur ekki á sama. Það var alveg  eftir mér að velja Helvíti í fyrstu fjölskylduferðina...alveg týpískt

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.6.2007 kl. 16:47

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þú ert að spyrja um blessuð gróðurhúsaáhrifin. Sjáðu bara þetta:

Chile: coldest months in 20 years

May and June 2007 have been Chile's coldest months in the last 20 years. Correspondingly, natural gas consumption hit a record, too. You may also read about the brutal cold May 2007 in South America.

During the weekend, parts of Australia have experienced the chilliest June day on record. Last week, record cold temperatures had to be edited in Queensland, too.

Another continent that overlaps with the Southern Hemisphere is Africa. What weather do you associate with Zimbabwe? A few days ago, they recorded -7 Celsius degrees. Several people froze.

Heimild: Luboš Motl http://motls.blogspot.com/2007/06/chile-coldest-months-in-20-years.html

Væri ekki nær að fá sér trefil og fara suður fyrir miðbaug?

Ágúst H Bjarnason, 26.6.2007 kl. 17:28

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir þetta Ágúst!

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.6.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband