Súrt í broti

Svo ég fari nú loksins að tala í alvöru eftir að ég fór í fríið verð ég að viðurkenna að mér finnst dálítið súrt í  broti að þessi einmuna veðurblíða í Reykjavík og víðar skuli nú einmitt hafa komið þegar ég var víðs fjarri. Það er alls ekki gefið að sagan endurtaki sig meðan ég lifi.  

Eins og lesendur þessarar síðu vita er ég æstur veðuráhugamaður og hef fylgst daglega með veðrinu í fjörtíu ár og lesið allt sem ég hef komið höndum yfir um íslenskt veður fyrr og  síðar. Ég veit því vel að ég hef verið að missa af sögulegum atburðum í verðurfarslegu tilliti.

Og svo vitum við öll að gott veður er hvergi eins gott og á Íslandi!

Í gær var meðalhitinn í Reykjavík kringum 13,2 stig, næstum því þrjú stig fyrir ofan það meðallag sem nú er í gildi. Aðeins júlí 1991 stenst einhvern samanburð við þennan að þessu leyti. Svo er það þurrkurinn sem er einsdæmi. Merkilegastur er hann kannski vegna þess að enginn kuldi hefur fylgt honum.

Það er líka óvenjulegt að engin sérstök hitabylgja hefur komið til að halda uppi þessum háa meðalhita heldur verið nokkuð jafn og fínn hiti. Ef glæsileg bylgja kæmi nú eftir svona viku, en væri áfram hlýtt þangað til, gætum við kannski fengið fjórtán stiga júlí! Það ætti sér enga hliðstæðu.  

Við bíðum spennt! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Er kannski búið að tengja hitamæla landsins úrvalsvísitölunni?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.7.2007 kl. 11:52

2 identicon

Það kemur alltaf gott veður þegar sumir fara.

Maðurinn með ljáinn (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Þetta fer líklega svolítið eftir því hvernig hver og einn skilgreinir "gott veður". Fyrir mér samanstendur "gott veður" af hlýindum og sólríkum dögum, hæfilegri golu, og svolítilli vætu af og til. Ég er ekki viss um að allir taki undir vætuna með mér, að bændum undanskyldum.

En þetta hafa vissulega verið hlýir dagar að undanförnu; hef fengið minn skerf af þeim jafnt á Akureyri, Dalvík sem og Reykjavík.

Sigurður Axel Hannesson, 18.7.2007 kl. 19:47

4 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Ég passa mig að fara aldrei til útlanda á sumrin, til þess að missa ekki af þessum eina vísa íslenska góðviðrisdegi! Ég var svo heppin að hafa skipulagt þakmálningarvinnu í sumar - og það hefur ekki komið dropi úr lofti hjá mér í næstum tvær vikur. Það er alveg einstakt á þessum tíma. Ég held að Drottinn hafi sent okkur þetta góðviðri svo ég gæti málað í friði.

Takk fyrir skemmtilegt blogg.

Guðrún Markúsdóttir, 19.7.2007 kl. 00:20

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú sem ætlaðir að upplifa sögulega atburði á Krít eins og t.d. jarðskálfta,60 stiga hita eða gos í Santorini en þær vonir fóru út um þúfur. Til að bæta gráu ofan á svart, þá missir þú, sjálfur veðurgúrúinn af sögulegu veðurfari á Íslandi. 

Svava frá Strandbergi , 19.7.2007 kl. 00:26

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skildi skítamórallinn á veðurstofunni aukast í hlutfalli við sólarstundir.  Ef svo er þá ættu menn að fara að geta elskað friðinn þar úr þessu.

Annars fannst mér gott veður í dag. Akkúrar mátulegt og sama hvort maður var að rápa úti eða inni.  Hæfilegur hiti, mjúkt og temmilegt ljós og hæfilegur raki í lofti.  Kjörveður mitt.  Sá þig annars á rápi í Menn og Máning að kaupa þér fokdýra bók.  Þú varst svo þungt hugsi að ég lagði ekki í að heilsa upp á þig.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2007 kl. 03:23

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

þegar um hásumar er að ræða þarf það  varla mikilla "skilgreininga" við þegar mánuður (júlí) á sér aðeins einn mánuð sem jafningja í hita. Það er hitastigið sem gerir sumur að sumrum. Ofan á hitan bætist svo góður þurrkur (veit reyndar ekki nákvæmlega tölu sólarstunda, held þær sé ekki neitt nánægt meti). Við fullyrðum því að hingað til hafi verið "gott veður" og alla vega sögulegt vegna þess hve það er sjaldgæft. En nú sýnist mér vera komið skítaveður þegar ég horfi út um glugann!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.7.2007 kl. 12:06

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir það Sigurður, það er hitastigið sem gerir sumur að sumrum.

Marta B Helgadóttir, 25.7.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband