9.9.2007 | 13:55
Guðsmennirnir eru bara farnir að vitna í mig!
Á sunnudögum er í Morgunblaðinu fastur dálkur með kristilegri hugvekju. Í dag er þar vitnað heilmikið í færslu mína um Jesúauglýsingu Símans.
Á dauða mínum áti ég von en því að ætti fyrir mér að leggja að vitnað væri í mig með velþóknun í slíkum dálki. En skrif mín voru sanngjörn og skynsamleg og sóma sér bara vel á þessum stað sem lokaorð.
Ég átti kannski ekki von á því að rata í kristilegan dálk vegna þess að ferill minn hefur ekki beinlínis verið til þess líklegur. Ég hef oft gagnrýnt kirkjuna, ekki síst á fyrri árum. (Afstaða mín til trúarinnar sjálfrar hefur reyndar tekið miklum breytingum með árunum).
Og ég kærði einu sinni Sigurbjörn Einarsson biskup fyrir siðanefnd presta fyrir ummæli hans sem mér fannst gera lítið úr geðsjúku fólki. Ég skar ekki úr um málið, það gerði siðanefndin, en mér var látið skiljast af ýmsum að bara kæran sem slík væri árás á persónu biskupsins. Siðanefnin taldi að biskupinn hefði ekki brotið siðareglur presta en setti samt ofan í við hann fyrir ýmisleg ummæli.
Ég þoli bara ekki þegar menn gera lítið úr geðsjúku fólki. Alveg sama hver er. Nei annars, ekki sama hver er, því meiri virðingar sem þeir njóta í samfélaginu því betur eiga þeir að gæta orða sinna að þessu leyti.
Það fór heldur ekki framhjá mér að margir fóru að skrifa lofræður um biskupinn meðan á þessu stóð.
Enginn skrifaði lofræður um mig!
En Matthías Moggaritsjjóri setti ofan í mig í leiðara án þess þó að nefna mig með nafni. Þegar blaðið skýrði svo frá niðurstöðu Siðanefndar lét það þess getið, og það kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum, að kærandinn hefði átt við geðræn vandamál að stríða. Það er reyndar orðið æði langt síðan og hann skrifaði um það fræga bók. Tilgangur Moggans með þessari athugasemd sem kom málinu ekkert við er svo augljós að það þarf varla að benda á hann:
Sigurður er brjálaður.
Þetta lét Mogginn sig hafa að gera. Og svo er blaðið alltaf að skrifa væmna leiðara um fordóma gegn geðsjúkum!
Mikið held ég að það sé gott á þrengingartímum að hafa her manns og þar með talið voldugar stofnanir eins og kirkjuna og Morgunblaðið til að styðja sig eins og biskupinn hafði. Slíku fólki þarf ekki að vorkenna mikið.
Ég hef staðið í ýmsu um dagana; dómsmálum, viðkvæmum uppljóstrunum og opinberunum, en yfirleitt aldrei fengið neinn stuðning frá neinum, að minnsta kosti ekki opinberlega (og það er í fínu lagi). Jú, reyndar gerði Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur, sem skrifað hefur ritgerð um bannfæringu kirkjunnar, sitt besta til að kynna minn málstað í biskupsmálinu í Ríkisútvarpinu. Og það af svo miklum krafti að vakti undrun mína.
Í ljósi ofanritaðs er kannski ekki að furða að mjög setti mig hljóðan þegar ég las mín eigin orð í kristilegri hugvekju dagsins í Morgunblaðinu.
En mikið andskoti eru þau elegant, skýr og skynsamleg!
Þau myndu sóma sér vel sem leiðari í Morgunblaðinu.
Meginflokkur: Guð sé oss næstur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:20 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
þetta var líka rosaleg grein hjá þér - þú ert flottastur
halkatla, 9.9.2007 kl. 14:57
Satt segirðu- og það endar auðvitað með því að þín skýru og skemmtilegu orð verða að leiðara.
María Kristjánsdóttir, 9.9.2007 kl. 14:57
Jah...mikill er andskotinn. Annars finnst mér þú Sigurður gera skynsaman greinarmun á Dogmatík og andlegri rækt...mannrækt. Það segir mér að þú sér hugsandi maður og viljir lífinu vel. (Þótt sumum dyljist það stundum)
Einnig er ég sammála þér um fordóma hins opinbera og oft kirkjunnnar manna á geðsjúkum. Fáfræði vafalaust og tæplega illa meint en þessi Freudean slip eru ansi algeng. Einnig hvað varðar langt gengna alkohólista, sem litið er á sem smánarblett og sjónmengun hér í bæ. Jafnvel fyrrverandi stjórnarformaður SÁÁ og borgastjóri hefur ekki kyngt sjúkdómshugtakinu þar.
Úrræðin eru svo hverju öðru vitlausari eins og að taka bjórkæli úr sambandi og handtaka fólk fyrir að pissa utan í hús. Ætli það uppræti vandann? Ég held að Sáá sé alveg að spila rassgatið úr buxunum núna. Þeir hljóta að vera á einhverju. Ég legg til að þeir hætti spilakassarekstri og fái leyfi til að selja áfengisauglysingar sér til framfærslu.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2007 kl. 19:53
Hvað dylst sumum annars: að ég sé "hugsandi maður" eða "vilji lífinu vel"?
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.9.2007 kl. 00:13
Þetta var mjög góð grein Sigurður.
Marta B Helgadóttir, 10.9.2007 kl. 01:11
Fyrirgefðu klaufaskapinn svona átti þetta ekki að koma út. Góð meining, sem fór hjá garði í flumbrugangi á lyklaborðinu. Ég átti við að fólk hafi talið þig trúleysingja. Fyrir mér ertu það ekki. Allavega ekki á svo breiðum grunni sem slíkur sleggjudómur gefur í skyn. Kirkjuna hefur þú sett ofan í við, sem og ég sjálfur, enda af nógu að taka.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.9.2007 kl. 03:24
Kæri Sigurður! Mér þykir leitt hafi ég sært þig með ummælum um þetta mál og bið þig að fyrirgefa mér þau. Menn eiga að gæta orða sinna eins og þú bendir á og þeir mest sem stærsta munninn hafa.
Haldið svo endilega áfram að krítísera kirkjuna. Hún hefur ekki nema gott af gagnrýni - ekki síst frá hugsandi og vel meinandi mönnum.
Ég er ekkert hissa á nafna þínum Ægissyni að hafa notað þessa færslu þína í hugvekjuna því hún var frábærlega skrifuð.
Svavar Alfreð Jónsson, 10.9.2007 kl. 09:11
Gjörast menn nú mjög iðrunarfullir! En spurning mín hér að ofan var nú svo sem ekki alvarlega meint í neinni móðgun, bara gerð vegna þess að ég var dálítið áttavilltur. Hins vegar eiga orðhákar alltaf að gæta tungu sinnar. Þeir eiga bara að steinhalda kjafti!
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.9.2007 kl. 10:14
Zarathustra hefur talað
Jón Steinar Ragnarsson, 10.9.2007 kl. 22:14
Kæri brósi. ég er montin af þér.
Svava frá Strandbergi , 10.9.2007 kl. 22:45
Þegar þú Sigurður minn ert farinn að sjá sjálfan þig sem leiðarahöfund Moggans, þá tel ég þig kominn út á hálan ís. En andskoti ertu vel skrifandi, það verður ekki af þér skafið.
Þorkell Sigurjónsson, 11.9.2007 kl. 00:48
En á Mogganum eru þeir alls ekki skrifandi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2007 kl. 03:57
Honum frænda mínum( ekki þú Sigurður) skildist tiltölulega snemma, að kirkjan sat yfir frjálsri hugsun, og auðstéttin sem sat yfir hlut alþýðu og leituðu traust og halds hjá hvor annarri. Vonandi verður þú Siggi minn aldrei málsvari þeirra.
Þorkell Sigurjónsson, 11.9.2007 kl. 11:56
Jesús minn Keli! Ég er nú bara farinn að upplifa mig sem Júdas.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2007 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.