26.7.2007 | 12:11
Júlí er að glutra niður methitanum
Meðalhitinn í júlí í Reykjavík mun að öllum líkindum ekki verða sá mesti í sögu mælinga. Hann er núna í 13.1 stigi og hefur lækkað um 0.1 stig síðan hann var hæstur þ. 23. en hafði þá lengi verið í sömu tölu. Hlýjasti júlí hingað til var 1991, 13.0 stig. Ágúst 2003 var 12.8 stig og einnig júlí 1936, júlí 1917 og 1842 voru með 12.7 og júlí 1944 og 1939 og ágúst 2004 (hitabylgjumánuðurinn) voru með 12.6.
Samkvæmt veðurspám fyrir næstu daga mun mánuðurinn fara lítillega kólnandi og eftir spánum að dæma gæti lokatalan orðið svona 12.7-12.8 stig. Það verður algjört svindl ef hún fer lægra!
Meðalhitinn í júlí 1961-1990 er aðeins 10.6 stig en 1931-1960 var hann 11.2 (eða 11.4 eftir því við hvaða stað er miðað í borginni). Takið eftir mismuninum á meðaltölunum! Síðustu tíu árin er meðalhitinn í Reykjavík 11.4 stig í júlí og meðalhiti annarra mánaða þessi ár er fyllilega sambærilegur, reyndar hærri um sumarið, við hitann á hlýindaárunum 1931-1960 nema mars og maí eru ofurlítið kaldari. Og árshitinn er hærri en 1931-1960, hvað þá 1961-1990. Ekki nenni ég fyrir nokkra muni að fara að dispútera afhverju kólnaði eftir 1960 og afhverju hlýnaði svo aftur fyrir svo sem áratug. Ég læt þær pælingar eftir mér snjallari gróðurhúsameisturum og besservisserum. Ég er hins vegar algjör lesservisser.
Það eru mikil vonbrigði að þessi júlí skuli ekki standa sig í methitanum. Þetta er svona eins og landsleikirnir hjá "strákunum okkar" sem eru alveg að vinna leikinn en glutra svo öllu niður á síðustu mínútunum en "stelpurnar okkar" standa sig hins vegar alltaf! Ólíkt er samt veðrið merkilegra fyrirbæri en eitthvað spark út í loftið, hvort sem það er gert með höndunum eður fótunum!
Í fyrrinótt fór hitinn í borginni í 8.9 stig en hafði þá ekki farið niður fyrir 10 stig í 11 sólarhringa. Það er með því lengsta sem gerist. Lengsta tímabilið er frá 22. júlí til 6. ágúst 1991 eða 16 dagar og 12 dagar 1939, frá 29. ágúst til 9. september.
Sólarstundir í bænum eru nú komnar upp í 182 sem er þá þegar 11 stundum fleiri en í meðallagi fyrir allan júlí. Úrkoman er aftur á móti aðeins 21 mm en meðaltal alls mánaðarins er 52 mm. Í nótt var úrkoman ekki mælanleg en næstu viku þar á undan hafði rignt hvern sólarhring, en aðeins tvær nætur í mánuðinum þangað til, þ. 2. 3,4 mm og þ. 6. 1,6 mm, og eftir 18. júní rigndi aðeins lítillega 21. júní, 0.1 mm, en var annars alveg þurrt út júní.
Úrkoman frá 18. júní til 18. júlí var því aðeins 5,1 mm og úrkomudagarnir voru þrír.
Þannig var þá hinn margumtalaði þurrkur. Og maður lætur sér fátt um finnast. Ekki nenni ég að leita að öðrum þurrkatímabilum að sumri því ég hef nú einmitt lagst í leti eins og sést á þessasri bloggeyðu sem verið hefur eftir að ég kom heim frá sólarsælunni á Krít. Þar hefur hitinn aftur rokið í 40 stig en meðan ég var þar fór hann aldrei hærra en 34 stig á löglega og almennilega mæla.
Reyndar hef ég síðustu daga verið önnum kafinn við að skipuleggja ferðir nokkurra manna á slóðir tónskáldsins Franz Schuberts í Vínarborg og víðar um Austurríki, Ungverjaland og Slóvakíu. Ætlunin er að leita uppi bókstaflega alla sögustaði sem tengjast honum og nefndir eru í sæmilega áreiðanlegum heimildum. Ég veit ekki til að slík ferð hafi nokkru sinni verið farin.
Þetta hefði þótt merkilegt framtak ef einhver annar en ég stæði fyrir því! En ég er nú svo hógvær og í hjarta lítillátur að ég læt mér líka fátt um þetta finnast!
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 12:32 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það er gott að vera búin að eignast bloggvin sem er hógvær og í hjarta lítillátur.
María Kristjánsdóttir, 27.7.2007 kl. 18:12
Það held ég nú. Ekki væri betra að vera að vera mikillátur og í hjarta drambsamlegur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.7.2007 kl. 18:27
Mikið er ég samt fegnust að þú hafir bætt ´að´-i í fyrirsögnina. Þú mátt alveg vera fullur af drambi fyrir mér. Er mikillæti og smálæti semsagt staðsett í hjartavöðvanum?
gerður rósa gunnarsdóttir, 27.7.2007 kl. 19:10
Ekki spyr ég að glöggskyggni og hjartagæsku prófarkalesarans. Hvað eru annars monsjör Míó og grandör Spottalingur nú að gjöra? Væla og bofsa? Er engin þróun í þessum karakterum?
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.7.2007 kl. 19:39
Mister Míó situr í gluggakistu og horfir frómum augum á Krilla (kvk)sem situr í sömu gluggakistu, en bæði hafa þau nýlokið við að sporðrenna morgunseríósinu sínu.
Lingurinn (Spotti) er einhverra hluta vegna að sleikja gólfið, svo nú slepp ég við að skúra (eins og ég geri það nokkurn tímann).
gerður rósa gunnarsdóttir, 28.7.2007 kl. 01:45
Nú, það er bara heilmikil þróun í þessum karakterum. Bráðum fara þeir jafnvel að rísa upp á afturlappirnar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.7.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.