21.8.2007 | 15:20
Guð er minn hirðir!
Í nótt gerðust óvænt tíðindi í mínu annars tíðindasnauða lífi. Ég var að skoða margt og margt á netinu í hálfgerðu iðjuleysiskasti. Ég flakka sjaldan um netið en geng yfirleitt beint að því efni sem ég vil nálgast. En nú kom ég allt í einu á síðu sem ég vissi ekki að til væri. Hún birtir tónlist hundruða tónskálda á nótum. Af einhverri rælni fletti ég fyrst upp á tékkneska snillingnum Anton Dvorák. Hann var betri en þessi Muggison (að ég tali nú ekki um þessi Enimen andskoti, jæja, best er víst, að stilla fordómum sínum og dómhörku í hóf!) og gerði einhverja frægustu sinfóníu sem nokkru sinni hefur verið samin, þessa sem kölluð er "frá nýja heiminum" af því að hún var samin í New York og vitnar í negrasálma.
Þarna rakst ég á Biblíusöngva op. 99 eftir Dvorák og fór að fletta þeim. Eitt lagið var við 23. sálm Davíðs: Guð er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, og allt það. Og skemmst er frá því að segja að þetta finnst mér eitthvert fallegasta lag sem ég hef vitað og þekki ég þó mörg lög en vissi ekki af þessu lagi. Ég var að kynnast því í fyrsta sinn.
Það sem gerir lagið svo fallegt er einfaldeiki þess, mýkt og mildi, traust og góðvild sem stafar frá því í hverri nótu.
Ég er veikur fyrir svona. Ég er veikur fyrir því þegar trú manna gerir þá vitra, góða og ljúfmannlega. Þannig gerði trúin Dalai Lama en mynd um hann var sýnd um daginn í sjónvarpinu. Og þannig hefur trúin, hvort sem hún er kristin, gyðingleg, múslimsk eða búddísk, gert marga menn ef þeir láta ekki bölvaðan bókstafinn blinda sig.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Guð sé oss næstur, Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:28 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Já
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 15:57
Já lagið Drottinn er minn hirðir er dásamlegt.
Bókstafur gerir afskaplega lítið fyrir trúna einn og sér, það eru orðin sem bókstafurinn byggir upp sem gefur tóninn, því er bókstaftrú, furðulegt fyrirbæri
Linda, 21.8.2007 kl. 16:07
Það eru til mörg lög við Drottinn er minn hirðir. Eitt er oft sungið í íslenskum kirkjum, veit ekki hvaða lag það er en ekki er það gott. Schubert gerði snilldarlag við sálminn fyrir kvennakór sem aldrei er sungið í íslenskum kirkjum. Lag Dvoráks er lítið þekkt og er samið fyrir tvær radddir og píanóundirleik, sem auðvelt væri þó að leika á orgel, við tékkneskan texta en hefur verið oft verið gefið út og sungið með þýskum texta. Ekki veit ég til að það hafi heyrst hér á landi þó það geti auðvitað verið á einhverjum tónleikum. Og svo kemur hér ein bókstafstrúarfullyrðing eða ígildi hennar: Enginn mun hólpinn verða nema hann geti sungið báðar raddirnar í þessu lagi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2007 kl. 16:51
Bókstafir sálmsins fallega -- já, vinsælasta sálmsins vegna fegurðar inntaks síns og orða -- blinduðu ekki augu Dvoráks, heldur opnuðu þau fyrir andlegum verðmætum. Bókstafurinn er mikilvægur, Sigurður, já, gulls ígildi, vissirðu það ekki? Eða viltu afskrifa og lítilsvirða öll þau óheyrilegu verðmæti þekkingar og fegurðar, sem við eigum í töluðum orðum og skrifuðum? Það færi þér illa sem rithöfundi, manni orðsins ... Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 21.8.2007 kl. 20:56
Kannast við þetta lag úr einni af mínum uppáhaldsmyndum, KOLYA eftir Ian Svérak, sem fékk Óskarinn sem besta erlenda mynd á sínum tíma. Þessa mynd má finna á leigum hér og ræð ég öllum að sjá hana.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.8.2007 kl. 21:06
Gott blogg, Guð er góður, megi hann blessa þig
Guðmundur Halldórsson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:55
Já, Jón Steinar. Nú rennur upp fyrir mér ljós. Mér fannst ég kannast við lagið þegar ég las það í nótt og ekki síður eftir að ég prentaði það út og lék það yfir á píanóið í dag. Ég sá nefnilega myndina Kolya og hef á henni mætur eins og öllu rússnesku. Músikgáfa Dvoráks var ótrúleg og hann var líka svo ærlegur eitthvað, var eiginlega alltaf bara tékkneskur bóndi þó hann kynni allt í músik. Jón Valur: Nú þurfum við að fara að æfa saman raddirnar í þessu lagi hans Dvoráks!
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2007 kl. 00:06
Já, auðvitað. Það átti ég að gera strax í færslunni! En hér er slóð á tónskáldalistann og þar er hægt að fara inna á forsíðuna þar sem gert er ráð fyrir verkefninu sem enn er í þróun. http://imslp.org/wiki/Category:Composers
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2007 kl. 10:49
Rugl er þetta: gert er grein fyrir verkefninu en ekki ráð. Svona villur heita meinlokur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2007 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.